Fréttablaðið - 25.05.2011, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. maí 2011
Áhrif af eldgosi í Eyjafjallajökli í fyrra og Grímsvötnum nú á
þessu vori knýja á um leit að nýrri
þekkingu á sviði flugvélaiðnaðar,
flugumferðarstjórnunar, jarðvís-
inda, veðurfræði og heilbrigðisvís-
inda. Á örfáum misserum höfum við
orðið vitni að því hvernig skyndi-
legar breytingar af völdum þjóð-
félagshræringa, veðurfarsbreyt-
inga eða náttúruhamfara skapa
fyrirvaralaust brýna þörf fyrir
nýja þekkingu á fjölmörgum svið-
um. Við sjáum þetta eftir náttúru-
hamfarir og kjarnorkuleka í Japan,
fjármálakreppur víða um heim og
samfélagsuppnám í Norður-Afríku
og Mið-Austurlöndum sem á ekki
síst rætur í matvælaverðhækkun-
um sem tengja má veðurfarsbreyt-
ingum. Þessi nýlegu dæmi eru góð
áminning um hversu vandasamt er
að spá fyrir um þarfir framtíðar í
menntun og vísindum.
Við verðum vitni að því að hag-
kerfi heimsins tekur gífurlegum
breytingum. Með undraverðum
hraða er Kína orðið næststærsta
hagkerfi í heimi og helsti lánar-
drottinn þeirra sem mest máttu
sín fyrir nokkrum áratugum. Ind-
land, Brasilía og önnur lönd Asíu
og Suður-Ameríku eru á hraðri
siglingu. Efnahagsleg og pólitísk
þungamiðja í heiminum er að fær-
ast til austurs og suðurs. Þetta
mun allt hafa gífurleg áhrif á
valdajafnvægi, viðskipti, efnahag,
menningu og stjórnmál.
Einn helsti mælikvarði á getu
þjóða til arðbærrar þekkingar-
sköpunar er hlutfall ungs fólks
með háskólamenntun í hverju
landi. Fyrir 30 árum var þetta
hlutfall hæst í Bandaríkjunum en
nú eru þau í 9. sæti. Obama forseti
hefur sett markmið um að Banda-
ríkin nái aftur forystusæti fyrir
árið 2020. Þetta þýðir að hlutfall
ungs fólks með háskólamenntun
þar í landi þarf að aukast úr 40% í
60%. Þetta er háleitt markmið en
bandarísk stjórnvöld vinna eftir
aðgerðaráætlun sem á að skila
þessum árangri.
Þetta er að hluta andsvar Banda-
ríkjanna við hraðri sókn Austur-
Asíulanda á sviði mennta og vís-
inda. Þar hefur róðurinn verið
verulega hertur í krafti hagvaxtar
og langtímasýnar um gildi mennt-
unar. Suður-Kórea hefur til að
mynda á stuttum tíma þróað eitt
best menntaða vinnuafl í heimin-
um. Í Singapore, Indlandi og Kína
hefur mikil áhersla verið lögð á
fjárfestingu í menntun, vísindum
og nýsköpun. Það er augljóst að
bandarískir og evrópskir nemend-
ur þurfa í vaxandi mæli að keppa
við stúdenta frá þessum löndum,
m.a. um pláss við virtustu háskóla
og síðan um störf á alþjóðavett-
vangi. Þar við bætist að fyrir-
tæki í Austur-Asíu koma til leiks á
alþjóðlegum samkeppnismarkaði
með sífellt betur menntað fólk.
Nágrannalönd okkar hafa mörg
brugðist við breyttri heimsmynd
og aukinni samkeppni með því að
setja skýr markmið í mennta- og
vísindamálum. Dönsk stjórnvöld
undir forystu forsætisráðherr-
anna Anders Fogh Rasmussen og
Lars Lökke Rasmussen hafa sett
metnaðarfulla stefnu og nýlega
það markmið að Danir eigi háskóla
meðal 10 bestu í heimi fyrir árið
2020. Þessu er fylgt eftir með rót-
tækum skipulagsbreytingum og
stórauknum fjárframlögum til
háskóla. Annars staðar á Norður-
löndum er einnig verið að auka
framlag til háskólastarfsemi.
Ekkert bendir til annars en að
sama gildi hér á landi og ann-
ars staðar, að styrkur og sam-
keppnishæfni Íslands í framtíð-
inni velti á getu til að skapa nýja
þekkingu, að staða okkar í heim-
inum velti á því af hvaða krafti
við höfum byggt upp háskóla-
menntun og vísindi. En hvernig
stendur fámenn þjóð undir slíku?
■ Í fyrsta lagi með því að átta
sig á mikilvægi þess að setja
skýr markmið um árangur líkt og
aðrar þjóðir hafa gert. Árangur
sem nær til menntunar á öllum
stigum, árangur á sviði bóknáms,
tæknináms, verk- og iðnnáms og
listnáms.
■ Í öðru lagi með ýtarlegri
aðgerðaráætlun með tímasett-
um og mælanlegum markmiðum.
■ Í þriðja lagi með því að skil-
greina hvað sókn af þessu tagi
kostar og fylgja áætlunum eftir
með fjárveitingu.
■ Í fjórða lagi með skipulagi
menntakerfis sem tekur fyrst
og fremst mið af markmiðasetn-
ingu.
■ Í fimmta lagi með því að meta
árlega hvernig gengur að ná
settum markmiðum og taka á af
krafti þar sem upp á vantar.
Það er gríðarlega mikilvægt
að við Íslendingar skynjum þær
miklu breytingar sem eru að
verða í heiminum og bregðumst
við í tæka tíð. Samfélagið hefur
nýjar og auknar þarfir fyrir
þekkingu á nýjum tímum. Við
þurfum meiri breidd og dýpt og
sveigjanleika í menntun og vís-
indum til að búa í haginn fyrir
það sem óviss framtíð býr okkur.
Þarfir nýrra tíma
Menntamál
Kristín
Ingólfsdóttir
rektor Háskóla Íslands
Einn helsti mæli-
kvarði á getu
þjóða til arðbærrar þekk-
ingarsköpunar er hlutfall
ungs fólks með háskóla-
menntun í hverju landi.
ÚR ERLENDUM LEIÐURUM
Krabbameinssjúklingar þurfa tryggingu
Sjúklingar sem eru sennilega með krabbamein eru meðal þeirra hópa sem
sérstaklega þurfa á bæði skjótri greiningu að halda og meðferð. Þannig er
þessu háttað við sum norsk sjúkrahús. En allt of mörgum sjúklingum er
vísað til sjúkrahúsa þar sem biðtíminn er algjörlega óviðunandi.
www.aftenposten.no/meninger/leder
Úr leiðara Aftenposten
Evrópusambandið svíkur
Öfugt við Grikkland var efnahagsstefnan á Spáni tiltölulega vel rekin fyrir
fjármálakreppuna. Afgangur var á fjárlögum og landið skuldar enn minna en
til dæmis Bretland. Spánn varð fyrst og fremst fórnarlamb bankakreppunnar
og fasteignabólunnar. Í sveitarstjórnarkosningunum um helgina löðrunguðu
kjósendur sósíalista Zapateros. Þeir sneru sér til íhaldsmanna í mótmæla-
skyni og Zapatero hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram aftur.
Sannleikurinn er hins vegar sá að spænskir stjórnmálamenn hafa í raun
enga möguleika. Þeir geta ekki fellt gengið vegna evrunnar og þeir geta ekki
dælt fé út í efnahagslífið vegna fjármálamarkaðanna. Lyfið gegn spænsku
veikinni er ekki til í Madríd, heldur fyrst og fremst í Berlín og Brussel. Þar
hafa aftur á móti hinir evrópsku leiðtogar fyrirskipað kolranga meðferð.
www.politiken.dk/debat/ledere
Úr leiðara Politiken