Fréttablaðið - 26.07.2011, Side 34

Fréttablaðið - 26.07.2011, Side 34
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Mikið úrval af tjöldum. Fjölskyldutjöld með 3000 mm vatnsheldni Áfastur botn, pöddufrí tjöld Sem dæmi, fjölskyldutjöld: Boston 300 - 30% afsl. Boston 400 - 30% afsl. Boston 400 útlitsgölluð - 50% afsl. Boston 500 útlitsgölluð -50% afsl. Takmarkað magn Fyrstir koma fyrstir fá lÍs en kus Faxafen i 8 / / 108 Reyk jav ík / / S ím i 534 2727 / / e -ma i l : a lpa rn i r@a lparn i r . i s / / www.a lparn i r . i s Verðhrun á tjöldum 20% til 50 % afsláttur Danska djasssöngkonan Cathrine Legardh og saxó- fónleikarinn Sigurður Flosason halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta í tilefni af útkomu geisladisks þeirra Land & Sky. „Ég syng um allt,“ segir Cathrine Legardh söngkona spurð um tón- leika þeirra Sigurðar Flosasonar saxófónleikara í Norræna hús- inu í kvöld. „Það er heilmikið um land og himin, vinda og skóga, líf og ást. En ekki endilega þessa ást sem kemur fyrir í mörgum lögum, heldur ást til mannkynsins, til alheimsins, náttúrunnar og þess að vera til.“ Tilurð laganna má rekja til þess að Cathrine og Sigurður kynntust í djassbúðum í Danmörku sumar- ið 2009. Hún varð svo hugfangin af tónlist sem hann og Kristjana Stefánsdóttir höfðu samið að hana fór sjálfa að langa til að setjast niður við textasmíðar. Þegar Sig- urður stakk síðan upp á því að hún sendi sér ljóð eða lagatexta lét hún ekki segja sér það tvisvar. Sam- starfið fór fyrst fram í gegnum símalínur og ljósleiðara. Sigurður sendi alltaf lagasmíðar um hæl og segir Cathrine þá einhverja sprengingu hafa orðið í sköpunar- krafti sínum. „Á hálfu ári vorum við komin með tuttugu lög. Ein ástæðan fyrir því að þetta gekk svona vel var að ég festist á Íslandi þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa. Ég dýrka Ísland þar sem ég ólst upp í snjónum í Noregi og leita í öfgar. Danmörk er fín, liggur svona mið- svæðis og þar er hvorki of heitt né kalt,“ segir Cathrine sem á líka ættir að rekja til Svíþjóðar og Noregs og talar og syngur á norsku, sænsku auk móðurmáls- ins dönsku. Íslandsdvölin setur sitt mark á Land & Sky. Í einu laginu, Vulk- an, má til dæmis lesa eftirfarandi línur: „Jeg har haft en vulkan boende i mig / Den har boblet og sydet, den har raset på min vej.“ Í ljós kemur að Cathrine er ekki ókunn textagerð þar sem hún starfaði lengi vel sem blaða- maður, lauk kennslufræðum og kenndi tónlist. Þar á undan varði hún tveimur árum í nám í hag- fræði. Ekki eru mörg ár síðan hún sagði upp starfi sínu sem kennari og fann út í samráði við lífsþjálf- ara og sálfræðing að hana langaði til að helga líf sitt tónlistinni. Nú hefur hún fundið skáldið í sér og ætlar sér ekki að gera neitt annað. „Ég er stórt barn, inni í mér er lítið frekjubarn sem vill ekki fara í burtu. Ég hef að vísu gengið til sál- fræðings síðan ég var nítján ára,“ segir hún og hlær kvikindislega. Cathrine segist alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart fullorðnu fólki en sér hafi liðið vel við að skrifa djass fyrir börn. „Fullorð- ið fólk er svo gagnrýnið, gáfað og viturt. En þegar ég hitti Sigurð Flosason hugsaði ég að nú væri gott tækifæri til að semja fyrir fullorðna,“ útskýrir hún. Rödd Cathrine er margbreyti- leg, getur verið sæt og ljúf en líka hrjúf og sterk og allt þar á milli. Hún lýsir dagskránni í kvöld þann- ig að sum lögin hljómi hefðbundin en önnur framsækin, nokkuð verði um swing og bossanova. „Nokkur lög hljóma furðulega en flest eru melódísk. Ég hef heyrt hlustend- ur segja að upplifunin sé eins og að vera í ævintýri, tónlistin sé full af alls konar litum. Því miður syng ég ekki á íslensku í kvöld, ég reyndi að æfa eina þýðingu en er ekki tilbúin. Kannski næst þegar ég kem,“ segir Cathrine og af efa- semdarsvipnum á andliti hennar má ráða að hún hefur þegar æft sig á íslenskum framburði. nielsg@365.is Sköpun sem nær yfir land og sjó SÝNINGIN LÝÐVELDIÐ Í FJÖRUNNI opnar í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri laugardaginn 30. júlí klukkan 14. Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi sem spannað hefur sex sýningar í fimm sveitarfélögum. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel Dómkirkju Krists konungs í Landakoti á orgelandakt í hádeg- inu á morgun, 27. júlí, milli klukk- an 12 og 12.30. Á efnisskránni eru verk eftir Lübeck, Bach, Pachelbel og fleiri tónskáld. Tónleikarnir eru liður í orgel- andakt sem haldin er í Krists- kirkju alla miðvikudaga í júlí og ágúst. Ýmsir organistar koma þar fram og er megináhersla lögð á trúarlega orgeltónlist. Þetta er þriðja sumarið sem slík tónleikaröð er haldin og er aðgangur ókeypis og öllum frjáls. - gun Trúarlegir orgeltónleikar ORGELANDAKT Haukur var söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar í rúman aldar- fjórðung. Konan með opna faðminn nefn- ist nýútkomin bók. Hún hefur að geyma æviminningar Ingibjargar Jónsdóttur sem gekk undir heitinu Imma og lifði og starfaði innan Hjálpræðishersins frá unga aldri fram á elliár, bæði hér á Íslandi og í nágrannalöndunum. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir guðfræðingur skráði sögu Immu sem byggð er á viðtölum við hana sjálfa, ættingja, vini og aðra sem þekktu konuna með opna faðminn. Útkoman er lifandi og persónuleg frásögn. Hér er gripið niður í bókina á bls. 66 þar sem Einar og Inger Höyland segja frá gestrisni Ingi- bjargar og Óskars manns hennar. „Þegar við litum við hjá þeim eftir samkomur sátu alltaf ein- hverjir í stofunni. Fólki frá öllum þjóðum og á öllum aldri leið vel heima hjá þeim. Imma var stöð- ugt með kaffikönnuna á lofti og ef hún átti ekkert með kaffinu fund- um við óðara ilminn af nýbökuð- um pönnukökum. Og við töluð- um og hlógum langt fram á nótt. Það var erfitt að slíta sig frá gleð- skapnum.“ - gun Lífshlaup Immu á Hernum KONAN MEÐ OPNA FAÐMINN Lífshlaupi Ingibjargar Jónsdóttur eru gerð skil í nýútkominni bók. SYNGUR UM ALLT „Hey, dancer of The dark!” mun Cathrine legardh syngja í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.