Fréttablaðið - 26.07.2011, Side 8

Fréttablaðið - 26.07.2011, Side 8
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 Færri eru látnir eftir hryðju- verkin í Noregi á föstudag en áður hafði verið talið. Lögregla greindi frá því í gær að 68 manns hefðu verið drepnir í Útey og átta væru látnir eftir sprenginguna í Ósló. Þó er enn fjölda saknað svo tala látinna gæti hækkað á ný. Áður hafði verið greint frá því að 86 hefðu látist í Útey og sjö í Ósló. Lögreglan sagði í gær að taln- ing hefði verið ónákvæm þar sem lögregla hefði lagt aðaláherslu á að hjálpa þeim sem komust lífs af. Þá hefur reynst erfitt að bera kennsl á alla þá sem létust, og einhverjir þeirra sem saknað er gætu verið á meðal líka sem þegar hafa fundist. Fjöldi lög- reglumanna fínkembdi eyjuna í gær og áfram var leitað að líkum við hana. Anders Behring Breivik kom fyrir dómara í gær, fyrir luktum dyrum. Þar var hann úrskurð- aður í átta vikna gæsluvarð- hald, þar af í fjögurra vikna ein- angrun. Hann sagðist ekki vera sekur af þeim glæpum sem hann er ákærður fyrir, þar sem hann hafi viljað bjarga Evrópu frá múslímskum innflytjendum. Breivik var sagður rólegur og yfirvegaður þegar hann kom fyrir dóminn og sagðist búast við lífstíðarfangelsi. Í yfirheyrslum sagði hann að tvær fleiri sellur væru virkar í samtökum hans, sem er lýst í yfirlýsingu hans. Lögregla vildi ekki tjá sig um þá staðhæfingu í gær. Ekki hefur verið útilokað að hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þá hefur komið fram að mark- mið hans hafi ekki verið að drepa eins marga og hægt var, heldur að senda sterk skilaboð sem ekki væri hægt að misskilja. Skila- boðin væru þau að á meðan Verkamannaflokkurinn héldi áfram stefnu sinni og flytti inn múslima og skemmdi norska menningu yrði hann að taka ábyrgð á þeim landráðum. Greint var frá því í gær að hryðjuverkamaðurinn hefði verið á skrá hjá norsku öryggislögregl- unni í mars eftir að hann verslaði við fyrirtæki í Póllandi sem selur meðal annars efni sem nota má í sprengjur. Þá fannst ekkert sem benti til þess að kanna þyrfti það frekar. Í gær var maður handtek- inn í Póllandi vegna gruns um að hann hefði selt Breivik þessi efni. Misvísandi fréttir bárust af hlut- deild mannsins í gær en nú hefur verið greint frá því að hann sé yfirheyrður sem vitni en ekki sakborningur. thorunn@frettabladid.is HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Fyrir börn frá 6 mánaða - 5 ára Hægt að leggja saman og taka með Verð frá 16.900 Barnasæti Breivik segir tvær skyldar hryðjuverkasellur að störfum Fjöldi látinna í hryðjuverkum í Noregi fyrir helgi er minni en áður var talið. Enn er þó margra saknað. Ódæðis- maðurinn kom fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi. Hann var á skrá hjá norsku öryggislögreglunni í mars. DAG WERNø HOLTER Sendiherra Noregs á Íslandi og starfsfólk hans tók þátt í minn- ingarathöfn við sendiráð Noregs á Fjólugötu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ódæðismaðurinn í Noregi hefði átt að fremja sjálfsvíg frem- ur en að drepa svo marga aðra. Þetta segir faðir hans í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2. Faðirinn hefur ekki talað við son sinn frá því að hann var fimmtán eða sextán ára gamall. Hann býr í Frakklandi og segist aldrei munu hafa samband við son sinn aftur. Engin venjuleg manneskja gæti gert nokkuð líkt voðaverkum hans. Faðir morðingjans í viðtali: Hefði átt að fremja sjálfsvíg Fréttamaður norska ríkisút- varpsins, Peter Svaar, lýsti í gær kynnum sínum af ódæðismann- inum Breivik, en þeir voru skóla- bræður. Svaar segist hafa þekkt allt aðra hlið á honum sem ungum dreng, sem hafi ekki verið vond- ur maður fyrir sautján árum. Hann hafi verið feiminn og hugs- að mikið um heilsurækt. Hann segir allt í áætlunum morðingjans hafa gengið upp hingað til og að hann óttist að enn sé hann að leika á alla. Ekk- ert sem hann þekki til manns- ins bendi til þess að hann hafi verið geðsjúkur heldur sé hann ískaldur og yfirvegaður. Þá segir Svaar að Breivik hafi verið handtekinn fyrir veggja- krot í miðborg Óslóar sem ung- lingur og vegna þess hafi faðir hans hætt að hafa samband við hann. Skólabróðir morðingjans: Var ekki vondur fyrir 17 árum Réttarhöldin yfir Anders Breivik Anders Behring Breivik á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk fyrir glæpina sem hann framdi í Noregi á föstudag. Árásirnar tvær kostuðu minnst 76 manns lífið. Breivik hefur játað verknaðinn en samþykkir ekki ákærurnar á hendur sér. 25. júlí. Átta vikna gæsluvarðhald samþykkt eftir að morðinginn kom fyrir dómara, fyrir luktum dyrum. Læknar munu svo meta geðheilsu hans til að meta hvort hann sé hæfur til að sitja réttarhöld. Talið er að allt að því ár geti liðið þangað til réttarhöld yfir honum hefjast. Hámarksrefsing í Noregi er 21 ár. Morðingjar eru oft látnir lausir eftir að hafa afplánað meira en helming dóms. Hægt er að lengja dóma um fimm ár ef fangi er talinn líklegur til að brjóta af sér á ný. Ný lög eru í smíðum í Noregi og gera þau ráð fyrir því að hámarksrefsing fyrir hryðjuverk verði 30 ár. Breivik verður ekki dæmdur eftir þeim lögum. Nágranni Anders Breivik íhug- aði oftar en einu sinni að hringja í lögreglu. Svein Meldieseth grunaði að Breivik væri að aðhafast eitthvað misjafnt á býli sínu. „Hann vissi ekkert um land- búnað og hagaði sér undarlega. Hann dekkti fyrir gluggana og læsti alltaf dyrunum á eftir sér þegar maður hitti hann við húsið,“ segir Meldieseth í viðtali við blaðið Østlendingen og bætir því við að Breivik hafi orðið pirraður ef menn komu án þess að hringja fyrst. Sjálfur segist Breivik í dagbók sinni einmitt hafa óttast að Meldieseth yrði tortrygginn og þess vegna gert varúðarráðstafanir. Fyrrver- andi eigandi býlisins sagðist einnig hafa íhugað að gera lög- reglu viðvart þegar hann sá mann þar vera að afmá auglýs- ingatexta af sendibíl. - gar Tortrygginn nágranni: Hugleiddi að vísa á Breivik Minngarathöfn um fórnar- lömb sprengingarinnar í Ósló og fjöldamorðingjans í Útey í Noregi var minnst í gærmorgun við sendiráð Noregs í Reykja- vík. Athöfnin fór fram klukkan tíu, eða á sama tíma og í Noregi og annars staðar á Norðurlönd- unum. Fólk sem safnaðist saman tók þátt í einnar mínútu þögn og vott- aði þannig þeim sem féllu fyrir illvirkjanum og aðstandendum þeirra virðingu sína. Sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter tók á móti fólki og sam- úðarkveðjum þeirra og blómum utan við sendirráðið. - gar Athöfn við sendiráð Noregs: Fórnarlamba minnst í gær BJÖRGUNARFÓLK MINNIST FÓRNARLAMBA Tugþúsundir Norðmanna söfnuðust saman í miðborg Óslóar í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkanna á föstudag. Sjúkraflutningamenn voru meðal þeirra sem lögðu blóm við dómkirkjuna og tóku þátt í einnar mínútu þögn í virðingarskyni við þá látnu. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.