Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 18
Smáhlutahillur eru mikið þarfaþing enda safnast minjagripir og annað smálegt oftar en ekki upp á heimilum. Í stað þess að dreifa þeim í aðra hverja gluggakistu eða yfir sófaborðið er tilvalið að koma þeim fallega fyrir í fallegri þar til gerðri hirslu uppi á vegg. „Það má segja að þetta sé fjársjóðs- leit okkar að gyðingum búsett- um á Íslandi. Við höfum ferðast víða um heim, í þessum sama til- gangi; að finna gyðinga og tengja þá saman í því samfélagi sem þeir búa í,“ segir Berel Pawzner rabb- ínanemi frá Bandaríkjunum. Hann og félagi hans, Mendy Tzfasman, munu dvelja í tvær vikur á land- inu. Í kvöld leiða þeir kvöldmál- tíð páskahátíðar gyðinga í sal í Reykjavík en máltíðin saman- stendur af matarréttum sem tákna ýmsa þætti í flóttanum úr ánauð gyðinga í Egyptalandi sem segir frá í biblíunni. Við málsverðinn er frásögnin rifjuð upp og á einkum að halda athygli barnanna. „Við komum með fullar tösk- ur af matvælum fyrir helgimál- tíðina, svo sem ósýrt flatbrauð, vínberjasafa og fleira. Við gátum auðvitað ekki komið með kjöt eða slíkar vörur með okkur út af reglugerðinni en við viljum gjarn- an fá gyðinga hérlendis til að sam- einast með okkur í kvöld,“ segir Berel. Hann bendir þeim gyðing- um sem kunna að lesa þetta á að hafa samband í tölvupósti í dag en netfangið er icelandseder@gmail. com. „Við höfum þegar fundið nokkra gyðinga en við teljum að þeir séu mun fleiri en vitað er um. Við viljum hitta þá og styðja and- lega og styrkja samfélag þeirra á Íslandi. Það skiptir engu máli hversu marga við finnum, hver manneskja sem við rekumst á er demantur,“ segir Berel, en þeir félagar nota ekki bara inter netið í leit sinni heldur ganga þeir um götur bæjarins, kíkja inn í versl- anir og spyrja fólk hvort það viti um gyðinga búsetta hérlendis. Þeir hvetja fólk til að hafa sam- band við sig í gegnum tölvu- póstinn. juliam@frettabladid.is Gyðingar á Íslandi sameinist Berel Pewzner og Mendy Tzfasman, bandarískir rabbínanemar, dvelja hér á landi í tvær vikur í þeim tilgangi meðal annars að finna gyðinga á Íslandi. Í dag munu þeir leiða kvöldmáltíð páskahátíðar gyðinga. Berel Pewzner og Mendy Tzfasman dvelja hér í tvær vikur, bæði til að leiða aðalpáskamáltíð gyðinga og til að tengja saman gyðinga búsetta hérlendis. MYND/ÚR EINKASAFNI Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja GLEÐILEGT SUMAR MEÐ 10% 25% Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ............................. ................................. ............................. ................................. ........................... HELLUBORÐ MEÐ SNERTIROFUM: ............................ ............................. .................. .......................... ........................ ELBA Ofnar Á VÖNDUÐUM ÍTÖLSKUM TÆKJUM ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÚRVALINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.