Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 2
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Tryggvi Már, bjóðið þið ekki bara upp á svið í staðinn fyrir lunda? Nei, en við bjóðum hins vegar upp á létta lund upp á sviði. Nýtt og varanlegt svið verður tekið til notkunar á næstu Þjóðhátíð. Tryggvi Már Sæmundsson er framkvæmdastjóri ÍBV. FÓLK Fimmtán manna hópur nem- enda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönn- unarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kapp- akstursbrautinni í Bretlandi. Hóp- urinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl. „Þetta gekk framar vonum. Við fengum verðlaun sem er ekkert annað en geðveikt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Öll reynslan sem við fengum þarna úti og það að sjá hvernig keppnin gengur fyrir sig, það var bara frá- bært,“ segir Arnar Freyr Lárusson sem leitt hefur vinnu hópsins. Alls tóku lið frá 110 skólum þátt í keppninni að þessu sinni en keppn- in er haldin árlega. „Liðin koma alls staðar að úr heiminum og sum þeirra eyða tugum milljóna króna á ári í þróun bílsins auk þess að hafa starfsmenn í fullri vinnu hjá skólunum sínum við þetta,“ segir Arnar og bætir við: „Þegar fólk- ið úti heyrði hvað við erum í raun með takmörkuð aðföng trúði það varla að okkur hefði tekist að búa til fullmótaðan bíl.“ Íslenska liðið tók þátt í sjálf- bærniflokki sem er flokkur fyrir bíla sem ganga fyrir óhefðbundn- um orkugjöfum. Þótt markmiðið sé að hanna kappakstursbíl segir Arnar keppnina ekki vera kapp- akstur því mestur tími fari í að kynna hönnunina, viðskiptalíkan- ið og hugmyndafræði hópsins. „Liðin setja sig í spor fyrirtækis sem er að hanna bíl sem það vill svo kynna fyrir framleiðslufyrir- tæki eða fjárfestum. Liðin þurfa því að hanna og búa til bílinn út frá viðskiptalegum forsendum og greina hvers konar viðskipta- vini þau eru með í huga. En margt annað kemur reyndar til svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Arnar. Fjöldi stórfyrirtækja fylgist með keppninni og eitt þeirra er Airbus sem veitir árlega einu liði, sem þykir vera samheldið og hafa lagt mikið á sig, peningaverðlaun. Í þetta skiptið hlaut íslenska liðið þau verðlaun. „Þeir voru eiginlega hrifnastir af því hvað við vorum sveigjan- leg. Við erum með mjög lítið lið, einungis fimmtán manns, og með mjög takmörkuð fjár- ráð. Við höfum því þurft að haga okkur mjög íslenskt, það er, allir hjá okkur hafa í raun stokkið í öll verkefni,“ segir Arnar sem bætir því svo við að fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Verkís, Icelandair Cargo, Héðin og Álheima hafi veitt liðinu mikinn stuðning. Arnar segir liðið vera reynsl- unni ríkara og það hyggist taka þátt aftur að ári. Að þessu inni tók liðið ekki þátt í kappaksturshlutan- um en Arnar segir markmiðið vera að klára öll stig keppninnar að ári en einungis broti bílanna í keppn- inni tekst það. Þá stefnir liðið einnig á að vera með umhverfis- vænsta bíl keppninnar. magnusl@frettbladid.is Airbus verðlaunar ís- lenska háskólanema Hópur íslenskra háskólanema vakti mikla athygli í hönnunarkeppninni Form- ula Student sem fram fór í Bretlandi á dögunum. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl og hlaut verðlaun frá Airbus fyrir vinnu sína. HLUTI ÍSLENSKA LIÐSINS Liðið stefnir að því að taka aftur þátt að ári og hefur sett sér háleit markmið um árangur. Dr Organic – hreinar náttúruvörur Kælandi og græðandi, 98,9% hreint Aloe Vera gel án skaðlegra aukaefna. Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum. STJÓRNSÝSLA Fangelsismál verða til umræðu á ríkis- stjórnarfundi í dag. Gögn fyrir útboð eru á lokastigi, bæði hvað varðar byggingu og fjármögnun. Eftir er hins vegar að taka ákvörðun um hvernig fjármögnun verður háttað. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkisstjórnin fjármagni bygginguna, en um það hefur ekki náðst samstaða í ríkisstjórn. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir of mikið gert úr ágreiningi um málið. „Ég held að það séu allir sammála um það í ríkisstjórn að við eðli- legar aðstæður í ríkisbúskapnum – og ef ríkið væri rekið með afgangi – væri heppilegast að ríkið stæði sjálft fyrir framkvæmdinni. Veruleikinn er þessi og þess vegna höfum við reynt að leita leiða til að koma framkvæmdum og fjárfestingu af stað, án þess þó að það geri glímuna við ríkisfjármálin erfiðari, akkúrat þessi árin þegar hún er hvað hörðust.“ Steingrímur vísar til þess að til annarra aðila hafi verið leitað við fjármögnun á nýjum Landspítala og einnig hafi verið uppi hugmyndir um fjármögnun vegaframkvæmda með sértekjum eða vegtollum. Hann segir miður að ekki hafi verið ráðist í fram- kvæmdina þegar betur áraði í ríkisbúskapnum, en nú styttist í ákvörðun. „Við munum ekki velta þessu máli lengi á undan okkur og höfum ekki gert. Tíminn fram á vorið fór í að undirbúa allt ef til útboðs kemur.“ - kóp Fjármálaráðherra segir hafa dregist úr hömlu að leysa fangelsisvandann: Taka ákvörðun um fangelsi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir styttast í ákvörðun um hvernig fjármögnun nýs fangelsis verður háttað enda sé þörfin brýn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEW YORK, AP Þernan sem ásakað hefur Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um nauðgun kom um helgina fram opinberlega og sagði fjölmiðlum sögu sína. Það segist hún gera því hún vilji sjá Strauss-Kahn fara í fangelsi. Ákvörðun þernunnar, sem heitir Nafissatou Diallo, þykir áhættu- söm, að sögn lögfræðinga. Viðtölin við tímaritið Newsweek og ABC- sjónvarpsstöðina veita henni tæki- færi til að auka trúverðugleika sinn en verði hún uppvís að misfærslum munu verjendur Strauss-Kahn eflaust nýta sér það óspart. Diallo segist ekki hafa vitað hver Strauss-Kahn var fyrir árásina. Hann hafi ráðist að henni eins og „brjálæðingur“ og neytt hana til að veita sér munnmök þrátt fyrir áköf mótmæli. Þá segist hún hafa óttast um líf sitt þegar hún heyrði í sjónvarpinu að Strauss-Kahn væri líklegur til að verða næsti forseti Frakklands. Viðtölin við Diallo koma út nú þegar málið gegn Strauss-Kahn er í lausu lofti í kjölfar þess að efa- semdir vöknuðu um trúverðugleika hennar hjá ákæruvaldinu í New York. Hún varð uppvís að rang- færslum um fortíð sína auk þess sem ósamræmis gætti í frásögn af hegðun hennar eftir árásina. Í við- talinu viður kenndi Diallo að hafa sagt rangt frá fortíð sinni þegar hún kom til Bandaríkjanna. Lögmenn Strauss-Kahn kölluðu viðtölin óviðeigandi fjölmiðla sirkus sem settur væri á svið til að hafa áhrif á almenningsálitið. - mþl NEWSWEEK Nafissatou Diallo segir sögu sína í nýjasta tölublaði News- week. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stendur við ásakanir sínar á hendur Dominique Strauss-Kahn: Þernan segir sögu sína opinberlega NEYTENDUR Töluverður fjöldi fólks hefur skilað Sölufélagi garð- yrkjumanna grænum kössum í kjölfar fréttar um að undanfarin þrjú ár hefðu horfið 10 þúsund kassar á ári. „Íslendingar eru greinilega miklu meðvitaðri og skilvirkari en við héldum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Hann segir jafnframt fjölda ábendinga hafa borist um hvar slíka kassa, sem grænmeti er flutt í, sé að finna. „Við höfum frétt að þetta sé hjá ýmsum fyrir- tækjum. Auk þess kveðst fólk hafa keypt þessa kassa á bænda- markaði og meira að segja í Góða hirðinum.“ Tap Sölufélags garðyrkju- manna hefur verið 12 til 15 millj- ónir á ári vegna affallanna. - ibs Sölufélag garðyrkjumanna: Grænu köss- unum skilað GRÆNMETISKASSI Fjöldi fólks hefur að undanförnu skilað grænum plastkössum til Sölufélags garðyrkjumanna. Vilja betra fjarskiptasamband Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að finna leiðir til að koma á betra fjarskiptasambandi, einkum net- og sjónvarpssambandi, í minni byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Þá telur bæjarráð ljóst að einkafyrirtæki muni ekki koma á nútímasambandi án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins. VESTFIRÐIR SLYS Fimmtán ára gamall dreng- ur, sem slasaðist þegar hann lenti með höndina í marningsvél í fisk- verkuninni Godthåb í Nöf í Vest- mannaeyjum í fyrradag, gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í fyrradag. Að sögn læknis er líðan drengsins eftir atvikum. Drengurinn var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Fulltrúar frá Vinnueftirlitinu munu rannsaka málið. Þeir ætl- uðu til Eyja í gær en komust ekki með Herjólfi vegna þoku. Vinnuslys í Vestmannaeyjum: Líðan drengsins eftir atvikum DÝRALÍF Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, hvetur til þess að frek- ari rannsóknum verði ýtt úr vör um hvort mögulegt sé að flytja hreindýr til Vestfjarða áður en stjórnvöld og sveitarstjórnir taki afstöðu til málsins. Segir Skotvís í nýlegri tilkynn- ingu að í umræðunni um þessi mál bæri nokkuð á fordómum og skorti á þekkingu á hreindýrum og áhrifum þeirra á umhverfið. Enn fremur segir að hreindýr lifi góðu lífi nánast um allt norður- hvel jarðar og sérfræðingar í hreindýrum hafa lýst því yfir að Vestfirðir séu spennandi kostur fyrir hreindýr. Skotvís ætlar að standa fyrir málþingi um þetta mál á haustdögum. - jse Skotveiðifélag Íslands: Vilja þinga um hreindýramálin HREINDÝR Á BEIT Skotvís telur Vestfirði spennandi kost fyrir hreindýr. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.