Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 10
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI Frásagnir eftirlifenda af voða- verkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og sam- hjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaup- um frá árásarmanninum And- ers Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem róleg- um og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess full- viss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmd- ina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmann- inum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokk- uð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmál- inu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fall- inna félaga sinna. Pracon seg- ist hafa beðið til guðs að Brei- vik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabund- ið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særð- um vinum sínum í skjól. Þá björg- uðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmenn- um til bjargar. Løvik var í sumar- leyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upp- lifðu. magnusl@frettabladid.is Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey Eftirlifendur atburðanna í Útey hafa síðustu daga sagt sögur af harmleiknum. Flestar eru hryllilegar og þrungnar sorg en inn á milli voru unnar hetjudáðir. ÆTTINGJAR SYRGJA Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. 4 400 400 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa tjáð sig mikið um voðaverkin í Noregi, enda hafi orð svo sem lítið vægi í svona harmleik. Hann segist vera lamaður yfir tíðindunum og þetta séu sorglegustu atburðir sem orðið hafi á Norðurlöndun- um um áratugaskeið. „Mér finnst það hvernig Norðmenn hafa meðhöndlað þetta mál vera á allan hátt til fyrir- myndar. Þeir hafa verið varfærnir í öllum yfirlýsingum og lagt mikla áherslu á það, sem er alveg hár- rétt, að við látum ekki svona atburð hrekja okkur af leið. Við ætlum að standa vörð um okkar opnu lýðræð- islegu samfélög, samfélög umburð- arlyndis þar sem við líðum ekki kynþáttafordóma, útlend- ingahatur, eða einhverj- ar öfgar í skoðunum sem ekki eiga rétt á sér.“ Steingrímur telur að atburðirnir eigi að vera okkur holl áminning um að gæta hófs í umræðunni og reyna að ræða mál yfirvegað og með rökum, en ekki á þann hátt sem nærir jarðveg öfga og ofstækis. „Það mættu ýmsir skríbentar og vefmiðlar og jafnvel prentmiðlar hafa það í huga held ég. Við gerum samfélagið ekkert betra með því að draga fram og hampa einhverju ofstæki og dómhörku og sjónarmið- um sem eiga lítið skylt við mann- kærleika, víðsýni og umburðar- lyndi.“ - kóp Hryðjuverkin mega ekki hrekja okkur af leið: Telur Norðmenn hafa sýnt yfirvegun STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LONDON, AP José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hrylli- legu hryðjuverkaárása í Noregi. „Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópu- ríkja til að sameinast um viðbrögð. Í kjölfarið vottaði Cameron fórn- arlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíð- inni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“ Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfir- lýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam. Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“ - mþl José Luis Rodríguez Zapatero og David Cameron: Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri LONDON Í GÆR Zapatero og Cameron áttu fund í gær og ræddu meðal annars hryðjuverkin í Noregi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.