Fréttablaðið - 16.07.2011, Side 12
12 16. júlí 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækk-
að í sömu hlutföllum. Þessi þróun
er fyrst og fremst vísbending um
að í báðum löndum hefur orðið
óhjákvæmileg framleiðniaukning.
Fyrirsjáanlegar breytingar í
íslenskum landbúnaði sem leiða
myndu af ESB-aðild vega mjög
þungt í röksemdafærslu þeirra
sem andsnúnir eru ESB-aðild eins
og samasemmerki sé á milli allra
breytinga og þess illa. Stundum er
það svo en ekki alltaf. Hér þarf
líka að skoða hver er framtíð
landbúnaðar á
Íslandi að öllu
óbreyt tu og
hvaða tækifæri
leynast í nýju
skipulagi og
stærra mark-
aðssvæði.
Bændasam-
t ö k i n h a fa
verið þversum
í umræðunni
en ósanngjarnt væri að segja þau
ómálefnaleg. Afstaða þeirra bygg-
ir fremur á þeirri hugsun að ógn
stafi af öllum breytingum. Nýleg
útgáfa þeirra á greinargerð um
landbúnaðarreglur ESB og ítar-
lega rökstuddum lágmarkskröf-
um vegna aðildarviðræðnanna er
hvað sem öðru líður málefnalegt
framlag sem þarfnast rökræðu.
Veigamesta krafa Bændasam-
takanna er að halda óbreyttri
tollvernd. Gallinn frá sjónarhóli
bænda en kosturinn frá sjónar-
hóli neytenda er hins vegar sá að
þetta er ekki hægt þegar gengið
er í tollabandalag. Þegar land-
búnaðarráðherra tekur þessa
sömu afstöðu er hann því að
reka slagbrand fyrir þær dyr
sem næst þarf að ljúka upp í
aðildarviðræðunum.
Vörnin
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Athyglisvert er að í lág-markskröfum Bænda-samtakanna kemur fram að þau eru nú eins og fyrr
reiðubúin að gefa tollverndina eftir
á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar, komi bætur fyrir. Það
er einmitt ráðgert í aðildarviðræð-
unum. Þannig sýnist sveigjanleik-
inn varðandi tollverndina fara eftir
því hvaða alþjóðasamtök eiga í hlut.
Varnarlína sem þannig er dregin er
málefnalega veik. Röksemdin ristir
ekki djúpt.
Svipuð tvíhyggja hefur komið
fram hjá samtökunum Heimssýn.
Fulltrúar þeirra á Alþingi eru á
móti innflutningi landbúnaðar-
afurða frá Evrópu en hafa lagt
fram tillögu um fríverslun með
landbúnaðarvörur frá Bandaríkj-
unum. Ástæðan er sú að mönnum
er ljóst að viðskiptaleg einangrun
á þessu sviði er ekki til frambúð-
ar. Nauðsynlegt þykir hins vegar
að drepa óumflýjanlegri umræðu
á dreif.
Bændasamtökin fullyrða að toll-
verndin hafi haldið verði á landbún-
aðarvörum niðri. Það gengur þvert
á lögmál hagfræðinnar. En rök-
stuðningurinn er samt ekki alveg út
í bláinn. Hann er sá að bændur hafi
tekið á sig kjaraskerðingu í þess-
um tilgangi. Það er trúlega rétt. En
hér er komið að kjarna málsins um
framtíðargildi óbreyttrar landbún-
aðarstefnu.
Þetta þýðir að bændur hafa sjálf-
viljugir fallist á að kaupa tollvernd-
ina með lægri launum. Er þessi
launalækkun sú víglína sem land-
búnaðarráðherrann ætlar að verja?
Væri ekki réttara að líta á þetta
sem veikleika í óbreyttu skipulagi?
Þarf ekki að bera slíkar gildrur í
ríkjandi kerfi saman við breyting-
arnar sem hljótast af ESB-aðild?
Láglaunastefna af þessu tagi er
þó í góðu samræmi við kjarnarök-
semd aðildarandstæðinga. Hún
er sú að tryggja samkeppnisstöðu
landsins með rýrnun lífskjara í
gegnum gengislækkanir.
Veikleikinn
Stuðningur við landbúnað og byggðaþróun í land-inu er að uppistöðu til bundinn við framleiðslu á
mjólk og dilkakjöti. Áframhald-
andi framleiðniaukning í þessum
búgreinum þýðir fækkun fram-
leiðenda. Sætta menn sig við þá
þróun án þess að eitthvað komi í
staðinn? Trúa menn að þessi ein-
hæfni í atvinnustarfsemi sé leið
til sóknar fyrir sveitir landsins?
Getur einhver með rökum sýnt
fram á að það sé sennilegt?
Sannleikurinn er sá að það þarf
mun fjölþættari framleiðslu- og
þjónustustarfsemi í sveitunum
eigi að snúa vörn í sókn. Land-
búnaðar- og dreifbýlisstefna
ESB byggir á þessu sjónarmiði.
Hún þýðir breytingar. En í þeim
felast sóknarfæri. Þau verða hins
vegar ekki nýtt af skynsemi og
til hagsbóta fyrir Ísland nema
stjórnvöld og hagsmunasamtök
á þessu sviði móti skýr markmið
um það hvernig það skuli gert.
Það er ríkisstjórnin ekki að gera.
Hinn kosturinn er að ríkis-
stjórnin leggi línur um það hvern-
ig breyta þurfi núverandi land-
búnaðarstefnu til þess að tryggja
megi bændum eðlileg kjör og
sókn til fjölþættari atvinnutæki-
færa í sveitum í annars konar
alþjóðasamstarfi en innan Evr-
ópu. Það er ríkisstjórnin heldur
ekki að gera.
Framtíðin liggur ekki í
óbreyttu ástandi. Afleiðingin
af því að stoppa við varnarlínu
Bændasamtakanna er stöðnun.
Þar stendur ríkisstjórnin. Til
sóknar þarf nýja stefnumörkun
hvort sem Ísland gengur í ESB
eða kýs annars konar alþjóðlegt
samstarf. Þá kosti þarf síðan að
bera saman, vilji menn framfarir.
Sóknin
F
ormenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins,
þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt
Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka
atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í
fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tækni-
menntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar
könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að
skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn
helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi
árum.
Þremenningarnir vekja
athygli á því að háskólanemum
sem útskrifast af vísinda- og
tæknibrautum fari hlutfalls-
lega fækkandi og þrátt fyrir
atvinnuleysi sé víða skortur
á tæknimenntuðu starfsfólki.
Keppinautar Evrópu, Bandarík-
in, Japan og Kórea, vinni miklu
markvissar að því að efla tæknimenntun, sömuleiðis vaxandi
efnahagsveldi á borð við Kína, Brasilíu og Indland.
Ísland er engin undantekning í þessum efnum. Ýmsir helztu
vaxtarbroddar atvinnulífsins eru í tæknifyrirtækjum, en
starfsfólk vantar sárlega. Mörg fyrirtæki hafa þurft að leita að
starfsfólki erlendis. Íslenzkir háskólar útskrifa ekki nógu margt
tæknimenntað fólk. Hér á landi eru þannig um 10% ungs fólks
sem útskrifast úr háskólum með slíka menntun, miðað við um
16% í Danmörku.
Úr þessu verður ekki bætt nema gera átak í vísinda- og
tæknimenntun og vekja áhuga ungs fólks á henni. Því miður
þykja þær námsgreinar, sem um ræðir, oft ekki mjög svalar
og fólk sem sýnir þeim áhuga og skarar fram úr fær á sig
nördastimpil. Samt er það svo að það mun líklega fremur geta
gengið að vel launuðu starfi hjá góðu fyrirtæki í framtíðinni en
bekkjarfélagarnir.
Áhuga á raunvísindum og tæknimenntun skortir mjög hjá
menntamálayfirvöldum, ekki sízt hvað framhaldsskólastigið
varðar. Það er hluti af því vandamáli að þau hugsa fyrst og
fremst um að útvega öllum sem sækja um framhaldsskóla pláss
og að þeim líði vel í skólanum, minna um hvort gæði námsins
séu viðunandi og minnst um hvort það gagnist þörfum atvinnu-
lífsins. Fáir skólar sinna þessum greinum vel og ýta undir áhuga
nemenda á að skara fram úr. Það má sjá af því að þátttakendur
í alþjóðlegri keppni í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði koma
yfirleitt úr þremur eða fjórum sömu skólunum.
„Stjórnvöld ættu að beina auknum krafti í verkfræði- og
raunvísindanám, sjá til þess að gæði námsins verði aukin og
leita eftir samstarfi við atvinnulífið,“ segja þremenningarnir í
grein sinni. Það er þörf hvatning, sömuleiðis að brugðizt verði
nú þegar við yfirvofandi vanda. Ef Ísland ætlar að standa sig
í alþjóðlegri samkeppni í framtíðinni verður að kalla nördana
til starfa.
Ísland vantar fleira tæknimenntað fólk.
Nördarnir
eru framtíðin
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp,
meira útvarp,
meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf,
meiri íþróttir,
meiri virkni,
meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja,
útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik.
Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis.
Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.