Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 4
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
GENGIÐ 25.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,7692
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
115,12 115,66
187,38 188,30
165,36 166,28
22,183 22,313
21,284 21,410
18,147 18,253
1,4717 1,4803
184,46 185,56
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
TRYGGINGAR Um 9.500 manns
fengu ofgreiddar bætur frá
Tryggingastofnun ríkisins árið
2010. Fólkið þarf að endurgreiða
stofnuninni 1,2 milljarða króna
til baka, að því er fram kemur á
vef Tryggingastofnunar. Af þess-
um 9.500 voru 3.000 með 100 þús-
und eða meira í ofgreiddar bætur.
Viðkomandi munu þurfa að
greiða þessar upphæðir til baka.
Um 31 þúsund manns eru með
inneignir hjá Tryggingastofnun
eftir að hafa fengið of lítið greitt
á síðasta ári. Þar af eru 9 þúsund
með meira en 100 þúsund krónur
í inneign. - sv
Tryggingastofnun ofgreiddi:
Mörg þúsund
þurfa að borga
EFNAHAGSMÁL Ársverðbólgan
mælist nú 5,0 prósent, og hefur
aukist um 0,8 prósentustig frá því
í júní þegar hún var 4,2 prósent.
Hækkandi húsnæðisverð og
hækkun á matvælaverði skýra
hækkunina að mestu, en útsölur
höfðu áhrif til lækkunar, að því
er fram kemur á vef Hagstofu
Íslands.
Síðustu þrjá mánuði mælist
verðbólgan 1,6 prósent, sem jafn-
gildir 6,3 prósenta verðbólgu á
ári. Verðbólgumarkmið Seðla-
bankans eru 2,5 prósent. - bj
Húsnæði og matur hækka:
Ársverðbólgan
í fimm prósent
BRUNI Mannlaust íbúðarhús, sem
verið var að gera upp á Patreks-
firði, gjöreyðilagðist í eldi í fyrri-
nótt, en engan sakaði.
Tilkynnt var um mikinn reyk
frá húsinu laust fyrir klukkan
fimm í fyrrinótt og logaði mikill
eldur innandyra, þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang.
Nálægt íbúðarhús var um tíma
í hættu, en slökkviliðsmönnum
tókst að verja það. Eldsupptök
eru ókunn.
Bruni á Patreksfirði:
Mannlaust hús
gjöreyðilagðist
Barði mann með strákústi
Ósætti ölvaðra manna leiddi til þess
að annar sló hinn með strákústi eitt
högg í höfuð og hönd aðfaranótt
laugardags á Selfossi. Af högginu
hlaust skurður á höfði sem þurfti að
sauma og að auki brotnaði bein í
framhandlegg. Sá brotni mun hafa
verið búinn að taka í sína vörslu
tölvur og annan búnað þess sem sló.
LÖGREGLUFRÉTTIR
VIÐSKIPTI Eftirspurn eftir nýjum
bifreiðum frá Japan er meiri en
framboð hér á landi. Töluvert er
um að Íslendingar, sem pöntuðu
nýjan Land Cruiser eða Lexus-í
vor, þurfi að bíða eftir afhendingu
fram á haust.
Vegna jarðskjálftans og flóð-
bylgjunnar sem reið yfir Japan
í vor dróst framleiðsla Toyota
saman um helming. Hún jókst þó
á ný í júní og er samdráttur í sölu
og framleiðslu um tíu prósentum
minni sé miðað við sama tíma
í fyrra, að því er fram kemur á
fréttavef Associated Press.
Páll Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota á Íslandi, segir
Íslendinga þó afar skilningsríka
hvað þetta varðar.
„Viðskiptavinir sýna þessu full-
an skilning, þeir vita að það er
ekkert við þessu að gera,“ segir
Páll. „Svona er þetta þegar nátt-
úran tekur sig til. Og það könn-
umst við Íslendingar auðvitað
afar vel við.“ Framleiðsla og
sala hjá flestum japönskum bíla-
framleiðendum, svo sem Honda,
Suzuki og Nissan, dróst sömuleið-
is saman um allt að 50 prósent í
maí miðað við sama tíma í fyrra,
en líkt og hjá Toyota er sala sem
og framleiðsla að komast á réttan
kjöl. Áætlanir eru hjá Toyota um
að framleiða aukalega 350 þúsund
bifreiðar frá október næstkom-
andi og fram í mars 2012, til að
bæta fyrir samdráttinn sem varð í
framleiðslunni eftir hamfarirnar.
Páll segir eina aðalástæðu
tafarinnar vera þá að erfitt var
fyrir verksmiðjurnar að nálgast
aðföng. Hver bíll sé settur saman
úr meira en tíu þúsund hlutum og
erfitt hafi verið að nálgast þá frá
öðrum löndum eftir jarðskjálft-
ann.
„Þetta hafði þau áhrif hér á
landi að það varð töf á afgreiðslu
Land Cruiser og Lexus, en það er
verið að vinda ofan af þessu hægt
og örugglega,“ segir Páll, en getur
ekki gefið upp nákvæma tölu um
hversu marga bíla vantar hingað
til lands.
„Þetta er einhver slatti,“ segir
hann. „En á næstu mánuðum
verður þetta komið í eðlilegt horf
á ný.“ sunna@frettabladid.is
Íslendingar bíða eftir
lúxusbílum frá Japan
Nokkur bið er eftir nýjum Land Cruiserum og Lexusum frá Japan eftir hamfar-
irnar þar í mars. Framleiðsla Toyota í landinu féll niður um 50 prósent í maí en
er að komast á strik á ný. Bílar sem pantaðir voru hér í vor koma með haustinu.
TOYOTUR EFTIR JARÐSKJÁLFTANN Mikill fjöldi nýrra japanskra bifreiða gjöreyðilagðist í jarðskjálftanum í mars. NORDICPHOTOS/GETTY
Nýskráningar einungis brot af því sem áður var
Tegund nýskráðra 2007 2010 Það sem af er ári 2011
Land Cruiser 644 142 92
Lexus 152 4 8
Í dag kostar Land Cruiser í kringum tíu milljónir króna og Lexus RX rúmar tólf milljónir króna.
Heimild: Umferðarstofa
Tuttugu silungaflugur
að eigin vali hjá Vesturröst
Laugavegi 178.
Mán.–fös. 09:00–18:00
Laugardaga 10:00–16:00
www.vesturrost.is
20 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið
í krafti fjöldans
3.300 kr. GILDIR 24 TÍMA
5.590 kr. 40% 2.290 kr.P
IP
A
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis segir
heimildir í tollalögum til handa landbúnað-
arráðherra til að ákvarða tolla á innfluttar
landbúnaðarvörur ekki vera í samræmi við
ákvæði stjórnarskrárinnar um skattlagningar-
heimildir.
Umboðsmaður hóf skoðun á málinu eftir
kvörtun frá Samtökum verslunar og þjónustu
vegna þriggja reglugerða sem landbúnaðar-
ráðuneytið setti í maí í fyrra. Þær taka til toll-
kvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína-
og alifuglakjöti, á smjöri og ostum og á unnum
kjötvörum og giltu tímabilið 1. júlí 2010 til 30.
júní 2011, allar dagsettar 12. maí 2010. Samtök-
in gerðu athugasemd við að lagðir væru tollar
á tollverð frekar en vörumagn vara sem fluttar
væru inn. Meðal annars væri vafasamt að þetta
stæðist þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands.
Landbúnaðarráðuneytið svaraði því meðal
annars til að Jón Bjarnason landbúnaðarráð-
herra hafi við ákvarðanir sínar haft í huga
fæðuöryggi, atvinnumál og erfiða stöðu í gjald-
eyrismálum.
Umboðsmaður segir að í ljósi niðurstöðu sinn-
ar um að hin tilteknu ákvæði í tollalögum stand-
ist ekki stjórnarskrá hafi hann ekki tilefni til að
fjalla um þau atriði í kvörtun Samtaka verslun-
ar og þjónustu sem lúta að meðferð ráðherrans
á valdheimildum sem lögin gefa honum. Hins
vegar er því beint til landbúnaðarráðherra og
fjármálaráðherra að bregðast við því að lögin
samræmast ekki stjórnarskránni. - gar
Umboðsmaður Alþingis beinir því til tveggja ráðherra að þeir láti endurskoða lög um tolla í landbúnaði:
Segir tollalög andstæð stjórnarskránni
JÓN BJARNASON Ákvarðanir landbúnaðarráðherra um
tolla á innfluttar landbúnaðarvörur byggja á lögum
sem standast ekki stjórnarskrá, segir umboðsmaður
Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
26°
24°
22°
22°
19°
23°
21°
25°
22°
27°
31°
32°
22°
23°
21°
24°Á MORGUN
víða 5-10 m/s,
hvassara SV-til.
FIMMTUDAGUR
víða 5-10 m/s.
13
14
13
11
11
13
18
13
1715
10
5
3
13
7
6
7
23
6
5
2
14
19
11
14
12 11
12
14
13
17
VINDASAMT
Í kvöld fer að rigna
vestanlands og
verður úrkoma víða
í nótt. Hvessir með
deginum og í kvöld
verður 15-20 m/s
SV-til og á ann-
nesjum NA-til. Hlýtt
NA-til næstu daga
bjartast þar en dá-
lítil væta V-til.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
EFNAHAGSMÁL Alls urðu 839 fyrir-
tæki gjaldþrota fyrstu sex mán-
uði ársins. Það er um 51 prósents
aukning frá sama tímabili í fyrra
þegar 555 fyrirtæki fóru í þrot,
samkvæmt útreikningum Hag-
stofu Íslands.
Alls urðu 137 fyrirtæki gjald-
þrota í júní. Það er ríflega 38 pró-
senta aukning frá sama mánuði í
fyrra, þegar gjaldþrotin voru 99.
Flest gjaldþrotanna í júní voru
í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, heild- og smásölu-
verslun og bílaviðgerðum. - bj
Um 840 fyrirtæki gjaldþrota:
Aukning um
51% milli ára
Kannabisræktun stöðvuð
Lögreglumenn upprættu kannabis-
ræktun í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði um
helgina. Um áttatíu kannabisplöntur
voru fjarlægðar af lögreglunni auk
tækja og tóla er tengjast ræktuninni.
Húsráðandi, karlmaður um tvítugt,
var handtekinn á staðnum og
viðurkenndi hann að ræktunin væri á
sínum vegum.
LÖGREGLUFRÉTTIR