Fréttablaðið - 26.07.2011, Qupperneq 22
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
Hrotur eru algengar hjá eldra fólki en um 60 prósent karlmanna
og 40 prósent kvenna eldri en sextíu ára hrjóta. Hávaðinn sem af því
hlýst nær að jafnaði 6o desibilum en getur þegar verst lætur náð 80
desibilum. 85 desibil eða meira þykja hættuleg mannseyranu.
Heimasíðan kidshealth.org hefur að geyma fjölda gagn-
legra upplýsinga sem snúa að börnum, unglingum og
foreldrum þeirra. Þar er fjallað um næringu, heilsu,
skyndihjálp, sjúkdóma og andleg málefni svo dæmi séu
nefnd. Síðuna heimsækja 700.000 manns á dag.
Heimild: www.kidshealth.org
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
Sumar útsalan
er hafin
50 - 70%
afsláttur
ÚTSÖLULOK–VERÐHRUN
Kjólar
Skokkar
Mussur
Toppar
Bolir
Galla kvartbuxur
o.m.fl.
Við erum á Facebook
Aðeins þrjú verð
á útsöluvörum
Fyrsta ThunderCat-keppnin hér-
lendis var haldin um helgina. Um
er að ræða hraðakeppni á léttum
tvíbytnum með fimmtíu hestafla
mótor sem ná allt að hundrað kíló-
metra hraða. Tveir þátttakendur
eru á hverjum bát, stýrimaður og
aðstoðarmaður. Annar stýrir bátn-
um en hinn situr fremst og sér til
þess að báturinn haldi jafnvægi.
„Brautin liggur í gegnum öldurót
og bátarnir takast á loft. Sportið
útheimtir þol, styrk, tækni og sam-
vinnu og meiri ærsla- og gusugang
er varla hægt að hugsa sér,“ segir
Leifur Dam Leifsson, annar stofn-
enda Thunder Cat Iceland.
Átta lið skráðu sig til þátt-
töku og fóru þeir Leifur og Arnar
Ragnars son, í liðinu Basil Attack,
með sigur af hólmi. „Keppnin var
hörð og ljóst að það eru margir
efnilegir. Við þurfum því að hafa
okkur alla við í næstu keppnum
sem áætlaðar eru á Menningar-
og Ljósanótt, segir Leifur.
Farið var að keppa á Thunder-
Cat í Suður-Afríku fyrir þrjá-
tíu árum en síðan hefur íþróttin
breiðst út til Nýja-Sjálands, Ástr-
alíu, Evrópu, Norðurlandanna og
nú síðast til Íslands. „Þetta er vin-
sælasta bátasport í heimi og nú er
Ísland hluti af samfélaginu og á
vísan þátttökurétt á Evrópumót-
um.“
Leifur og samstarfsfélagi hans,
Bogi Baldursson hjá GG sjósport,
hafa yfir tveimur tvíbytnum að
ráða og hvetja fólk til að hafa sam-
band á gummibatar@gummibatar.
is vilji það prófa og jafnvel skrá
sig til keppni. Þeir munu halda
utan um keppnir hér heima og vera
tengiliðir við önnur lönd. Á slóð-
inni www.sjosport.is er að finna
frekari upplýsingar um íþróttina.
vera@frettabladid.is
Hraði og gusugangur
Fyrsta ThunderCat-keppnin var haldin úti á sundunum við Reykjavík um helgina en Thundercat-keppni
er vinsælasta bátasport í heimi. Það útheimtir þol, styrk, tækni, samvinnu og mikinn hraða.
Brautin er lögð í gegnum öldurót og
bátarnir takast á loft.
Bátarnir eru búnir fimmtíu hestafla
mótor.
Leifur og Arnar voru með besta tímann
og sigruðu í fyrstu ThunderCat-keppn-
inni hér á landi.
Leifur segir adrenalínið fara á fullt í þessu skemmtilega sporti en að fyllsta öryggis sé
þó gætt. FRÉTTABLADID/PJETUR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SKÚBB
Meiri Vísir.