Fréttablaðið - 25.05.2011, Side 12
25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR12
HugurAx kynnir
Dynamics AX Retail
Hótel Hilton Nordica, föstudaginn 27. maí
frá kl. 08:00 - 11:00
Dagskrá
Húsið opnar
Kjarngóður morgunmatur að hætti hússins frá 8 - 8:30
HugurAx býður góðan dag
Jón Helgi Einarsson - framkvæmdastjóri HugarAx
AX Retail í stuttu máli
Elín Margrét Lýðsdóttir - ráðgjafi hjá HugAx
AX Retail - forskot til framtíðar
Kim Guldager - Solutions Sales Specialist hjá Microsoft
Verslunarlausnir fyrir íslensk fyrirtæki
Valgeir Smári Óskarsson - hugbúnaðarsérfræðingur hjá HugAx
Lausnir á lausnir ofan
Hrólfur P. Eggerz - ráðgjafi hjá LS Retail
Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 545 1000
eða senda tölvupóst á edda@hugurax.is
Hlökkum til að sjá þig
REYKJAVÍKURBORG „Þetta var óheppilega
orðað í bréfi mínu til borgarinnar,“ segir
Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri hönnun-
ardeildar Listaháskóla Íslands, sem verst
nú kröfu borgarinnar um að endurgreiða
500 þúsund króna styrk sem hún fékk í
fyrra til að skapa farveg fyrir unga fata-
hönnuði.
Menningarsvið borgarinnar efaðist um
að styrkurinn hefði farið í tilætlað verk-
efni og vildi fá peningana til baka en Linda
segir það alrangt og að hún hafi nú sent
borginni nauðsynleg gögn um málið. Féð
hafi þó ekki endað í Fataversluninni Kiosk,
eins og skilja mátti af fyrra bréfi Lindu til
borgarinnar. Það bréf hafi verið óheppilega
orðað. Hið rétta sé að tvær stúlkur sem
tóku þátt í verkefninu sem styrkt var hafi
síðan komið að stofnun Kiosk. Sjálf tengist
Linda versluninni ekki.
Þá segist Linda hafa varið um 300
klukkustundum af eigin tíma endur-
gjaldslaust í umrætt verkefni. Hún hafi
af óeigingirni reynt af fremsta megni
að styðja við bakið á nemendum sínum í
fatahönnun.
„Allir þessar peningar og miklu meira
til fóru í verkefnið. Þetta mál verður tekið
fyrir á næsta fundi menningarráðs. Ef
niðurstaðan verður sú að ég eigi að endur-
greiða þennan styrk þá geri ég það,“ segir
Linda Björg Árnadóttir. - gar
Fatahönnuður segist hafa orðað skýringar til borgarinnar í styrkjamáli óheppilega:
Endurgreiðir ákveði borgin það
LINDA BJÖRG
ÁRNADÓTTIR
Fagstjóri fatahönn-
unardeildar Listahá-
skóla Íslands.
MALTA Fyrir utan Páfagarð eru
hjónaskilnaðir einungis bannaðir
í tveimur löndum heims, á Filipps-
eyjum og á Möltu. Bæði þessi lönd
eru að miklum meirihluta byggð
kaþólsku fólki.
Maltverjar hafa tækifæri til
þess að breyta þessu nú á laugar-
daginn, þegar gengið verður til
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Samkvæmt skoðanakönnunum er
hins vegar mjótt á mununum og
vel hugsanlegt að tillagan verði
felld.
Þjóðernisflokkurinn, sem hefur
stjórnað landinu nánast samfleytt
síðustu áratugina, er andvígur
breytingunni. Verkamannaflokk-
urinn, sem er í stjórnarandstöðu,
segist hins vegar hlutlaus.
Einungis þessir tveir flokkar
eru á 69 manna þingi landsins,
en þriðji flokkurinn, Lýðræðis-
legur valkostur, sem náði ekki inn
manni á þing í síðustu kosning-
um, hefur lengi barist fyrir því að
hjónaskilnaðir verði leiddir í lög á
Möltu.
Lawrence Gonzi forsætisráð-
herra ákvað í sumar sem leið að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið eftir að þingmaður
í flokki hans hafði lagt fram á
þingi frumvarp um lögleiðingu
hjónaskilnaða.
Skoðanakannanir sýna að meiri-
hluti Maltverja vill þjóðarat-
kvæðagreiðslu, enda hefur málið
verið endalaust tilefni til harðvít-
ugra deilna árum og jafnvel ára-
tugum saman.
Nokkuð traustur meirihluti
mældist síðastliðið sumar fyrir
því að skilnaðir yrðu leiddir í
lög. Um það bil helmingur kjós-
enda Þjóðernisflokksins vildi þá
samþykkja hjónaskilnaði og þrír
fjórðu kjósenda Verkamanna-
flokksins voru málinu einnig
fylgjandi.
Í nýjustu skoðanakönnunum
hefur fylgið hins vegar snar-
minnkað og einungis naumur meiri-
hluti mælist. gudsteinn@frettabladid.is
Ákveða hvort
leyfa skuli
hjónaskilnaði
Hart er deilt á Möltu um hvort leyfa eigi hjónaskiln-
aði á þessari 400 þúsund manna eyju í Miðjarðar-
hafinu. Greidd verða atkvæði um málið á laugardag.
Mjótt er á munum ef marka má skoðanakannanir.
Samkvæmt lögum á Möltu geta
hjón ekki fengið skilnað, hvort
sem hjónaband þeirra er kirkjulegt
eða borgaralegt. Þrátt fyrir það
geta maltversk hjón fengið hjá
stjórnvöldum þar löglega stað-
festingu á hjónaskilnaði, en þá
þurfa þau fyrst að leggja á sig
ferðalag til annars lands og fá
skilnað þar.
Tveir aðrir kostir standa þeim
Maltverjum til boða sem vilja
skilja við maka sinn. Annar er sá
að skilja að borði og sæng, en
þá eru viðkomandi áfram hjón
að lögum þótt þeim beri ekki
lengur skylda til þess að búa á
sama stað. Hinn kosturinn er að fá
hjónabandið ógilt, en það hentar
ekki öllum því þá er farið með
réttindi þeirra eins og þau hafi
aldrei verið gift, jafnvel þótt þau
eigi saman bæði börn og hús og
aðrar eignir.
Fara úr landi
HERMAN VAN ROMPUY OG LAWRENCE GONZI Forsætisráðherra Möltu tók á móti
forseta leiðtogaráðs ESB fyrir nokkrum vikum, en Malta er eina aðildarríki ESB sem
leyfir ekki hjónaskilnaði. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Nær þriðjungur fram-
bjóðendanna í dönsku þingkosn-
ingunum hefur áður verið virkur
í öðrum flokkum. Þótt Ny Alli-
ance og Liberal Alliance hafi
valdið miklum hrókeringum á
miðjunni hafa flestar orðið milli
annarra og eldri flokka. Þetta
kemur fram í könnun á vegum
Ugebrevet A4.
Af þeim 165 sem skipt hafa um
flokk eru þeir sem voru rauðir
en eru orðnir bláir í meirihluta.
Flestir halda sig innan sömu hug-
myndafræðilegu blokkar. - ibs
Danskir þingframbjóðendur:
Þriðji hver
skipti um flokk
VIÐSKIPTI Ágúst Einarsson hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér
til áframhaldandi stjórnarfor-
mennsku í Framtakssjóði Íslands
næsta starfsár, að því er fram
kemur í tilkynningu.
Aðalfundur sjóðsins verður
haldinn á morgun. Ný stjórn
verður kjörin á fundinum.
Ágúst hefur verið formaður
sjóðsins frá upphafi, en sjóður-
inn er í eigu lífeyrissjóða auk
Landsbanka Íslands og VÍS.
- óká
Aðalfundur á fimmtudag:
Ágúst Einars-
son úr stjórn
BELGÍA, AP Yves Leterme,
sem er forsætisráðherra
Belgíu til bráðabirgða,
segir að nú megi ekki
dragast lengur að fá nið-
urstöðu í stjórnarmynd-
unarviðræður.
Markaðir eru farnir að
missa trúna á efnahagslíf
Belgíu vegna þess að leið-
togum stjórnmálaflokka
landsins hefur enn ekki
tekist að mynda stjórn,
þótt brátt sé liðið heilt
ár frá því þingkosningar
voru haldnar.
„Við verðum að hraða
viðræðunum og gera
umheiminum ljóst hvern-
ig við ætlum að haga
fjármálastjórninni,“
sagði Leterme. - gb
Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn í heilt ár:
Markaðir missa trúna á
efnahagslífið í Belgíu
YVES LETERME
GENGIÐ 24.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,3735
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,33 116,89
187,97 188,89
163,96 164,88
21,986 22,114
20,866 20,988
18,389 18,497
1,4219 1,4261
184,13 185,23
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR