Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. júlí 2011 15
Nýlega hafa tveir framámenn í lögfræðingastétt tjáð sig
um kröfuna um rannsóknarnefnd
sem geri úttekt á Geirfinns- og
Guðmundarmálunum svonefndu.
Þetta eru þeir Róbert Spanó, sem
ritaði grein í Fréttablaðið 22. júlí,
og Brynjar Níelsson sem skrifaði
um það pistil á pressan.is 20. júlí.
Róbert segir: „En það er ein-
mitt í réttarríki eins og okkar,
byggðu á þrígreiningu ríkisvalds,
sem opinberar ákvarðanir um að
skipa sérstakar rannsóknarnefnd-
ir verða að taka mið af því kerfi
til úrlausnar mála sem fyrir hendi
er lögum samkvæmt.“ Síðar segir
hann: „Löggjafinn á ekki að setja á
laggirnar rannsóknarnefndir til að
yfirfara endanlega úrlausn Hæsta-
réttar, æðsta handhafa hins sjálf-
stæða dómsvalds.“
Sjálfstæði dómstóla er vissulega
afar mikilvægt í réttarríki. Hér
gleymist hins vegar önnur hliðin
á þeim hugmyndum sem alla jafna
liggja til grundvallar þrígreiningu
ríkisvaldsins. Nefnilega að grein-
arnar þrjár veiti hver annarri
aðhald, sem sé nauðsynlegt til að
koma í veg fyrir valdníðslu innan
einnar þeirra.
Brynjar segir í sinni grein: „Ég
get þó sagt að í mörgum öðrum
sakamálum hafa sakborningar
verið sakfelldir á veikari sönnun-
argögnum.“ Líti Brynjar svo á að
sérhver sakfelling sé fordæmis-
gefandi varðandi kröfurnar um
sönnunarfærslu er það sannarlega
nýstárleg sýn á réttarfar. Ef þetta
á hins vegar að afsaka þá hrylli-
legu valdníðslu sem átti sér stað í
umræddum málum er ekki annað
að segja en að slík afstaða sé ekki
sæmandi lögmanni, hvað þá að for-
maður Lögmannafélagsins haldi
henni á lofti.
Í Geirfinns- og Guðmundar-
málinu var sakfellt fyrir morð,
þótt engar vísbendingar séu um
að fórnarlömbin hafi látist, nema
játningar sakborninga. Slíkar
játningar væru auðvitað mikil-
vægar ef þær væru trúverðugar.
Það eru þær ekki, því nákvæmlega
ekkert annað bendir til að glæpur
hafi verið framinn, auk þess sem
ósannar játningar eru talsvert
algengari en ætla mætti, hvað þá
þegar beitt er jafn svívirðilegum
pyntingum og hér var raunin.
Ekki síður alvarlegt er að rann-
sóknarlögreglan sýndi með óyggj-
andi hætti að hún gat fengið fram
þær játningar sem henni sýndist,
hversu fjarstæðukenndar sem
þær voru. Á meðan sakborningar
voru einangraðir hver frá öðrum í
gæsluvarðhaldi fékk lögreglan þá
alla til að staðfesta tiltekna flókna
atburðarás, sem leiddi til langvar-
andi gæsluvarðhalds yfir fjórum
öðrum mönnum. Síðar kom í ljós
að um algeran uppspuna var að
ræða. Með því að fá fram játning-
ar á slíkum uppspuna sýndu rann-
sakendur málsins í eitt skipti fyrir
öll að niðurstöður þeirra voru
einskis virði.
Ljóst er því að lögreglan og
dómsvaldið brugðust ekki bara
illilega, heldur frömdu hræðileg
illvirki á fólki sem átti að njóta
verndar réttarríkisins, burtséð
frá því hvort það átti nokkra sök í
umræddum málum. Af því hversu
alvarlegt þetta mál er verður ekki
hjá því komist að rannsaka það
niður í kjölinn. Til þess ætti að
skipa rannsóknarnefnd með víð-
tækar heimildir til vitnaleiðslu.
Við þessar aðstæður ættu lög-
fræðingar fremur að velta fyrir
sér (í heyranda hljóði) hvernig
hægt sé að leiðrétta svona alvar-
leg brot á grundvallarreglum
réttar ríkisins, og koma í veg
fyrir að þau verði endurtekin. Að
minnsta kosti þeir lögfræðingar
sem vilja láta líta á sig sem hugs-
uði á þessu sviði en ekki viljalausa
þjóna kerfis sem hefur svívirt þær
grundvallarreglur sem það segist
byggja á.
Það er líka hollt að hafa í huga
að þótt lögfræðingar geti verið sér-
fræðingar í því hvernig réttarkerf-
ið virkar þá þrýtur sérfræðikunn-
áttu þeirra þegar kerfið hættir að
virka, eins og það gerði hér.
Lögfræði, réttlæti
og réttarríki
Oddný Sturludóttir borgar-fulltrúi skrifar grein í Frétta-
blaðið á föstudag þar sem hún
reynir að réttlæta slæleg vinnu-
brögð borgarstjórnarmeirihluta
Samfylkingar og Besta flokksins
vegna fjárhagsáætlunargerðar.
Greinin sýnir að borgarfull trúar
Samfylkingar láta sér í léttu rúmi
liggja að Reykjavíkurborg er
komin rúmum fimm mánuðum
fram yfir lögbundinn frest vegna
skila á þriggja ára fjárhagsáætlun
til innanríkisráðuneytisins.
Umræddur dráttur vegna fjár-
hagsáætlunargerðar er síður
en svo eina dæmið um lausatök
meirihlutans á fjármálum Reyk-
víkinga. Sama dag og grein Odd-
nýjar birtist, kom fram í frétt-
um að Kauphöllin hefur áminnt
Reykjavíkurborg og beitt hana
sektarviðurlögum fyrir að birta
ársreikning of seint. Áður höfðu
fréttir verið sagðar af því að
Kauphöllin áminnti borgina fyrir
að greina ekki frá milljarða lán-
veitingum til Orkuveitunnar í
samræmi við reglur. Enn fremur
að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA,
rannsakar nú hvort umræddar
lánveitingar borgarinnar brjóti í
bága við EES-samninginn.
Afneitun í stað ábyrgðar
Eitt er að svo illa sé haldið á
málum af hálfu meirihlutans að
borgin greiði vanrækslusektir og
að yfirvofandi séu frekari viður-
lög af hálfu ráðuneytis sveitar-
stjórnarmála. Það bætir hins
vegar ekki úr skák þegar borgar-
fulltrúar meirihlutans bregðast
við viðvörunarorðum og óskum,
um að þessir hlutir séu tafarlaust
lagfærðir í samræmi við skýr
lagafyrirmæli, með ásökunum um
að um sé að ræða óþarfa upphróp-
anir og upphlaup.
Oddný gerir mikið úr því í grein
sinni hvað það sé erfitt fyrir borg-
ina að skila þriggja ára áætlun og
reynir síðan, eins og Dagur B.
Eggertsson, að kenna um óvissu
vegna tilflutnings málefna fatl-
aðra, sem átti sér stað um síðustu
áramót.
Enn skal minnt á að Reykja-
víkurborg hefur áður tekið við
stórum málaflokkum frá ríkinu
án þess að það hafi sett áætlana-
gerð sveitarfélagsins í uppnám.
Þá var það ekki bara Reykjavík-
urborg heldur öll önnur sveitar-
félög, sem tóku við umræddum
málaflokki.
Flest ef ekki öll önnur sveit-
arfélög landsins hafa nú skilað
umræddri þriggja ára áætlun
og ekki er vitað til þess að neitt
þeirra, utan Reykjavíkurborg,
reyni að nota málefni fatlaðra sem
afsökun fyrir því að skila ekki
lögbundnum gögnum til ráðu-
neytisins.
Samfylkingin í afneitun
Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu
verði til hagsbóta fyrir Íslendinga.
Það er ekki vegna þess að ég telji
að við verðum rík af sjóðum sam-
bandsins og það er heldur ekki mín
skoðun að sjálfræði okkar muni
aukast. Ég tel ekki heldur að ESB
sé svar við öllum okkar vanda-
málum og þaðan af síður tel ég að
sjónarhorn okkar muni ráða ferð-
inni innan sambandsins.
Ég tel aftur á móti að Ísland hafi
mikið að bjóða grönnum sínum
í Evrópu og ég tel að við höfum
skyldur til að miðla þeim verð-
mætum sem við höfum. Þá er ég
ekki að tala um orku, fisk eða land-
búnaðarvörur heldur lýðræðishefð
og friðarboðskap sem Íslendingar
hafa varðveitt í margar kynslóðir,
ekki bara í orði heldur líka í fram-
kvæmd.
Markmið Evrópusambandsins
er að jafna og bæta kjör í aðildar-
ríkjunum. Evrópusambandið
byggir á þeirri sýn að friður á
milli sjálfstæðra ríkja verði best
tryggður með samskiptum og sam-
vinnu, gagnkvæmum skilningi og
jafnræði í réttindum og lífskjör-
um.
Íslendingar hafa staðið sig mjög
vel í að móta reglur um réttindi
fólks á vinnumarkaði og miðlað
þannig áherslum íslensks vinnu-
markaðar um velferð og réttindi
inn í samevrópskar reglur. Aðild
ASÍ að Evrópusambandi stéttar-
félaga hefur gefið sambandinu
tækifæri til að standa þá vakt með
miklum sóma. Á sama hátt getum
við nýtt sérþekkingu okkar og
reynslu til að hafa áhrif í friðar-
og lýðræðismálum innan Evrópu-
sambandsins.
Ég tel að á síðustu árum sé hlut-
verk Íslands og annarra Norður-
landaþjóða í friðar-, lýðræðis- og
velferðarmálum enn brýnna en
áður. Á síðasta áratug hafa komið
inn í sambandið fátækari þjóðir
sem ekki hafa búið við lýðræði og
markaðsbúskap síðustu áratugi.
Með þeirri breytingu heyrast fjöl-
breyttari sjónarmið sem munu
hafa áhrif á mótun Evrópusam-
vinnunnar á komandi árum.
Ég trúi því að Íslendingar vilji
vera hluti af Evrópu þar sem raun-
verulegt lýðræði ríkir og mann-
réttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt
um starfskonu á hóteli í Reykjavík
hefur vakið okkur öll til umhugs-
unar um að í Evrópu býr fjöldi
fólks sem ekki er mótað af sömu
reynslu, lífsgæðum og lífssýn og
við Íslendingar. Jöfnuður í land-
inu, frelsi og mannréttindi eru
gildi sem allir stjórnmálaflokk-
ar á Íslandi hafa reynt að varð-
veita með einum eða öðrum hætti
frá því að við fengum sjálfstjórn,
það hefur verið okkur mikil gæfa.
Að tryggja sterkari rödd þess-
ara gilda er hlutverk okkar – það
gerum við ekki sem áhorfendur
innan Evrópusambandsins heldur
aðeins sem virkir þátttakendur.
Hlutverk Íslands innan ESB
Dómsmál
Einar Steingrímsson
stærðfræðingur
Sveitarstjórnarmál
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi
ESB-aðild
Inga Sigrún
Atladóttir
bæjarfulltrúi í Vogum
Opnunartími:
Mán-Fös. kl: 10-18
Laug-Sun. kl: 12-16
Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík
Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is
Eximo hjólhýsi á einstöku verði!
með kaupauka að verðmæti 250.000kr
K
au
p
au
ki
f
yl
g
ir
E
xi
m
o
52
0L
o
g
46
0
hj
ó
lh
ýs
um
Létt og meðfærileg hús, •
auðveld í drætti.
Mjög gott verð.•
Sterklega smíðuð hús.•
Falleg hönnun.•
91 Lítra ísskápur.•
Gasmiðstöð m/ Ultra heat •
(rafm. hitun)
Litaðar rúður•
12 og 220 Volta rafkerfi.•
Selerni•
Heitt og kalt vatn•
E
xi
m
o
3
70
Verð: 2.998.000kr
Verð: 2.398.000kr
Verð: 2.998.000kr
E
xi
m
o
5
20
L
E
xi
m
o
5
20
B
Verð: 2.798.000kr
E
xi
m
o
4
60
Upp
selt
Kaupauki:
Fortjald og
sólarraflaða
Kaupauki:
Fortjald og
sólarraflaða