Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 12
12 18. apríl 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fyrir nokkrum árum voru Íslendingar fyrirmynd annarra þjóða. Allt stóð í blóma. Djarfir athafnamenn fóru á kost- um á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og sýndu hvers megnugir afkomendur stoltra víkinga voru í viðskiptum. Og það var bara forsmekkurinn af því sem í vænd- um var, sögðu menn. Ísland skyldi verða alþjóðleg fjármálamiðstöð og peningum bókstaflega rigna yfir landslýð. Hér var allt svo frjálst og gott og því óþarfi að læra af öðrum þjóðum, allra síst Norður- landabúum. Við sváfum á verðinum og létum blekkj- ast, mörg hver. Illu heilli. Því svo varð hrun. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Nú „hefur Ísland tekið forystu meðal þjóða heims í baráttu fólks gegn alþjóðlegum fjármálamörkuðum“, segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. „Nú verður horft til Íslands sem fyrirmyndar“, skrifar hann, nú sýnum við heiminum hvernig á að með- höndla ágjarna erlenda fjárplógsmenn. „Afkomendur þeirra, sem fyrir ellefu hundruð árum vildu ekki láta kúga sig í Noregi hafa sýnt hverrar gerðar þeir eru.“ Alltaf fremstir og til fyrirmyndar. Alltaf sér á báti, alveg einstakir. Hinn frjálsi og sjálfstæði Íslendingur lætur enn á ný finna fyrir sér, líkt og hann gerði fyrir ellefu hundruð árum. Líkt og hann gerði í góðærinu mikla á fyrstu árum 21. aldar. Nú snúum við vörn í sókn og ekkert fær stöðvað þjóðina. Enda eru vanir menn í fararbroddi. Í erlendu viðskiptablaði skrifar íslenskur stjórnmálafræðingur að úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þýði að tveir stjórnmálamenn, öðrum fremur, hafi styrkt stöðu sína: Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Odds- son. Ferskir og flekklausir. Nýtt Ísland? Fyrirmyndarþjóðin Við sváfum á verðinum og létum blekkjast, mörg hver. Illu heilli. Því svo varð hrun. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Þjóðmál Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur GLÆSILEGT ÚRVAL FERMINGARGJAFA HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Leðurarmband kr. 7.600 Hlekkir frá kr. 5.500 WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN Hoggið á hnútinn Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, ræddi þær deilur sem staðið hafa um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu í útvarpsviðtali í gær. Friðrik lýsti því svo yfir að lítið mál væri að leysa deiluna um fisk- veiðistjórnunarkefið. Það tæki ekki nema hálftíma ef menn settust bara niður og útfærðu hina svokölluðu samningaleið. Það er auðvitað hárrétt hjá Frið- riki, en gildir það sama ekki um svo til allar aðrar deilur? Ef annar aðilinn einfaldlega gefur eftir tekur nú varla langan tíma að leysa deiluna, er það? Sjaldan veldur einn... Enginn friður virðist þó vera í vændum milli ríkisstjórnarinnar og talsmanna útgerðarinnar ef marka má pillur sem flogið hafa á milli. Þannig beindi Frið- rik spjótum sínum að forsætisráðherra í viðtalinu og sagði hana í starfi sem hún réði ekki við. Seinna í gær birti Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, pistil á vefsíðu sinni þar sem hann sagði að sér virtist eins og gorgeirinn í Friðriki hefði stigið honum til höfuðs og valdið þar skemmdum. Íslendingum fer fátt betur en að rífast um fisk- veiðar. Skrýtnir ráðherrar Ólafur Ragnar Grímsson forseti var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í gær. Bar margt á góma en sérstaka athygli vakti hvernig Ólafur talaði um þá Jan Kees de Jager og Danny Alexander, fjár- málaráðherra Hollands og aðstoðar- fjármálaráðherra Bretlands. Þann fyrri kallaði Ólafur skrýtinn og um þann seinni sagði hann að annað hvort vissi hann ekki mikið um Icesave málið eða þá að hann væri ósvífinn. magnusl@frettabladid.isV inna rannsóknarnefndar Alþingis sem leit dagsins ljós í skýrslunni góðu sem út kom fyrir réttu ári var sannkall- að þrekvirki. Skýrslan er stútfull af upplýsingum. Hún varpar skýru ljósi á allar þær brotalamir sem leiddu til falls íslensku bankanna þegar þær komu saman. Þannig er hún einnig vegvísir varðandi brýnar umbætur sem gera þarf bæði í stjórnsýslu og eftirlitskerfi. Á árs afmæli skýrslunnar er eðlilegt að líta um öxl og velta fyrir sér hversu vel skýrslan hefur verið nýtt. Sömuleiðis liggur beint við að horfa fram á veginn og spá í það hvernig við munum sjá innihald skýrslunnar notað á komandi mánuðum og misserum, ekki síst til að bæta stjórnsýslu og eftirlit með fjármálastofn- unum. Lengi var beðið eftir útkomu skýrslunnar á sínum tíma og sumir óttuðust að afraksturinn yrði máttlítill meðan aðrir bundu vonir við að útkoma hennar myndi marka nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Þegar biðin var á enda kom í ljós að skýrslan stóð svo sannarlega undir væntingum. Þar er gengið hreint til verks og hlutirnir sagðir tæpitungulaust og meira að segja á nokkuð kjarnyrtu máli. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var í raun staðfest með mjög sannfærandi hætti það sem margir höfðu talið og haldið fram, að í aðdraganda hrunsins brást nánast allt sem brugðist gat. Stjórnendur og eigendur bankanna voru engan veginn ábyrgð sinni vaxnir og stjórnsýsla og eftirlitsstofnanir of veikar til að stöðva þá þróun í átt til glötunar sem átti sér stað innan bankanna. Enn sem komið er er ekki hægt að segja að skýrslan hafi markað nýtt upphaf í íslensku samfélagi. Hún hefur þó áreiðanlega verið betur nýtt í stjórnsýslunni en virðast kann í fyrstu. Upplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar voru til dæmis nýttar við undirbúning frumvarps til laga um Stjórnarráð Íslands sem forsætisráðherra lagði fram í vikunni sem leið. Siðareglur ráðherra litu dagsins ljós í síðasta mánuði, svo tvö nýleg dæmi séu tekin af stjórnsýsluumbótum þar sem áhrifa rannsóknarskýrslunnar gætir. Stjórnvöld þurfa að huga að því að miðla með markvissari og skilvirkari hætti til almennings hvar og á hvern hátt skýrsla rann- sóknarnefndar er nýtt við umbætur á stjórnsýslunni. Það er óþarfi að almenningur fái þá tilfinningu að skýrslunni hafi verið stungið undir stól þegar svo er ekki. Rannsóknarskýrslan er viðamikið verk. Hún er að mörgu leyti aðgengilegt plagg ef frá er talin lengdin, sem auðvitað er mikil. Mörgum finnst kannski ekki nægilega mikið hafa breyst á því ári sem liðið er frá því að skýrslan leit dagsins ljós. Áreiðanlega má færa fyrir því rök að umbætur hefðu getað verið hraðari og sýnilegri. Mest er þó um um vert að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis verði áfram virkt afl í umbótum á íslensku samfélagi. Efni hennar og innihald má aldrei falla í gleymsku. Eitt ár frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Vel nýtt eða vannýtt?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.