Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 10
18. apríl 2011 MÁNUDAGUR10 10 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R Nýtt lok! Auðvelt að opn a ENGIR TVEIRÍSLENSK A /S IA .I S /V O R 5 35 25 0 4/ 11 PITSUPRINS Konunglegt æði hefur runnið á ófáa áhugamenn um bresku konungsfjölskylduna vegna brúðkaups Vilhjálms bretaprins. Hér má sjá hagan- lega gerða flatböku með andlitum brúðhjónanna. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Bónus er með lægsta verð á páskaeggjum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Kannað var verð í fjórum lágvöru- verðsverslunum og fjórum þjón- ustuverslunum víðs vegar um land- ið, miðvikudaginn 13. apríl. Verð á páskaeggjum lækkaði sums staðar á milli ára, þó ekki hjá Bónus, Krónunni og Samkaupi – Úrvali. Verð hefur lækkað um ell- efu prósent í Nóatúni, átta prósent í Nettó, fimm prósent í Kosti og þrjú prósent í Fjarðarkaupum. Mesta hækkunin var í Hagkaupi, þar sem verð á Freyju fjöreggi án sykurs og Freyju fjöreggi án mjólkur hækkaði um tuttugu prósent. Bónus var með lægsta verðið á þrettán páska- eggjum af 22. Samkaup – Úrval var með hæsta verðið á þrettán eggjum af 22, en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið, eða í átta tilvikum. Mestur verð munur í könnuninni var á páskaeggi númer 7 frá Nóa Síríus, sem var dýrast á 3.289 krónur í Samkaupi – Úrvali en ódýrast á 2.398 krónur í Kosti. Þar er verðmunurinn 891 krónur, eða 37 prósent. Einnig reyndist vera mik- ill verðmunur Páskaeggi númer 3 frá Nóa Síríus, en það var dýrast á 799 krón- ur í Hagkaupum en ódýr- ast á 589 krónur í Bónus. Þar er verðmunur eða 36 prósent. Könnuð voru verð á 22 tegundum af páskaeggjum. - sv Verð á páskaeggjum lækkar á milli ára samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ: Bónus selur ódýrustu páskaeggin PÁSKAEGG Bónus býður lægsta verðið á þrettán af 22 páskaeggjum í könnuninni. TÓKÝÓ, AP Stjórnendur kjarnorkuversins Fuku shima Dai-ichi í Japan telja að það taki sex til níu mánuði að stöðva geislavirknilekann þar og að kæla niður kjarnaofnana. Vonir standa til að eftir það geti þeir tugir þús- unda manna sem þurftu að flýja nærliggjandi svæði af ótta við geislavirkni snúið aftur til heimkynna sinna. Þessi langi tími hefur ekki fallið vel í kramið hjá flóttafólkinu. „Þetta ár er tapað,“ sagði Kenji Matsueda, sem býr í flóttamannaskýli í Fukushima eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt sem er tuttugu kílómetrum frá kjarnorkuverinu. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera. Níu mán- uðir eru langur tími og þetta gæti tekið lengri tíma. Ég held að þeir viti í raun og veru ekki hversu lang- ur tíminn verður.“ Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld í Japan og rekstraraðila kjarnorkuversins, Tokyo Electric Power Company, að leysa úr eftirköstum versta kjarnorkuslyss Japans sem varð 11. mars síðastliðinn. Þá fór rafmagn af í kjarnorkuverinu í Fukushima og kælikerfi þess urðu óstarfhæf eftir að jarðskjálfti skók landið með tilheyrandi flóðbylgju. Til að sýna samstöðu með Japönum heimsótti Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Tókýó í gær og drakk te með keisaranum og keisaraynjunni. Um 28 þúsund manns hafa fund- ist látnir eða er saknað vegna flóðbylgjunnar í land- inu. - fb Stjórnendur kjarnorkuversins í Fukushima lofa betra ástandi í loks ársins: Sex til níu mánuðir í viðbót STÖÐVA GEISLAVIRKNI Starfsmenn kjarnorkuversins í Fukushima reyna að koma í veg fyrir að geislavirknin dreifist út. NOREGUR Tveir Norðmenn voru á fimmtudag dæmdir í 17 og 8 ára fangelsi í tengslum við dauða 26 ára konu í upphafi síðasta árs. Sá sem hlaut styttri dóminn hafði ofsótt konuna lengi og fékk hinn manninn til þess að nema hana á brott. Sá bar fyrir dómi að hafa ætlað að myrða skipuleggj- andann en plastband sem hann brá um háls hennar hertist of mikið og varð henni að aldurtila. Hvorugur var dæmdur fyrir morð af yfirlögðu ráði. Málinu kann að verða áfrýjað. - þj Manndráp í Noregi: Dæmdir í 17 og 8 ára fangelsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.