Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 40
18. apríl 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is HILDUR SIGURÐARDÓTTIR skrifaði í gær undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir KÖRFUBOLTI Bikarmeistaralið KR er einu skrefi frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum í Ice- land Express deild karla eftir 101- 81 sigur liðsins gegn Stjörnunni í þriðju viðureign þeirra í úrslitum. Staðan er 2-1 fyrir KR og næsti leikur fer fram á morgun, þriðju- dag, á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði. Jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik en sjálfstraust leikmanna Stjörnunnar var ekki til staðar í síðari hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 27 stig gegn 45 stigum KR-inga. Marcus Walker er ekki stærsti körfuboltamaður í heimi og það að vera stór er víst það eina sem ekki er hægt að kenna í þessari ágætu íþrótt. Walker er hins vegar með stórt hjarta og hraða sem fáir geta státað af og í gær var þessi magn- aði bandaríski bakvörður sá leik- maður sem Stjörnuliðið náði ekki að höndla. Sveiflurnar í leiknum í gær voru eins og íslenska veðrið. Stjarnan náði mest 14 stiga for- skoti í fyrsta leikhluta. Aðeins tvö stig skildu liðin að í hálfleik, 56-54, en í þriðja leikhluta tók Walker til sinna ráða og lék varnarleik sem fáir geta leikið eftir – og bakverð- ir Stjörnunnar litu alls ekki vel út gegn Walker. Þeir voru einfaldlega orðnir hræddir við hinn ofurhraða Walker og hann efldist bara þegar hann sá óttann í augum Stjörnu- manna. Það var allt annar bragur á liði Stjörnunnar í fyrri hálfleik gær – sjálfstraustið til staðar, og menn með bros á vör í leikmannakynn- ingunni. Engin pressa og Teit- ur Örlygsson hefur eflaust lagt áherslu á að leikmenn gæfu sér tíma til þess að soga í sig stemn- inguna, njóta augnabliksins og framkvæma í stað þess að hugsa. Það gerðu þeir í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. „Við hrukkum heldur betur í gír- inn í þriðja leikhlutanum,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Við fórum að spila þann varnar- leik sem við viljum sýna og þeir áttu fá svör. Í þriðja leikhluta small allt saman. Okkur leið nákvæmlega svona eftir fyrsta leikinn en þá fórum við í Ásgarð- inn og töpuðum. Menn verða að vera einbeittir og mæta rétt inn- stilltir í næsta leik, okkur langar meira í þennan titil,“ sagði Hrafn. DHL-höll KR-inga virðist vera ókleifur múr fyrir Stjörnuna og þann vegg þarf liðið að klífa ef það ætlar sér að verða Íslandsmeistari – svo einfalt er það. Lykilmaður á borð við Justin Shouse getur ekki leyft sér að skora 12 stig í slíkum leikjum en hann var ólíkur sjálf- um sér í gær. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en áttum aldrei séns í þeim síðari,“ sagði Teitur Örlygs- son, þjálfari Stjörnunnar. „Það er erfitt að verjast KR í þessum ham þegar nánast allt liðið er í villu- vandræðum. Við fáum ekkert annan séns, við verðum að vinna næsta leik.“ - seth, sáp Walker ræður ferðinni KR-ingar eru einu skrefi frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum í Iceland Ex- press deild karla eftir 101-81 sigur gegn Stjörnunni. Magnaður varnarleikur hjá KR-ingnum Marcus Walker. KR fékk aðeins 27 stig á sig í síðari hálfleik. Iceland Express deild karla LOKAÚRSLIT KR - Stjarnan 101-81 (56-54) Stig KR: Marcus Walker 33, Brynjar Þór Björnsson 18, Pavel Ermolinskij 16 (13 frák.), Hreggviður Magnússon 13, Finnur Atli Magnússon 8 (8 frák.), Ágúst Angantýsson 4, Ólafur Már Ægisson 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 1. Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 15 (8 frák.), Renato Lindmets 14 (7 frák.), Jovan Zdravevski 13, Justin Shouse 12, Fannar Freyr Helgason 12, Guðjón Lárusson 9, Daníel G. Guð- mundsson 6. KR leiðir einvígið, 2-1. Næsti leikur liðanna verður í Ásgarði annað kvöld kl. 19.15. Enska úrvalsdeildin Birmingham - Sunderland 2-0 1-0 Sebastian Larsson (41.), 2-0 C. Gardner (66.) Blackpool - Wigan 1-3 0-1 Hugo Rodallega (3.), 0-2 Charles N’Zogbia (45.), 0-3 Neil Eardley, sjálfsm. (66.), 1-3 DJ Campbell (83.) Everton - Blackburn 2-0 1-0 Leon Osman (54.), 2-0 L. Baines, víti (75.). West Brom - Chelsea 1-3 1-0 Peter Odemwingie (17.), 1-1 Didier Drogba (22.), 1-2 Salomon Kalou (26.), 1-3 Frank Lampard (45.). West Ham - Aston Villa 1-2 1-0 Robbie Keane (2.), 1-1 Darren Bent (36.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (90.) Arsenal - Liverpool 1-1 1-0 R. Van Persie, víti (90.), 1-1 D. Kuyt, víti (90.) STAÐAN Man. United 32 20 9 3 70-32 69 Arsenal 32 18 9 5 63-31 63 Chelsea 32 18 7 7 58-26 61 Man. City 32 16 8 8 50-30 56 Tottenham 31 14 11 6 44-36 53 Liverpool 33 14 7 12 46-39 49 Everton 33 11 14 8 47-41 47 Bolton 32 11 10 11 46-43 43 Aston Villa 33 10 10 13 42-54 40 Newcastle 32 10 9 13 48-47 39 West Brom 33 10 9 14 47-62 39 Fulham 32 8 14 10 36-35 38 Stoke City 32 11 5 16 39-42 38 Birmingham 32 8 14 10 33-43 38 Sunderland 33 9 11 13 35-47 38 Blackburn 33 9 8 16 40-54 35 Wigan 33 7 13 13 32-53 34 Blackpool 33 9 6 18 47-69 33 West Ham 33 7 11 15 39-58 32 Wolves 32 9 5 18 36-56 32 Enska bikarkeppnin UNDANÚRSLIT Manchester City - Manchester United 1-0 1-0 Yaya Touré 65. Bolton - Stoke 0-5 0-1 Matthew Etherington 10., 0-2 Robert Huth 16., 0-3 Kenwyne Jones 29., 0-4 Jonathan Walters 68., 0-5 Jonathan Walters 80. Spænska úrvalsdeildin Real Madrid - Barcelona 1-1 0-1 L. Messi, víti (52.) 1-1 C. Ronaldo, víti (82. ) Þýska úrvalsdeildin Hoffenheim - Frankfurt 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á í upphafi síðari hálfleiks í liði Hoffenheim og lék í 45 mínútur. ÚRSLIT HANDBOLTI „Þetta er versti leik- ur liðsins undir minni stjórn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari deildarmeistaraliðs Akureyrar, eftir 31-23 tap liðsins gegn HK í undanúrslitum N1-deildar karla á laugardaginn. HK hafði mikla yfirburði í leiknum, jafnaði metin í einvíginu í 1-1 og úrslitin ráð- ast því í oddaleik sem fram fer í kvöld. Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik í liði HK og skor- aði alls 7 mörk. Fram náði einnig að knýja fram oddaleik með því að leggja FH naumlega 27-26 í Safamýrinni á laugardag. FH-ingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en með góðum leikkafla náðu heima- menn að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik og lokakafli leiksins var spennandi. Andri Berg Haraldsson skoraði 9 mörk fyrir FH. - seth HK og Fram tryggðu oddaleik: Háspenna í N1-deild karla SJÖ MÖRK Ólafur Bjarki Ragnarsson var öflugur í liði HK. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HINGAÐ OG EKKI LENGRA Marcus Walker tók Justin Shouse úr sambandi í seinni hálfleik viðureignar KR og Stjörnunnar í gær- kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.