Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 26.07.2011, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGSúkkulaði ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 20114 HVÍTT SÚKKULAÐI Hvítt súkkulaði á uppruna sinn í Sviss og kom fyrst á markað árið 1930 hjá Nestlé- verksmiðjunum. En úr hverju er það? Jú, það er úr kakósmjöri, sykri, mjólkurdufti og bragðefni en í það vantar kakómassa eða kakóþurrefni sem venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði inniheldur. Dæmi eru um að í stað kakósmjörs sé notuð önnur jurtafeiti í hvítt súkkulaði en bæði í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins þarf að minnsta kosti 20 prósent af þyngd vörunnar að vera kakósmjör til þess að mega kallast súkkulaði. Heimild: www.visinda vefurinn.is Með Betty verður baksturinn minnsti vandinn HVERNIG GEYMA SKAL SÚKKULAÐI Fáum þykir ástæða til þess að geyma súkkulaði en þær aðstæður geta komið upp og þá er ekki sama hvernig það er gert. Súkkulaði geymist best á köldum, dimmum og þurrum stað. Þó má ekki geyma súkkulaði í kæliskáp né frysta því þegar það er tekið út þéttist loft og sest á molana. Í heitum löndum er oft nauðsynlegt að kæla eða frysta súkkulaði en þá skal hafa það í loftþéttum um- búðum til að forðast rakaþétt- ingu. Bestu geymsluskilyrðin eru við 15-16°C stiga hita og má þannig geyma súkkulaði í allt að ár. Einnig skal hafa í huga að geyma súkkulaði alltaf inn- pakkað og fjarri annarri matvöru því það tekur auðveldlega í sig aðra lykt og bragð. Orðspor svissnesks súkkulaðis hefur áhrif á skoðanir fólks á bragði þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Babson-háskóla í Massachusetts og birtist í Tímariti um neytendarannsóknir. Rannsóknin fór þannig fram að neytendum var talin trú um þeir væru að fara að fá sér bita af svissnesku súkkulaði. Kunnu þeir betur við það heldur en þegar þeim var sagt að sami biti kæmi frá Kína. Ef neytendum var sagt frá því eftir að þeir höfðu smakkað svissneska súkkulaðið þá líkaði þeim betur hið kínverska. Rannsakendur segjast hafa reiknað með þessum niðurstöðum vegna sterks orðspors Sviss á sviði súkkulaðiframleiðslu. „Þegar þátttakendum var sagt að súkkulaðið kæmi frá Sviss fannst þeim það ekki jafn gott og þeir bjuggust við. Á sama hátt gerðu þeir minni væntingar til súkkulaðis frá Kína og fannst það því ekki eins vont,“ sagði Keith Wilcox, aðstoðarprófessor við Babson háskóla. VÆNTINGAR HAFA ÁHRIF Á BRAGÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.