Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 23

Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 23
SÚKKULAÐI ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Sælkeraferðir, eftirréttir, uppskriftir, fróðleikur. Hjartað tekur meiri kipp við súkk- ulaðiát en við ástríðufullan koss, sem ef til vill skýrir vinsældir þess. SÚKKULAÐI ÁHRIFA RÍKARA EN ÁSTRÍÐU FULLUR KOSS Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum súkkulaðis en það er meðal annars talið hafa góð áhrif á blóðflæði og örva heilaboð. Ein af mýmörgum rannsóknum á þessu vinsæla ljúfmeti hefur leitt í ljós að þeir sem bræða súkkulaði í munni sér sýna fram á meiri virkni í heila og hraðari hjartslátt en fólk sem tekur þátt í ástríðu- fullum kossi. Áhrifin á hjarta og heilaboð endast líka fjórum sinnum lengur. Víða um heim má sækja skipulagða viðburði þar sem súkkulaði gegnir stóru hlutverki. Alls kyns skemmtilegar og áhugaverðar uppákomur tengdar súk kulaði eru skipulagðar víða um heim og upp- lagt fyrir sælkera að sækja þær til að láta dekra við bragðlaukana. Salon du Chocolat er sjálfsagt ein umfangsmesta og vinsælasta alþjóðlega súkkulaðihátíðin. Gest- um og gangandi gefst þar færi á að fylgjast með samkeppni um bestu súkkulaðiuppskriftina, horfa á tískusýningar sem tengjast súkk- ulaði, skoða súkkulaðiskúlptúra og vitanlega bragða á ýmsu góðgæti. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1994 og fer nú fram í sýning- arhöllum við Porte de Versailles í París dagana 20. til 24. október. Önnur árleg hátíð fer fram í Perugia á Ítalíu, nú dagana 14. til 23. október. Miðbærinn tekur þá á sig mynd útimarkaðar með sölu- básum og viðburðum helguðum súkkulaði. Margir hafa vakið at- hygli í gegnum tíðina; þar á meðal heimsins stærsti súkkulaðibar sem var reistur þar 2003. Hann var tveggja metra hár, sjö metra breið- ur og settur saman úr sex tonnum af dökku súkkulaði. Reiknað er með að hátíðin laði til sín milljón gesti í ár. Aðrar vinsælar súkkulaðihátíð- ir standa sælkerum til boða, þar á meðal í portúgalska bænum Óbi- dos. Hún fer að vísu ekki fram fyrr en á næsta ári, dagana 3. til 13. mars ,og gæti því verið tilval- in fyrir þá sem vilja skipuleggja fríið sitt með góðum fyrirvara. Þar spreyta bakarar sig í sætindagerð og í boði eru súkkulaðikynningar og námskeið í súkkulaðigerð fyrir börn og fullorðna. Hátíðahöld fyrir sælkera Borðin svigna jafnan undan kræsingum á hátíðum og öðrum skipulögðum viðburðum þar sem súkkulaði er í aðalhlutverki. NORDICPHOTOS/GETTY KARAMELLUR SEM BRÁÐNA Á TUNGU 1 dl rjómi 125 g sykur 100 g síróp 200 g súkkulaði 70% Setjið rjóma, sykur og síróp í pott og hitið að suðu. Brytjið súkkulaðið, setjið það út í og hrærið í blöndunni þar til hitinn hefur náð um 120 gráðum. Takið þá pottinn af eldinum og hellið innihaldinu í smurt form úr málmi. Látið karamelluna kólna vel og skerið hana í bita.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.