Fréttablaðið - 26.07.2011, Page 18
18 26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í sam-
félaginu um lyfjanotkun lands-
manna og meinta misnotkun til-
tekinna lyfjaflokka. Látið hefur
verið liggja að því að læknar ávísi
með óvarlegum hætti lyfjum til
ógæfufólks sem nýti sér þau ekki
með tilætluðum eða uppbyggileg-
um hætti. Hér verður ekki kveð-
inn upp neinn sleggjudómur í því
efni en hlutskipti lækna er ekki
öfundsvert í þessu sambandi. Við-
brögð hins opinbera, Landlæknis-
embættis og ráðuneytis hafa vita-
skuld verið þau að nauðsynlegt
sé að setja undir alla mögulega
leka, skoða og kanna, rýna í gögn,
fylgja betur eftir verklagsreglum,
nýta betur gagnagrunna og jafn-
vel að smíða nýja.
Opinber yfirvöld bera ábyrgð
á málaflokknum og hafa gríðar-
legan kostnað af lyfjaumsýslu.
Í allri orðræðu um þessi mál að
undanförnu hefur verið skautað
af mikilli fimi framhjá þeirri
staðreynd að heilbrigðisyfirvöld
hafa yfir að ráða rafrænu sjúkra-
skrárkerfi sem er í notkun á öllum
heilbrigðisstofnunum og heilsu-
gæslustöðvum landsins. Að vísu
er kerfið í eigu einkahlutafélags
sem leigir stofnunum aðgang
fyrir há gjöld en það er önnur
saga og sérstakt athugunarefni.
Kerfið er ekki gallalaust en hefur
verið lagfært á síðustu misserum
og ólíklegt að annað verði í boði
um sinn. Fullkomin sjúkraskrár-
kerfi eru auk þess ekki til, ekki
heldur í útlöndum.
Hin alvarlega hlið málsins er
sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi
á Íslandi er þannig búið að heil-
brigðisstarfsmenn sem heimildar
njóta skv. lögum hafa ekki mögu-
leika til samskipta í rauntíma
um hagsmunamál skjólstæðinga
sinna og miðla á milli sín upplýs-
ingum sem í einhverjum tilvik-
um geta verið lífsnauðsynlegar.
Aðgengi takmarkast nær ein-
göngu við stofnun eða starfsstöð.
Þetta snertir nákvæmlega
umræðuna um lyfjaneyslu og
meinta misnotkun, en miklu
meira. Ef íslenska sjúkraskrár-
kerfið væri tengt saman í heild,
þá lægju allar upplýsingar sem
að þessu lúta fyrir og alvar-
legt vandamál leyst með þeirri
einu aðgerð. Nú kann einhver að
spyrja hvort það eitt og sér sé
dýrt og flókið ferli. Fátt er algjör-
lega vandalaust þegar um rafræn
kerfi er að ræða og flækjustig
ýmisleg. Hins vegar hefur verið
unnið mikið og gott undirbúnings-
starf á undanförnum árum, m.a.
í starfshópi á vegum heilbrigðis-
ráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja
fyrir. Tæknilega er þetta einföld
aðgerð, reynsla er komin á örygg-
isvörslu gagna og lagaramminn
á þessu sviði er ekki til trafala.
Mögulegt er að hrinda breyting-
um í framkvæmd á fáum mán-
uðum.
Á undanförnum árum hefur
sömuleiðis verið unnið að samein-
ingu heilbrigðisstofnana. Með því
hefur samræmingar verið leitað
á stórum landsvæðum, m.a. varð-
andi sjúkraskrá. Nú er svo komið
að í raun þarf einungis að tengja
saman örfáa stóra og samræmda
sjúkraskrárgrunna. Þannig mun
kerfið þjóna tilgangi sínum til
fullnustu og skila faglegum og
fjárhagslegum ábata, því hagræði
og öryggi sem vonir hafa alla
tíð verið bundnar við. Í húfi eru
miklir hagsmunir. Þeir stærstu
lúta að sjálfsögðu að markvissari
og betri þjónustu gagnvart sjúk-
lingum. Sameining af þessu tagi
mun líka óhjákvæmilega knýja
notendur til agaðri skráningar.
Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri
úrvinnslu gagna en augljós brota-
löm er á því sviði.
Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafn-
framt draga úr óþarfa endurtekn-
ingum rannsókna, bæði á sviði
blóðmeinafræða og myndgrein-
ingar og leiða þegar í stað til stór-
fellds sparnaðar. Raunalegar og
stöðugar endurtekningar á sömu
persónuupplýsingum úr sjúkra-
sögu ættu algjörlega að verða úr
sögunni til aukinna þæginda fyrir
viðkomandi sjúklinga.
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi
hefur lotið niðurskurði síðustu
ár og býr nú við rýran kost. Því
eru væntingar þeirra sem starfa
í málaflokknum og bera nokkra
ábyrgð á veittri þjónustu skýrar.
Hvatt er til þess að þeir sem véla
um síðir með ráðstöfun fjár og
faglegra þátta vinni markvisst og
í eina átt. Aðgerð sem hér hefur
verið tæpt á leysir aðkallandi
vanda og eykur gæði heilbrigð-
isþjónustu og er beinlínis í þágu
sjúklinga.
Allt á sitt gjald. Mörg dæmi
um lausatök í heilbrigðisþjónustu
eru kostnaðarsöm. Samtenging
sjúkraskrárkerfa hjá þessari
320.000 manna þjóð kostar nokkra
tugi milljóna. Án efa er hægt að
stilla upp tölfræðilegu líkani sem
sýnir hversu langan tíma það taki
að ná þeim varanlega ábata sem
umbreyting þessi gefur. Fagleg-
ur ávinningur er augljós. Leiða
má líkur að því að telja megi fjár-
hagslegan ávinning í mánuðum en
ekki árum. Hafa menn t.d. gefið
því gaum í þessu samhengi hvað
blóðrannsóknir, myndgreining og
lyfjaumsýsla í landinu kostar hið
opinbera á ári? Muna landsmenn
upphæðirnar sem til umræðu
voru fyrir fáum vikum um meint-
ar, ómarkvissar lyfjaávísanir?
Eftir hverju er beðið?
Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga
úr óþarfa endurtekningum rannsókna,
bæði á sviði blóðmeinafræða og mynd-
greiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparn-
aðar.
Hvað kostar heilsufarið?
Þessar umræður undanfarna daga og vikur um verð á inn-
lendum búvörum eru mér algjör-
lega óskiljanlegar – eru til menn
það einangraðir hér á Íslandi að
þeir hafa ekki hugmynd um verð-
lag í öðrum löndum? Skýringin
gæti verið sú að þeir hafa bara
ekki kynnt sér verðlag á búvörum
í öðrum löndum sl. 12 ár eða svo.
Ég get nefnt sem dæmi þegar
formaður launþegasamtaka á
Íslandi vill hvetja alla íslenska
neytendur til að hætta að borða
íslenskt dilkakjöt, af því að
verðið mun hækka svo rosalega
á næstu dögum, eða formaður
Neytendasamtakanna heldur því
fram að matvöruverð sé hærra
hér á landi en í nokkru öðru
landi. Ég get ómögulega séð að
þessir menn geti haldið sínum
embættum – hinir almennu
félagsmenn í þessum samtökum
verða að gera ráðstafanir til að
losna við þessa menn sem eru
svona rosalega illa staddir.
Að sjálfsögðu er nauðsyn-
legt að hækka verð á dilkakjöti
til bænda – þeir bera of lítið úr
býtum fyrir sína vinnu. Þrátt
fyrir að verð á dilkakjöti út úr
verslun gæti hækkað um 10%
eða svo þá geri ég ráð fyrir að
verðlag á dilkakjöti yrði hlið-
stætt því sem það er hagstæðast
í dag í Evrópu. Dilkakjötið ætti,
hugsanlega, að vera dýrasta kjöt
sem völ er á, fyrir utan sérstæð-
ar kjötvörur eins og bjórkjöt af
ungnautum í Japan og Englandi –
síðan kjöt af ýmis konar villibráð
sem er og verður eflaust dýrara.
Ég hef kannað verðlag á kjöt-
vörum í nokkrum löndum á síð-
astliðnum tveim árum. Hæsta
verð á dilkakjöti er í Svíþjóð
enda borða Svíar ekki nema
um 300 g á mann að meðaltali
yfir árið – 1 kg af lambalund-
um kostaði á síðastliðnu ári sem
svarar 5.500 íslenskum krón-
um. (Þetta var í kaupfélaginu í
Gustavsberg). Annað kjöt var
um 20 til 30% dýrara en gerðist
hér á landi. Rétt er að geta þess
að smjör var helmingi dýrara
í Svíþjóð en hjá okkur en verð
á ostum var aftur á móti mun
lægra en hér gerist. Þá athug-
aði ég verð í tveim verslunum
í London, lágvöruversluninni
Tesco og í Sainsbury. Þar reynd-
ist verð á öllum helstu kjötteg-
undum vera þó nokkuð hærra en
gerist hjá okkur, þó ég miði við
verð í Bónus eða Nóatúni. Rétt er
að geta þess að verðlag á kjúk-
lingum í Tesco var svipað og það
gerðist í Bónus um líkt leyti.
Innflutt matvara er að vísu dýr
hjá okkur miðað við önnur lönd,
en þetta á ekki við um innlendar
búvörur. Ég vona að íslenskir
neytendur hafi vit á að nýta sér
okkar ágætu búvörur. Ef vel ætti
að gera við sauðfjárbændur þyrfti
að hækka verð til þeirra um 20%
en lækka kostnað við slátrun og
annan milliliðakostnað.
Er ekki kominn tími
á þessa karla?
Heilbrigðismál
Guðjón S.
Brjánsson
forstjóri
Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands
Matvöruverð
Agnar Guðnason
fyrrverandi ráðunautur
Innflutt matvara
er að vísu dýr hjá
okkur miðað við önnur
lönd, en þetta á ekki við
um innlendar búvörur.
Ég vona að íslenskir neyt-
endur hafi vit á að nýta
sér okkar ágætu búvörur.
Tóbaksfíknin
Já, hún er ekkert lamb að leika sér við. Það þekkja
allir sem hafa reykt lengur en
þeir vildu. Enginn ætlar sér að
vera „tóbaks fíkill“ þegar hann
verður stór – en mestar líkur
eru á því, að ef einn ungur hefur
ánetjast tóbaki, muni hann eiga
erfitt með að hætta þegar hann
hugsar sér það. Einkennilegt!
Að viljinn ráði því bara ekki –
eða hvað ? Nei, það er nefnilega
skiljanlegt að hann eigi erfitt
með að hætta. Og ef hann nær
að hætta, þá er það einnig skilj-
anlegt að hann eigi erfitt með að
byrja ekki aftur. Það er einmitt
fíknin sem ræður því, og hún
skýrist af taugalífeðlisfræði-
legum breytingum í heila. Þetta
sér maður ekki fyrir, þegar fikt-
ið byrjar. En þetta vita þeir sem
markaðssetja tóbakið.
Langflestir þeirra sem reykja
eru fíknir í tóbak. Fíknsjúkdóm-
ur er alvarlegur og hefur alvar-
legar afleiðingar, sem sjást þó
ekki strax og oft ekki fyrr en
um seinan. Mikilvægast er að
fyrirbyggja nýja tóbaksneyt-
endur fyrir alla framtíð. Með-
ferð og inngrip til að hætta
þurfa yfirvöld að gefa miklu
meiri gaum. Þeir sem hafa end-
urtekið reynt að hætta og fallið,
þurfa meiri meðferð og stuðn-
ing. Til þess að veita það, þarf
fjármagn og skilning. Þekkingin
og menntunin er til í heilbrigðis-
geiranum til að sinna því.
Í mínu starfi sem fíknlæknir
hjá SÁÁ hitti ég marga tóbaks-
fíkla, því tóbaksfíkn er náskyld
fíkn í áfengi og önnur vímuefni.
Nær allir sem koma til meðferð-
ar vegna áfengis og annarra
vímuefna, vilja hætta að reykja.
Langflestir hafa hætt í ein-
hvern tíma eða reynt að hætta.
Meðferð við tóbaksfíkn er upp-
byggð á sama hátt og meðferð
við vímuefnafíkn. Fyrst er að
koma sér frá fíkniefninu og
oft eru fráhvörf í byrjun. Eftir
það er viðkomandi „hættur“,
og þá er það mikilvægasta af
öllu, að vinna gegn falli eftir
margvíslegum leiðum til lengri
tíma, helst um alla framtíð. Ef
fall verður, þá þarf að grípa
til aðgerða strax á ný og bæta
í meðferðina og bataáætlunina.
Ef hægt er að koma í veg
fyrir að unglingarnir okkar
byrji tóbaksneyslu, þá er björn-
inn unninn. Reykingafólk vill
líka hindra að þeirra börn byrji
að reykja. Þeir sjálfir þurfa
jafnframt skilning, svigrúm
og aðstoð til að eiga við sína
tóbaks fíkn.
Fikt í tóbaksneyslu er ekki
sama og tóbaksfíkn. En fikt
getur mjög fljótt leitt til þeirra
líffræðilegu breytinga sem
heldur einstaklingnum í hlekkj-
unum svo hann á erfitt með að
hætta þótt hann vilji.
Allar aðgerðir til að minnka
fikt verða okkur til góða. Við
höfum staðið okkur vel á litla
Íslandi í að minnka aðgengi og
séð af því góðan árangur. Nú
sýnast mér enn meiri aðgerð-
ir vera í aðsigi á næstu árum,
með nýrri þingsályktunartil-
lögu, með enn meiri stuðningi
við börnin okkar í framtíðinni.
Það er vel.
Heilbrigðismál
Valgerður
Rúnarsdóttir
læknir hjá SÁÁ
Meðferð við
tóbaksfíkn er
uppbyggð á sama hátt
og meðferð við vímu-
efnafíkn.
0,13 mm, 0,15 mm, 0,18 mm, 0,20 mm,
0,24 mm, 0,28 mm, 0,33 mm.
165UL, 210UL,
270UL, 270M,
270MH, 300H.