Sameiningin - 01.10.1908, Page 9
sem á kirkjuþingi sátu og atkvæði greiddu. Þótt oss
greini stundum á, þá erum vér féiagsþrœðr hér vestra
ekki þau ómenni, að vér viljum svíkjast undan eigin
samþykktum vorum, né hver um sig lilaupa í felur, þegar
á þær er ráðizt. Engir þeir, er á síðasta kirkjuþingi
sátu, eru þau gauð, að þeir ekki þori að standa við
gjörðir sínar eða reyni að smeygja sér undan ábyrgð-
inni.
Jafnt verða því menn þeir allir, sem á kirkjuþingi
síðasta sátu — og með þeim söfnuðirnir allir, sem þeir
voru umboðsmenn fyrir — , að taka á móti kveðju þeirri,
sem lir. Einar Hjörleifsson hefir sent oss vestr um hafið
eins og þakklæti fyrir „síðast“. Allir megum vér til-
einka oss þau ummæli hans, að vér séum „dýrkendr ljós-
fælninnar“. Vér höfum allir lagzt á eitt til þess að
koma einum manni í fjárhagsvanda! Enginn maðr, sem
á kirkjuþingi sat og nokkurt skyn bar á málið, trúði því,
er hann sjálfr hélt fram, eftir því, sem söguskáldið seg-
ir. Allir höfum vér setið á þingi með hefndarhug og
ekki svifizt að leggja veglegasta þjóðernismál vort sem
fórn á blótstall drottnunargirninnar, ofríkisins og trú-
arofstœkisins. Svo er frá þessarri ritsmíð hr. E. H.
gengið, að jafnvel Únítara-prestrinn á Gimli segir um
hana í blaði sínu: „Eitgjörð þessi er svo hlutdrœg og
heiftþrungin, að undrum sætir.“
Þótt kaldar gjörist nú kveðjurnar, sem koma „að
heiman“, þá skulum vér kirkjufélagsmenn ekki láta þær
á oss bíta. Meiri menn skulum vér líka vera en svo, að
vér förum að taka undir í sama tón. Eins og á stendr
fyrir oss er um það eitt að gjöra, að vér sjálfir förum
gætilega að, ráðum fram úr vandamálum vorum af sem
mestum hyggindum, hugsum fram í tímann, en látum
ekki augnabliks-œsingar fara með oss í gönur. Með
stilling og þolinmœði skulum vér taka ofsóknum og ill-
yrðum óviðkomandi manna. „Skáldsögur“ þeirra um
oss getum vér látið oss litlu varða, af hve mikilli anda-
gift sem þær kunna að vera samdar. Ekki eigum vér