Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 18. apríl 2011 13 SA vill ráða fjárlögum. SA telur það vera samningsatriði milli atvinnurekenda og ríkisstjórnar hvernig vegagerð skuli háttað í landinu, stóriðju, virkjanafram- kvæmdum, en slíkt skuli ekki ákveðið af fulltrúum sem þjóðin hefur valið í kosningum. ASÍ er að nafninu til með í þess- um kjaraviðræðum en varla sem viðsemjandi heldur fremur eins og barn í forræðisdeilu. Eða kannski er ofmælt að tala hér um „samningsatriði“. SA vill bara ráða þessu. SA telur að ríkis- stjórnin eigi að fara að kröfum sínum um stjórn landsins og hirðir ekkert um lýðræðislegt umboð stjórnarinnar. Talað er um að forsetinn hafi sett stjórn- skipan landsins í uppnám og grafið undan þingræðinu með því að vísa Icesave í dóm þjóðarinn- ar – en hvað má þá segja um það vald sem SA hyggst taka sér yfir því hvernig stjórn landsins skuli háttað? Framganga SA er vitnisburður um þjóðarböl sem við þurfum kannski að fara að ræða meira um og jafnvel að fara að senda menn í meðferð við: Frekju. Frekjusamfélagið Frekjan var helsta hreyfilafl sam- félagsins á árunum upp úr alda- mótum – og systir hennar græðg- in. Frekjan er oflæti á sterum. Frekjan er heimsk. Hún er sið- blind. Hún er ábyrgðarlaus. Hún er bernsk. Frekjan umber ekkert og hatar allt. Hún vegsamar van- þekkinguna og sértúlkunina og sannleikshagræðinguna. Hún er alltaf reið. Hún elskar rifrildið. Henni fylgir fullkomið áhuga- leysi um aðrar hliðar mála en sína eigin og algjört skeytingarleysi um afleiðingar gjörða sinna. Hún hlustar ekki en talar bara, skynj- ar ekki en vill bara. Hún horfir ekki en rótast áfram. Hún skilur ekkert, lærir ekkert, en vex bara upp á ný þar sem hún þrífst og þar sem hún er ekki upprætt. Íslenska bankakerfið dó úr frekju – meðal annars. Það er allt rakið í efnahagslegum og laga- legum þaula í Rannsóknarskýrsl- unni um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna sem nú er einmitt ársgömul. Í tilefni af því afmæli datt mér reyndar í hug að stela hugmynd – og létta mér um leið lífið á sunnu- dagsmorgni – og skrifa pistil undir fyrirsögninni: Lærdómar okkar af Rannsóknarskýrslunni. Og hafa dálkinn auðan. En þá væri ég að svíkjast um. Og kannski væri það ekki alls- kostar sanngjarnt. Hugsið ykkur bara: Útgerðarmenn fá ekki lengur allt sem þeir heimta. Friðrik J. Arngrímsson segir að Jóhanna Sigurðardóttir ráði ekki við starfið sitt – sem er alveg dæmigerður talsmáti frekjunnar – og að hægt sé að leysa deiluna á hálftíma. Hann á við þetta: það tekur enga stund að semja við okkur; það þarf bara að fallast á allar kröfur okkar. Þrátt fyrir allt höfum við nú ríkisstjórn sem ekki tekur með bugti og frukti við fullsömdum frumvörpum um sjávarútvegsmál úr hendi LÍÚ. Kannski að sumir hefðu hugsað fyrir nokkrum árum: Já þetta er satt, það má ekki vera óvissa í greininni. En þeir dagar eru löngu liðnir. Enginn trúir þeim. Útgerðarmenn hafa sjálfir fyrir- gert rétti sínum til prívat-aðgangs að auðlindinni. Við höfum séð of mörg dæmi þess að útgerðar- menn hafa tekið fé út úr greininni sjálfir til að koma í skjól í Tortól- um heimsins, of mikið af hunda- kúnstum í bókfærslu, of mikið af ævintýralegum lántökum með veði í kvóta til að fjárfesta í tómri steypu, eins og blasir við hér um allt. Við höfum séð of mörg dæmi þess að útgerðarmönnum þyki sjálfum ekki vænt um atvinnu- greinina sína. Við höfum séð of mikið af frekju. Fram fjáðir menn… Það er við hæfi á ársafmæli Rannsóknarskýrslunnar um aðdraganda og orsakir hruns- ins að frekjan minni á sig. Alveg í anda aldamótaáranna að útgerðar menn hyggist nú taka allt atvinnulíf landsmanna í gísl- ingu, krefjist þess að ríkið gangi að kröfum um að festa kvótaléns- kerfið í sessi fyrir stjórnlagaþing, og kenna þá kröfugerð sína við „sátt“ og „frið“. Svona töluðu þeir alltaf líka í Sovétríkjunum: í öllum ræðum harðstjóranna þar komu ævinlega fyrir orðin mir og drúsba, „friður“ og „vinátta“. Frekjan snýr ævinlega við merk- ingu orðanna – hún beitir alltaf orðin siðferðislegri misnotkun. Til að fá kröfum sínum fram- gengt um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, svo að þeir megi halda áfram að ausa fé í hver annan og reisa hallir í Konstan- tínópel og fela peninga á Tortóla, eru útgerðarmenn og sendimenn þeirra reiðubúnir að gera hvað sem er – meira að segja hækka kaupið hjá almenningi, sem sýnir hversu örvæntingarfullir þeir eru. Þeir eru meira að segja reiðu- búnir að láta vini sína hjá ASÍ, Gylfa og félaga, ganga í gegnum þá hroðalegustu þraut sem þeir geta hugsað sér og vita ekkert hvernig þeir eiga að komast í gegnum: að fara í verkfall. AF NETINU Stöðugar hótanir Samtök atvinnulífsins og Lands- samband íslenskra útvegsmanna hafa gengið fram af þjóðinni. Mánuðum saman hafa þessi samtök haft upp stöðugar hótanir í garð stjórnvalda, launþegar og reyndar þjóðarinnar allrar. Það er næsta víst að hrokinn og yfirlætið átti stóran þátt í því að þjóðin snerist síðustu vikuna gegn Icesave samningunum í almennri atkvæða- greiðslu og felldi þá með afgerandi mun. www.kristinn.is Kristinn H. Gunnarsson Alls konar fræðingur Ég sjálf hef ýmist kallað mig markaðsfræðing, viðskiptafræðing eða listasögufræðing með starfs- mannastjórnun sem sérgrein (sko, allavega þrísaga). Ég er einnig með ólokið framhaldsnám á meistara- stigi (helv...ritgerðin) og hef tekið fjöldann allan af námskeiðum, m.a. í verslunarstjórnun, alþjóða- fræðum og kerfisfræði. blog.eyjan.is/eyglohardar Eygló Harðardóttir SA telur að ríkisstjórnin eigi að fara að kröfum sínum um stjórn landsins og hirðir ekkert um lýðræðislegt umboð stjórnarinnar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Nafn eins barns á aldrinum 7–9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á UEFA Champions League úrslitaleikinn á Wembley 2011 og fær að leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 14. apríl–15. maí 2011. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í UEFA Champions League úrslitaleiknum á Wembley 28. maí 2011 í London Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is Fjörbrot frekjunnar Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.