Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 2
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR2 KJARAMÁL Þátttaka félagsmanna í stéttarfélögunum í atkvæða- greiðslu um nýgerða kjarasamn- inga er á vef Alþýðusambandsins víðast hvar sögð vera þokkaleg. „Í stærstu félögunum hafa á milli 20 til 30 prósent félags- manna greitt atkvæði,“ segir á vef ASÍ. Í mörgum félögum átti atkvæðgreiðslunni að ljúka í gær- kvöldi, en annars staðar á hádegi í dag. Niðurstaða á svo að liggja fyrir klukkan fjögur síðdegis. „Og þá kemur í ljós hvort samn- ingarnir frá 5. maí hafa verið samþykktir eða þeir felldir.“ - óká Kosningu lýkur á hádegi: Niðurstaða í dag um nýja kjarasamninga DÓMSMÁL Fjögur vitni hafa þegar gefið skýrslu fyrir dómi í svoköll- uðu Exeter-máli, fyrsta ákærumáli sérstaks saksóknara, jafnvel þótt aðalmeðferð hefjist ekki fyrr en eftir helgi. Málið er höfðað á hendur Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Ragn- ari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs. Þeim er gefið að sök að hafa selt félaginu Exeter Holding stofnfjárbréf gegn ólögmætu láni frá sjóðnum með til- heyrandi tjóni fyrir hluthafa. Þetta eiga þeir að hafa gert með aðstoð Styrmis Þórs Bragasonar, þáver- andi forstjóra MP banka. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í brotum tví- menninganna og peninga- þvætti. Fjögur vitni, sem ekki kom- ast í aðalmeð- ferðina sem hefst í næstu v i k u , gá fu skýrslu við fyrirtöku í málinu á föstudaginn var. Þetta voru Jökull Mar Pétursson, frá áhættustýr- ingu Byrs, Jakob K. Kristjánsson, sem átti Tæknisetrið Arkea, síðar Exeter Holding, með Ágústi Sindra Karlssyni, Bjarni Þór Þórólfsson útibússtjóri, sem átti hlut í félaginu Húnahorni, sem seldi stofnfé til Exeter, og Birgir Ómar Haralds- son, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr sem seldi Exeter bréf sín. Aðalmeðferð málsins stendur frá mánudeginum næsta og fram á miðvikudag. Þar verða tekn- ar skýrslur af sakborningunum þremur og 22 vitnum til viðbótar. - sh Fjögur vitni af 26 í fyrsta ákærumáli sérstaks saksóknara hafa lokið sér af fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur: Vitnaleiðslur eru hafnar í Exeter-málinu JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON RAGNAR Z. GUÐJÓNSSON STYRMIR ÞÓR BRAGASON SLYS Karlmaður um sextugt slas- aðist alvarlega við störf sín hjá BM Vallá síðdegis á mánudag þegar hönd hans festist í renni- bekk. Maðurinn hlaut mjög alvarlega áverka og gekkst undir aðgerð á Landspítalanum um kvöldið. Honum var í gær haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild spít- alans. Vinnueftirlitið rannsakar málið en veitir ekki upplýsingar um það að svo stöddu. Hilmar Ágústsson, fram- kvæmda stjóri BM Vallár, vildi ekki tjá sig um slysið í gær, en sagði þó að þegar mál af þessu tagi kæmu upp væri farið yfir öryggismál hjá fyrirtækinu. - sh Festi hönd í rennibekk: Haldið sofandi eftir vinnuslys BANDARÍKIN, AP Í gær höfðu fund- ist 117 lík í rústum bæjarins Joplin í Missouri. Sautján manns höfðu bjargast úr rústunum, en áfram var leitað í von um að fleiri fyndust á lífi. Skýstrókurinn, sem fór ham- förum í þessum 50 þúsund manna bæ á sunnudag, lagði þúsundir íbúðarhúsa í rúst. Annað eins tjón hefur ekki orðið af völdum ský- stróks í Bandaríkjunum síðan 1953. Barack Obama Bandaríkjafor- seti ávarpaði íbúana í gær frá London og sagðist ætla að gera sér ferð til Joplin á sunnudag, þegar hann verður kominn heim úr Evrópureisu sinni. - gb Skýstrókur lagði bæ í rúst: Leitað að lífs- marki í Joplin SJÁVARÚTVEGUR Velta tæknifyrir- tækja sem tengjast sjávarútvegi nam 26 milljörðum króna í fyrra. Þetta eru tæp tíu prósent af heild- arumfangi sjávarútvegsfyrir- tækja á sama tíma. Þetta kom fram í máli Lindu Bjarkar Bryndísardóttur verk- efnisstjóra þegar hún kynnti í gær fyrstu niðurstöður af umfangi íslenska sjávarklasans svokall- aða. Með sjávarklasanum er átt við öll þau fyrirtæki sem tengj- ast sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti. Sjávarklasinn er sjálfstætt fyrir bæri, sprottið upp úr doktors- verkefni Þórs Sigfússonar, fyrr- verandi forstjóra trygginga- félagsins Sjóvár. Hann hefur upp á síðkastið unnið að því að ljúka doktorsnámi í alþjóðaviðskipt- um við Háskóla Íslands. Í verk- efninu skoðar Þór hvernig frum- kvöðlar nýta tengslanet sitt til að styrkja fyrirtækin. Öðru máli gegnir um fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi. „Tæknifyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi eiga ekki í miklum samskiptum hvert við annað. Þau eiga í nánum tengslum við nokk- ur sjávarútvegsfyrirtæki sem eru þeirra helstu kúnnar. Mun nán- ari samvinna er hjá fyrirtækjum í leikjaiðnaði,“ segir Þór og telur mikil verðmæti geta falist í því að auka samstarf ólíkra fyrirtækja innan sjávarútvegsklasans. Verkefnin fram undan tengd klasanum felast í því að kort- leggja umfang sjávarútvegsins og skoða hvaða fyrirtæki tengj- ast honum. Nú þegar liggur fyrir að sjö hundruð fyrirtæki starfa í sjávarútvegsklasanum og eru starfsmenn þeirra ríflega tólf þúsund talsins. Óbein störf eru um átján þúsund. Þar af eru starfsmenn fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegsfyrirtækj- um um þúsund og flestir tækni- menntaðir. Þá kemur fram í niðurstöðunum að málmsmíði og tengdur iðnað- ur eigi mest undir viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki, eða 51 prósent. Hlutdeild umboðsversl- unar er tæplega helmingi minni. Á eftir fylgja orkufyrirtæki og fyrirtæki í samgöngum og flutn- ingastarfsemi. jonab@frettabladid.is Kortleggja fyrirtæki í sjávarútveginum Þrátt fyrir mikið umfang íslensks sjávarútvegs í efnahagslífinu starfa fyrirtæki sem vinna með þeim hvert í sínu horni. Auka má verðmæti með samvinnu fyrirtækja. Unnið er að því að kortleggja hvaða fyrirtæki tengjast sjávarútvegi. SJÁVARKLASINN KYNNTUR Í SJÓMINJASAFNI Fyrstu niðurstöður í könnun á því hvaða fyrirtæki tengjast sjávarútveginum liggja fyrir. Svo virðist sem fyrirtækin vinni lítið saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég spái því að næsta heimskreppa verði ekki bankakreppa heldur matvælakreppa. Í því felst að nýta auðlindir landsins til sjávar og sveita, hugsa þvert á atvinnugreinar, tengja saman fiskeldi og sjávarútveg og auka verðmæti útflutnings,“ segir Stefanía Karlsdóttir, eigandi Íslenskrar matorku á Reykjanesi. Fyrirtækið vinnur að því að byggja upp þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð þar sem afurðir verði fullnýttar með hjálp ýmissa geira. Stefanía vísaði til þess að Danir hafi í sama tilgangi markað sér stefnu til framtíðar sem felist í því að auka fiskeldi verulega á næstu árum. Lítið fari hins vegar almennt fyrir stefnumörkun hér. „Stjórnvöld verða að marka stefnuna svo við getum gengið í sömu átt,“ sagði hún. Mikilvægt að vinna saman Tryggvi, varstu ekki hræddur um að missa andlitið? „Nei, því við svona aðstæður er mikilvægt að halda andlitinu.“ Þrjú bein brotnuðu í andliti Tryggva Guð- mundssonar, leikmanns ÍBV, þegar hann lenti í samstuði við leikmann Keflavíkur á sunnudag. FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti telur nauðsynlegt að ríki heims sameinist um að setja reglur fyrir notkun internetsins. Hann von- ast til að leiðtogar G8-ríkjanna taki undir með honum á tveggja daga fundi þeirra, sem hefst í Frakklandi í dag. Hann segist gera sér grein fyrir að með þessu taki hann áhættu, ekki síst nú þegar óheft net- notkun hefur meðal annars sýnt gildi sitt við að örva og styrkja uppreisn almennings gegn harðstjórn víða í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austur landa. Auk þess hafi leiðtogar G8-ríkjanna ýmislegt annað að ræða, nú þegar glímt sé við heims- kreppu, endurmeta þurfi kjarnorkuvinnslu í kjöl- far náttúruhamfaranna í Japan og takast þurfi með einhverjum hætti á við breytingarnar í arabaheiminum. Engu að síður leggur Sarkozy áherslu á að finna þurfi jafnvægi milli sköpunargleði netverja, sem feli í sér óendanlega hagvaxtarmöguleika, og rétt- inda sem þurfi að verja. Nefnir hann þar persónu- vernd, barnavernd og höfundavernd. - gb Nicolas Sarkozy undirbýr leiðtogafund G8-ríkjanna í Frakklandi á morgun: Vill reyna að hemja internetið NICOLAS SARKOZY Staðráðinn í að fara gegn straumnum. NORDICPHOTOS/AFP Allir á löglegum hraða Allir ökumenn óku á löglegum hraða þegar lögreglan var við mælingar á Háaleitisbraut í Reykjavík í fyrradag. Á einni klukkustund, eftir hádegi, var fylgst með 271 ökutæki og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 50 km hámarkshraði. LÖGREGLAN EGYPTALAND, AP Hosni Mubarak verður dreginn fyrir dómara í Egyptalandi vegna dauðs- falla sem urðu þegar öryggis- sveitir lands- ins skutu á mótmælendur. Aðalsaksókn- ari landsins hefur tekið ákvörðun um þetta. Mubarak hefur einnig verið ákærður ásamt tveimur sonum sínum og nánum sam- starfsmanni fyrir að hafa mis- notað völd sín til að safna sér fé. Mubarak hraktist úr embætti forseta Egyptalands í febrú- ar eftir fjöldamótmæli gegn honum, sem höfðu þá staðið í átján daga. Samkvæmt athugun stjórn- valda létu að minnsta kosti 846 mótmælendur lífið. - gb Aðalsaksóknari Egyptalands: Mubarak fer fyrir dómstól HOSNI MUBARAK SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.