Fréttablaðið - 25.05.2011, Page 25

Fréttablaðið - 25.05.2011, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2011 5heilsa og hreyfi ng ● fréttablaðið ● ● BRJÓTTU UPP MATARMUNSTRIÐ Gengur illa að grennast á megrunarkúrum? Þá er kominn tími til að taka á vandanum af skynsemi og endurmeta matarvenjurnar. ■ Haltu dagbók yfir allt sem þú borðar; hvenær þú borðaðir, hvernig þér leið þá stundina og hvað þú varst að gera á meðan þú borðaðir. Skoðaðu dagbókina eftir nokkra daga og leitaðu að mynstri í matarvenjum þínum. ■ Skrifaðu niður atriði eins og hversu hratt þú borðaðir, hversu mikið, hvort þú slepptir úr mál- tíðum, hvenær þú borðaðir eftirrétt og hvenær þú borðaðir án þess að finna til hungurs. ■ Íhugaðu hvers vegna matarvenjur þínar eru eins og þær eru og skoðaðu hverju þú vilt breyta. ■ Notaðu dagbókina til að uppgötva hvers vegna þú borðar án þess að finna til svengdar (er það kannski til að slá á streitu, á meðan horft er á sjónvarpið eða vegna leiða?) og reyndu að finna leið til að borða ekki undir kringumstæðum sem annars kalla á slæmar matarvenjur. ■ Haltu þig staðfastlega við nýjar matarvenjur og gerðu þér grein fyrir að góðir hlutir gerast hægt. ● KOSTIRNIR ERU ÓTVÍ RÆÐIR „Það eru til tvær týpur af fólki. Þær sem hlaupa og þær sem ættu að hlaupa,“ segir í góðu spakmæli og er mikið til í því. Kostir þess að hlaupa, þó ekki sé nema nokkra kílómetra á nokkurra daga fresti, felast meðal annars í þyngdartapi og jákvæðum áhrifum á hjarta- og æðakerfi, bein, andlega líðan og samhæfingu svo eitthvað sé nefnt. Hlaup er ein besta aðferðin til að léttast og er sú íþrótta- iðkun sem brennir hlutfallslega flestum kaloríum á mínútu. Ekki er því að undra þó í kringum sextíu prósent þeirra sem byrja að hlaupa geri það til að léttast. Með því að hlaupa er auk þess hægt að lækka blóðþrýst- inginn umtalsvert og draga úr líkum á hjartaáfalli og blóðtappa. Þá hefur verið sýnt fram á að þeir sem hlaupa reglulega geta dregið úr bein- þynningu og vöðvarýrnun sem oft fylgir hækkandi aldri auk þess sem flestir hlaup- arar upplifa minni streitu en aðrir. Þá hefur verið sýnt fram á betri skaps- muni og samhæfingu hjá hlaupurum en öðrum. ● HEIMAGERT KORNA KREM Snyrtifræðingar mæla margir hverjir með því að nota kornakrem með reglu- legu millibili en þannig má fjarlægja dauðar húðfrum- ur og jafnvel leifar af brúnku- kremi og farða sem eiga það til að festast í hársverðinum og andlitsjaðrinum. Ódýrasta leiðin er að blanda saman sítrónusafa og sykri og nudda blöndunni inn í andlitið með léttum strokum. Hún er svo fjarlægð með volgu vatni og er gott að setja mýkjandi rakakrem á húðina á eftir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.