Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1908, Page 3

Sameiningin - 01.10.1908, Page 3
227 Fyrsta spurningin þar er þetta: „Ilvað er nýja guðfrœðin?“ Svar Campbells upp á þá spurning hljóðar svo: „Nýja guðfrœðin er andleg jafnaðarmennska (soci- alism); hún er trúarbrögð vísindanna; lnún er, eftir því sem eg skil hana, guðfrœði jafnaðarmanna-hreyfingar- innar, vitandi eða óafvitandi, því jafnaðarmennskan er í innsta eðli sínu fagnaðarboðskaprinn um guðs ríki.“ Önnur spurning: „Hvað er guðf' Campbell svarar: „Þegar eg segi guð, þá meina eg með því hinn did- arfulla kraft, sem alheimrinn ber vott um. Eg finn, að þessi kraftr einn er verulegr, því hjá honum get eg ekki sneitt og sjálfr er eg sá kraftr, hvað sem hann svo er að öðru leyii. Þegar eg sé hann (Krist), þá segi eg með 'sjálfum 'mér: hann er guð, og gæti eg að eins komizt að sannleikanum í því, hvað eg er sjálfr, þá myndi eg kom- ast að raun um, a ð e g er g u ð lík a.“ Þriðja spurning: „Hvað er Kristr f ‘ Campbell svarar: „Svo undarlegt sem einhverjum af lesendum mtnum kann að virðast það, þá trúi eg því, sem trúarjátning- arnar segja um persónu Jesú; en eg trúi þvi á þann hátt, að ekkert skilr á milli lians og annarra manna. Jesús er guð; en þ a ð erumvérlíka. Sú hugmynd er ekki annað en blekking, að Jesús sé eini maðrinn, sem hafi verið sonr guðs. Frásagan um fœðing Jesú er skáld- skapr, en ekki sannindi. Einfaldasta og eðlilegasta úr- lausnin er það, að Jesús var sonr Jósefs.“ Fjórða spurning: „Hvað er syndin?“ Campbell svarar: „Syndin er í sjálfu sér ekki annað en það, að menn eru að leita lífsins, en fara bara ekki rétta leið að því. Guðfrœðingarnir virðast alls ekki hafa nokkra skýra hugmynd um það, hvað syndin er í raun og veru. Þeir lýsa henni í óákveðnum orðum, eins og hún væri nokk-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.