Fréttablaðið - 26.07.2011, Blaðsíða 20
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR20
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
ALDOUS HUXLEY rithöfundur (1894-1963) fæddist þennan dag.
„Þeir sem kunna að lesa geta eflt sjálfa sig, fjölgað möguleikum sínum,
gert lífið fyllra, þýðingarmeira og áhugaverðara.“
Merkisatburðir
1847 Líbería lýsir yfir sjálfstæði.
1936 Pétur Eiríksson, 19 ára, syndir frá Drangey til lands, svokall-
að Grettissund. Þegar hann var 9 ára gekk hann við hækjur.
1945 Úrslit tilkynnt í bresku þingkosningunum sem fram höfðu
farið 5. júlí. Verkamannaflokkurinn vinnur stórsigur og
Winston Churchill fer frá völdum.
1951 Á Siglufirði er haldið fyrsta vinabæjamót á Íslandi á vegum
Norræna félagsins.
1952 Farouk Egyptalandskonungur segir af sér og Fuad sonur
hans tekur við.
1953 Vígð er 250 metra löng brú yfir Jökulsá í Lóni, þá næst-
lengsta brú landsins.
1959 Eyjólfur Jónsson sundkappi syndir frá Kjalarnesi til Reykja-
víkur, um 10 kílómetra leið. Sundið tekur um fjóra og hálfa
klukkustund.
1963 Harður jarðskjálfti verður í Skopje í Júgóslavíu (nú í Lýð-
veldinu Makedóníu). Alls farast 1100 manns í skjálftanum.
1983 Einar Vilhjálmsson setur Íslandsmet í spjótkasti, 90,66
metra, á úrvalsmóti Norðurlanda og Bandaríkjanna. Einar
er sigurvegari mótsins.
1992 Fyrsta teygjustökk á Íslandi í tilefni af fimm ára afmæli
Hard Rock Café á Íslandi.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Marta Hannesdóttir
Sólvallagötu 60, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
27. júlí kl. 13.00.
Margrét Jónsdóttir Árni Ingólfsson
Gunnar Jónsson Kristín Kristinsdóttir
Lárus Jónsson Sonja Egilsdóttir
Ágúst Jónsson Ingibjörg Benediktsdóttir
Guðrún Jónsdóttir Ari Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Elísabet Jónsdóttir
áður til heimilis á Ölduslóð 17,
Hafnarfirði,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði
hinn 22. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Örn Gunnarsson Erna Guðmundsdóttir
Brynjar Gunnarsson
Helga Birna Gunnarsdóttir Axel Kristjánsson
Ingibjörg Gunnarsdóttir Ragnar Gíslason
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Egill Jónasson Stardal
cand.mag.,
Brúnalandi 6, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 23. júlí.
Inga Fanney Egilsdóttir
Jónas Egilsson
Kristrún Þórdís Egilsdóttir Stardal
tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ásta Karlsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
lést sunnudaginn 24. júlí á Landspítalanum í Reykjavík.
Haukur Bergsson
Eva Hauksdóttir Viðar Freyr Sveinbjörnsson
Bergur Hauksson Auður Harðardóttir
Ólafur Steinar Hauksson Bergþóra Hafsteinsdóttir
Sigurður Hauksson Kristín Axelsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ragnheiður S. Jónasdóttir
Álfhólsvegi 84, Kópavogi,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við
Hringbraut þann 21. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.00.
Ólöf B. Þorleifsdóttir
Brynjar S. Þorleifsson
Vilhjálmur Þorleifsson
Eva H. Þorleifsdóttir Guðmundur B. Kjartansson
Leifur H. Þorleifsson Hlíf B. Óskarsdóttir
Gróa K. Þorleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðlaug Eggertsdóttir
Andrésbrunni 12, Reykjavík,
lést laugardaginn 23. júlí á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 29. júlí kl. 15.00.
Kristján Ragnarsson
Gunnar S. Jónsson
Þuríður M. Jónsdóttir Kristján Gunnarsson
Heiða Björk Jónsdóttir
Þröstur I. Jónsson Kolbrún Jónsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim
sem heiðruðu elskulegan son, bróður,
mág og frænda,
Braga Kristjánsson
Sólvallagötu 9, Keflavík,
við athöfn frá Keflavíkurkirkju 23. júní sl. Starfsfólk
Sjúkrahúss Keflavíkur sýndi Braga og okkur fádæma
umhyggju og virðingu. Fyrir það er þeim sérstaklega
þakkað. Öllum ættingjum og vinum eru sendar þakkir
fyrir hlýjar kveðjur.
Guðbjörg Þórhallsdóttir
Baldur Kristjánsson Svala Björgvinsdóttir
Sigríður og Sif Baldursdætur
„Nú er ég orðin hálffimmtug og það
er dálítið stórt skref en bara mjög
ánægjulegt,“ segir Ingveldur Ýr hress
þegar hringt er í hana í tilefni fjöru-
tíu og fimm ára afmælisins í dag. Hún
kveðst hafa þjófstartað því síðasta
laugardag með 50 manna veislu heima
hjá sér. „Ég er með stóran pall sem ég
tjaldaði yfir en rokið var þá svo mikið
að það var ekkert hægt að vera úti
svo allir voru bara sáttir inni,“ segir
hún. „Þetta var rok ársins, en senni-
lega bara af því að árið mitt er búið að
vera svo stormasamt. Ég var nefnilega
að ganga frá skilnaði í sömu viku. Það
var reyndar gert í sátt og samlyndi en
skilnaður er samt alltaf drama.“
Söngkennslustofan inn af íbúðinni
hennar Ingveldar Ýrar kom að góðum
notum og breyttist í veislusal að henn-
ar sögn en skyldi hún hafa ætlað að
grilla í rokinu líka? „Nei, ég var með
hlaðborð af heimatilbúnu góðgæti. Þar
voru til dæmis nokkrir hráfæðisréttir
í anda Sollu Eiríks, alls konar græn-
metisbökur, flatkökur með hangikjöti,
sænskar kjötbollur og litlar kökur,
þannig að þetta var svona veglegur
puttamatur. Ég var örugglega í ein-
hverja tvo sólarhringa að elda en það
er áhugamál hjá mér þó að ég hafi
aldrei haldið almennilega upp á afmæl-
ið mitt áður. Ég var í útlöndum þegar
ég var þrítug og voða róleg á fertugsaf-
mælinu. Mér skilst að Þjóðverjar haldi
upp á 44, 55 og 66 og svo framvegis og
ég fer ekkert alltaf hefðbundnar leiðir
í lífinu svo ég er að hugsa um að halda
alltaf upp á hálfa tuginn hér eftir.“
Mikið var sungið í afmælinu á laug-
ardag, að sögn Ingveldar Ýrar, enda
margt söngvant fólk þar samankomið.
„Ég er stolt af því að geta eignað mér
um tuttugu manna sönghóp sem æfir
vikulega og kemur fram við ýmis tæki-
færi með miklum tilþrifum. Þetta er
sönghópurinn Spectrum sem nú er að
æfa fyrir húllumhæ á menningarnótt.
Þá förum við á milli staða og syngj-
um.“ gun@frettabladid.is
INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR SÖNGKONA: ER FJÖRUTÍU OG FIMM ÁRA Í DAG
Þjófstartaði afmælinu sínu
INGVELDUR ÝR „Ég er að hugsa um að halda alltaf upp á hálfa tuginn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HAG