Fréttablaðið - 25.05.2011, Side 16

Fréttablaðið - 25.05.2011, Side 16
16 25. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ófáum mannslífum hefur verið bjargað af starfsfólki heilbrigðiskerfisins með þeirri einföldu aðferð að spyrja fólk hvort það stundi einhvern áhættulifnað, reyki, noti vímuefni í óhófi eða éti rusl(fæði). Spurningar um slíka þætti eru víða sjálf- sagðar í heilbrigðiskerfi Vestur- landa og reynslan er alls staðar sú sama. Það er enginn sem móðgast við slíkar spurningar, þær eru bara eðlilegur og sjálf- sagður hluti af því ferli að heil- brigðisstarfsmaður geti myndað sér þá heildstæðu skoðun sem nauðsynleg er til að rétt sé tekið á vanda viðkomandi einstaklinga. Allt of margir einstaklingar í íslensku samfélagi hafa orðið fyrir ofbeldi, m.a. af hendi ein- hvers nákomins. Slíkt ofbeldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæð- um og leiða til kvilla og verkja sem engar skynsamlegar ástæður virðast vera á bak við. Til þess að komast að þess- ari rót vandans þarf að beita sömu aðferð og varðandi reykingar, það þarf að spyrja. Þetta hefur lengi verið vitað en þrátt fyrir það er það ekki nema á einstaka stöðum eða undir vissum kringumstæðum sem fólk er spurt. Ástæðurnar eru nokkrar og meðal annars er um að ræða sömu ástæðu og hindraði í nokkur ár að farið væri að spyrja um reykingar. Óttinn við að móðga, að verið væri að fara inn á svið sem væri einka. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með að spyrja skjól- stæðinga um reynslu af ofbeldi hafa niðurstöður þó alltaf verið þær sömu. Fólk tekur þessum spurningum á sama hátt og öðrum spurningum starfsfólks, sem til- raun til að finna hvað sé að, hvað beri að gera. Aftur og aftur birtast okkur kannanir og rannsóknir sem sýna að afar margir Íslendingar hafa orðið fyrir ofbeldi. Margir þeirra leita sí og æ til heilbrigðisþjónust- unnar með óljós einkenni án þess að fá nokkra bót. Það er mikilvægt fyrir þessa einstaklinga og það er mikilvægt fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild að gripið sé til þess ráðs sem dugar til að fá orsökina upp á yfirborðið. Það þarf að sjá til þess að starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar geti spurt skjólstæðinga sína um reynslu af ofbeldi. Ofbeldi Ingólfur V. Gíslason dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands HALLDÓR Slíkt of- beldi getur skilið eftir sig ósýnileg sár sem árum saman spilla lífsgæðum … Ómaklegt Brynjar Níelsson lögmaður skrifar snöfurlegan pistil á Pressuna um hversu ómaklegt það sé að spyrða fólk við skuldbindingar maka þess. Hann tekur sem dæmi Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, sem legið hefur undir ámæli vegna kúlulána eigin- manns síns, Kristjáns Arasonar. Það þykir Brynjari vond latína og spyr hvers vegna femínista- og kvenréttindasamtök hafi ekki komið Þorgerði til varnar. „Félagsmenn þessara ágætu samtaka telja greini- lega ekkert athugavert við það að reynt sé að veikja stöðu kvenþing- manns með því að draga fram skuldir félags í eigu eiginmanns hennar sem hún ber enga ábyrgð á.“ Hjá því verður ekki horft … Ekki eru allir sammála Brynjari um að Þorgerður Katrín beri enga ábyrgð á skuldum eiginmanns síns. Þeirra á meðal er Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, sem sagði á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra: „Hjá þeirri staðreynd verður ekki horft að minn elskulegi eiginmaður – og þar með ég sjálf með einum eða öðrum hætti – stöndum í eitt þúsund og sjöhundruð milljón króna skuld við kröfuhafa lána sem við tókum.“ Vísindunum fleygir fram Þegar Eyjafjallajökull gaus í fyrra spurðu erlendir fjölmiðlar forseta Íslands hvaða áhrif mætti búast við að gosið hefði. „Samanlögð þekking vís- indasamfélagsins gæti ekki svarað þessari spurningu,“ svaraði Ólafur. Í gær spurðu erlendir fjölmiðlar sömu spurningar. „Þetta verður ekki í líkingu við það sem gerðist í fyrra,“ var svarið nú. Einhver hefur skráð sig í jarðfræði 101 í millitíðinni. bergsteinn@frettabladid.is Hjúkrun og ofbeldi Hilludagar í maí Brautarholti 26 • 105 Reykjavík sími 511 1100 20% afmælis- afsláttur G osið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Trufl- un á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra; aðeins um 500 flugferðum af um 30.000 á svæði evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol var aflýst. Í fyrra var tugum þúsunda flugferða aflýst og áhrifin á rekstur einstakra flugfélaga og raunar heilu hagkerfin voru umtalsverð. Þær deilur, sem fram hafa farið bæði hér heima og í nágrannaríkj- unum um réttmæti þess að loka loftrými vegna ösku frá eldfjallinu eru athyglisverðar. Í Fréttablaðinu í gær gagnrýndi Jónas Elíasson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að flugbannið á Íslandi væri alltof víðtækt og sagði um of byggt á spám öskumiðstöðvarinnar VAAC í Bretlandi, í stað þess að gera raunverulegar mælingar hér á landi. Fleiri, bæði vísinda- og leikmenn, hafa tekið undir þessa gagnrýni. Á móti bendir Isavia, sem rekur flugvellina, á að spá VAAC byggi að hluta til á gögnum, sem safnað sé hér á landi og hættulegt sé að treysta um of á staðbundnar mælingar. Á Bretlandseyjum var deilt hart á ákvarð- anir flugmálayfirvalda um að loka flugvöllum. Sérstaklega var gagn- rýnin frá lággjaldaflugfélaginu Ryanair harkaleg, en félagið sendi vél án farþega í loftið til að kanna hvort aska hefði einhver áhrif á hana. Svo reyndist ekki vera, en deilt er um hvort hún hafi í raun flogið um þau svæði, þar sem talið var að askan væri þéttust. Fyrir liggur að flugmálayfirvöld og flugfélög í Evrópu hafa lært mikið af Eyjafjallajökulsgosinu í fyrra, hvað varðar skilyrði fyrir því að loka loftrými fyrir umferð, raunveruleg áhrif ösku á hreyfla og skrokk flugvéla og síðast en ekki sízt hvernig leyst er úr vanda farþega. Þó er margt órannsakað og ýmsar þær aðgerðir, sem ákveð- ið var að grípa til í framhaldi af gosinu í Eyjafjallajökli, voru ekki komnar til framkvæmda og reynir því ekki á þær að þessu sinni. Þó er óhætt að fullyrða að lokanir nú hafa ekki verið eins víðtækar og þær hefðu verið ef reynslan af gosinu í fyrra hefði ekki komið til. Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, hafa þrýst á að Evrópusam- bandið hraði áformum sínum um samræmda flugumferðarstjórn í Evrópu til að koma í veg fyrir misvísandi ákvarðanir um opnun og lokun loftrýmis og flugleiða, sem juku enn á ringulreiðina í gosinu í fyrra. Aukið alþjóðlegt samstarf er klárlega nauðsynlegt til að hægt sé að bregðast við eldgosum með sem skilvirkustum hætti. Gagnrýnina á of hörð viðbrögð flugmálayfirvalda, bæði hér og erlendis, ber að taka alvarlega. Tvö stór eldgos með stuttu millibili sýna að full þörf er á nákvæmari mælingum, sem auðvelda yfir- völdum að ákveða viðbrögðin. Sömuleiðis er þörf á víðtækari rann- sóknum á áhrifum öskunnar á flugvélar. Hins vegar er full ástæða til að fara varlega. Reiðir strandaglópar kunna að taka í hjarta sínu undir gagnrýni forstjóra Ryanair, þegar hann formælir flugmálayfirvöldum – en hvaða yfirvöld vildu bera ábyrgð á að hafa heimilað flug, sem endaði með stórslysi? Manns- lífin eiga að sjálfsögðu að njóta vafans, eins og er hin almenna regla í flugöryggismálum. Flugfélög og flugmálayfirvöld hafa margt lært af gosinu í Eyjafjallajökli en gera þarf betur. Askan og öryggið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.