Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1908, Side 2

Sameiningin - 01.10.1908, Side 2
226 megin, í baráttunni, að kosta kapps nm að varpa ljósi yfir ágreiningsmálið náungnm sínum til andlegrar að- stoðar og leiðbeiningar, sem í þeim efnum enn vaða í villu og svíma. Samkvæmt því, er skýrt liefir verið frá í fréttablöð- unum íslenzku ]iér í Winnipeg, liefir talsmaðr nvju guð- frœðinnar meðal Yestr-lslendinga, séra Friðrik J. Berg- mann, fyrir skömmu tekið upp á því, að flytja nokkurs- konar prédikanir um efni hins nýja boðskapar, sem bann liefir orðið hugfanginn í, á sunnudagskvöldum í kirkju Tjaldbúðarsafnaðar, er hann veitir kennimannlega þjónustu. Frá sínu sjónarmiði útskýrir hann þar auð- vitað hið mikla ágreiningsmál, sem uppi er á milli lians og kirkjufélags vors, og er það uppátœki hans eins Og á stendr í alla staði eðliiegt. En eitthvað svipað ætti frá sínu sjónarmiði prestarnir liinir allir í kirkjufélag’inu að g'jöra, þeir er reynast vilja trúir lögbundinni stefnu þess og vita, að liún er samhljóða guðs orði heilagrar ritning- ar; og ekki að eins prestarnir, heldr og — eftir því, sem tœkifœri bjóðast — þeir af hinum kristnu leikmönnum vorum, sem velferð kirkjunnar bera fyrir brjósti og nœgilega þekking hafa á ágreiningsmálinu. Slík tœki- fœri koma meðal annars marg-endrtekin til þeirra, er liœfileikana liafa í þá átt, á bandalagsfundum liins unga safnaðafólks og fullorðinna karla og kvenna, er taka þátt í þeim félagskap og sœkja þá fundi. Ágæta frœðslu um það, hvert nýmælakenningarnar stefna, sem nú með svo mikilli áfergju vilja ryðja sér til rúms í kristinni kirkju, hefir ,,Bjarmi“, liið kristilega heimilisblað, er út kemr í Reykjavík, á síðastliðnu vori veitt lesendum sínum, með kafla nokkrum, er þar birtist, því efni til skýringar. f þeim þætti er með orðum C'ampbells, enska klerksins alkunna, f bók lians um „nýju guðfrœðina“ frá í liitt liið fyrra svarað upp á ýmsar mikilsverðar spurningar, sem beint snerta hjartað sjálft í kristindóminum. En svörum þeim var áðr safnað sam- an úr bók Campbells og þau birt í „Facklan“, hinu sœnska trúvarnar-tímariti, sem vér höfum áðr minnzt á lítið eitt í ,,Sam.“

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.