Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1908, Page 10

Sameiningin - 01.10.1908, Page 10
234 framtíð vora undir kristallskúlum kynjamanna*), heldr undir hyggindum sjálfra vor og náð drottins. * * X Til skilningsauka fyrir menn og svo að fólk síðr láti blekkjast af ósannindum þeim, sem nú eru sögð um síð- asta kirkjuþing, er ef til vill ekki ófyrirsynju að rifja upp sögu þess atriðis skólamálsins, sem nú er verið að gjöra grýlu úr. Það er kennara-embættið við Wesley College, sem er ásteytingarsteinninn. Öðrum þáttum málsins hefir lítið sem ekkert verið hróflað. Hvernig er þá saga Wesley-skóla kennara-fyrirtœk- isins? Það var árið 1900, að mönnum kom það fyrst í hug að byrja framkvæmdir í skólamálinu á þann hátt, að setja sig í samband við einhvern af skólum hinnar lút- ersku kirkju vorrar hér í landi, með því að koma þar að kennara í íslenzkum frœðum. Á kirkjuþingi í Selkirk það ár kom fram tilboð frá Gustavus Adolphus College, tilheyrandi Ágústana-sýnódunni sœnsku og lútersku, um að setja íslenzkt kennara-embætti á stofn hjá sér. Leizt öllum vel á hugmynd þessa, og var nefnd sett af þinginu til að semja við Gust. Ad. College og koma þar á stofn kennara-embættinu og fá séra Friðrik J. Bergmann til að gegna því. En þegar til kom, tókust ekki í það sinn samningar við G. A. College af ástœðum, sem hér þarf ekki að tilgreina, og varð ekki af framkvæmdum það ár. . Næsta sumar (1901) var kirkjuþing haldið á Gimli. Kom þá fram sú tillaga, að kirkjufélagið setti sig í sam- band við ólúterska kirkjulega menntastofnun, Wesley College í Winnipeg, tilheyrandi Meþodistum, og höfðu íslenzkir menn nokkrir í Winnipeg fyrirfram leitað hóf- anna við skólann og fengið að vita, að skólinn myndi fúslega ganga að samningum. En nú byrjar ágrein- ingrinn um fyrirtœki þetta. Nokkur hópr manna mót- *) Sbr. frásögu Einars Hjörleifssonar um spákonuna í ferðapistlum hans í „Norörlandi“.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.