Fréttablaðið - 25.05.2011, Qupperneq 24
25. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng
Þetta var alveg stórkostlegt,“
segir Edda Heiðrún Backman
um ferðina upp á Langjökul með
Ice-ferðum. „Bíllinn er á tveim-
ur hæðum og gler allan hringinn,
þannig að maður situr eins og í
fiskabúri og sér allt í kringum
sig. Orð fá engan veginn lýst þess-
ari upplifun. Og það skipti engum
togum að um leið og við komum
upp þá dró frá sólu og allur fjalla-
hringurinn opnaðist. Þetta var
eins og kraftaverk.“
Edda hafði aldrei áður komið
upp á jökul, enda segist hún vera
álíka hrædd við jökla og hákarla,
en hún sjái sko alls ekki eftir því
að hafa þegið boðið í ferðina. „Og
að fá að bjóða öllum vinunum með
mér var bara yndislegt. Ég hef
nefnilega svona hring af vinum
í kringum mig, sem heita Heið-
rúnardropar, og ég fékk að taka
þau öll og maka þeirra með og svo
auðvitað börnin mín og systkini.“
Edda segir jöklarútuna opna
nýjan heim fyrir fatlaða, þar
sem öll aðstaða sé til fyrirmynd-
ar. „Mér finnst að fólk eigi alveg
endilega að nýta sér þennan
möguleika. Þetta er bara frábær
reynsla í alla staði.“ - fsb
Ólýsanleg upplifun
„Þetta var eins og kraftaverk,” segir Edda Heiðrún um sólskinið á Langjökli.
Ný jöklarúta var tekin í notkun
af Ice-ferðum um síðustu helgi
og í jómfrúrferðina var Eddu
Heiðrúnu Backman leikkonu
og stuðningshópi hennar
boðið. Enda er rútan sérútbúin
með tilliti til aðgengis fyrir
hreyfihamlaða.
„Við vorum að láta smíða fyrir
okkur nýjan trukk sem er sér-
staklega útbúinn fyrir ferðir á
snjó og jökli,“ segir Arngrímur
Hermannsson, forstjóri Ice, um
tildrög ferðarinnar á Langjökul.
„Þetta er fjörutíu manna jöklarúta
og þegar verið var að smíða hana
ákváðum við að hafa aðgengi fyrir
hjólastóla og smíðuðum lyftu aftan
á bílinn. Um helgina vorum við að
taka hana í notkun í fyrsta skipti.
Ég hafði frétt af því að Edda
Heiðrún Backman leikkona væri
mikið hreyfilömuð og að í kring-
um hana væri stuðningshóp-
ur sem héldi utan um hana allan
sólarhringinn í sjálfboðavinnu.
Mér fannst þetta merkilegt fram-
tak og ákvað að bjóða Eddu og
hópnum hennar með okkur í dags-
ferð upp á Langjökul. Eddu fannst
þetta mjög spennandi, sérstak-
lega að geta boðið hópnum í svona
ævintýri, enda er hún dálítill grall-
ari og hafði gaman af furðusvipn-
um sem kom á stuðningsaðilana
þegar hún bauð þeim í jöklaferð.“
Arngrímur segir ferðina hafa
tekist vel í alla staði. „Við lögðum
af stað frá Reykjavík klukkan níu
um morguninn og vorum komin
upp á topp á Langjökli klukkan
hálf tvö. Þar uppi var hávetur en
um leið og við tókum Eddu úr lyft-
unni braust sólin fram og við sáum
til allra átta. Þetta var mögnuð
upplifun.“
Ice býður upp á ferðir á Lang-
jökul á hverjum degi í allt sumar á
jöklarútunni sem hlotið hefur nafn-
ið Ice-explorer og er ýmist hægt að
fara um borð í Reykjavík eða við
jökulröndina og ferðast upp á topp
jökulsins. Arngrímur segist þó
áhyggjufullur vegna eldgossins,
enda hafi eldgosið í fyrra komið illa
niður á fyrirtækinu. „Það þarf að
fara varlega í að segja í fjölmiðlum
að hér séu náttúruhamfarir. Eins
þarf að koma greinilega fram að
þetta sé staðbundið og menn þurfa
að vera snöggir að láta vita um leið
og gosið er búið eða orðið mjög lítið
og koma þeim skilaboðum á fram-
færi að þetta sé skaðlaust. Við
getum bjargað málunum með því
að gera eins lítið úr þessu og hægt
er.“ - fsb
Bauð stuðningshóp Eddu í ævintýraferð
Langjökull tók vel á
móti hópnum eftir
að Ice-explorer flutti
hann á toppinn.
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
Öllum þykir okkur mikilvægt að
finna til öryggis í lífinu.
Dynjandi hefur verið leiðandi á
sviði öryggisvara síðan 1954.
Dynjandi örugglega fyrir þig!
RYKGRÍMUR
SEM VERND
A
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rútan er sérútbúin með
tilliti til aðgengis fyrir
hreyfihamlaða.