Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 36

Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 36
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR28 folk@frettabladid.is SKÖLLÓTT? Lady Gaga er að missa hárið og þarf að taka inn lyf sem vinnur gegn skalla. SKEMMTU SÉR Í BÍÓ Hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín fóru að sjá Bridesmaids í bíó. NORDICPHOTO/GETTY Hertogahjónin af Cambrigde, þau Vilhjálmur og Katrín, ákváðu að skella sér í bíó um daginn og sjá gamanmyndina Bridesmaids. Fljótlega eftir að myndin byrjaði tóku forvitnir bíógestir eftir kon- unglega parinu í salnum og var fréttin því ekki lengi að berast á samskiptavefinn Twitter sem log- aði þetta kvöld. Vilhjálmur og Katrín eru nýkomin úr opinberri ferð til Bandaríkjanna þar sem þau slógu í gegn og hittu meðal annars helstu stjörnurnar í Hollywood eins og Tom Hanks, Nicole Kidman og Reese Witherspoon. Nú hafa þau beðið bresku press- una um að gefa sér frið út sum- arið á meðan þau koma sér fyrir í nýjum hlutverkum fjarri sviðs- ljósinu. Fóru í bíó Lady Gaga er að missa hárið sökum of mikillar hárlitunar og hefur söngkonan undanfarið tekið inn lyfið Rogaine, sem notað er til þess að vinna gegn skalla. „Í mörg ár hefur Lady Gaga hellt svo miklum efnum í hárið að það hefur skemmt ræturnar,“ sagði heimildarmaður við dag- blaðið Sun. Hann sagði einnig að söngkonan hefði eitt sinn brjálast baksviðs þegar hún greiddi sér, en þá hrundu hár af höfði hennar og niður á gólf. Lady Gaga tekur lyf við skalla Leikkonan Megan Fox prýðir forsíðu kínverska Elle í ágúst. Í viðtali við tímaritið segist Fox hafa dreymt um að vera ljóshærð þegar hún var barn. „Mig langaði alltaf að vera ljóshærð þegar ég var lítil, eins og Barbie og Pamela Anderson. Mér fannst það framandi því allir í fjölskyldu minni eru dökkhærð- ir. En ég held að það mundi fara illa með hárið að lita það ljóst,“ sagði leikkonan. Hún sagði einnig að bestu fegrunarráðin væru nægur svefn og að drekka nóg af vatni. „Ég farða mig mjög lítið og passa mig bara á því að þrífa húðina vel eftir daginn, fá nægan svefn og drekka mikið af vatni.“ Vildi vera ljóshærð VILDI VERA LJÓSHÆRÐ Leikkonan Megan Fox vildi vera ljóshærð þegar hún var barn. NORDICPHOTOS/GETTY Það var tilfinningaþrungin stund þegar fjölskylda Amy Winehouse safnaðist saman fyrir utan íbúð söngkonunnar í London. Winehouse fannst látin þar á laugardaginn, aðeins 27 ára að aldri og höfðu fjöl- margir lagt leið sína þangað til að votta söngkonunni virðingu sína. Mitch og Janis Winehouse, foreldrar hennar, gátu ekki haldið aftur af tárunum þegar þau sáu blómin og lásu aðdáendabréfin sem voru í hrönnum fyrir utan húsið. Innan um öll blómin, kertin, bréfin og myndirnar af söngkonunni, mátti sjá áfengisflöskur og sígarettur. Það var einmitt fíkn Winehouse í áfengi og eiturlyf sem að lokum dró hana til dauða. MARGIR GRÁTA AMY WINEHOUSE BRESTA Í GRÁT Janis og Mitch Winehouse grétu er þau skoðuðu öll blómin fyrir utan íbúð dóttur sinnar, söngkonunnar Amy Winehouse, sem lést á laugardag. NORDICPHOTO/GETTY ALVARLEGIR Reg Traviss, fyrrum kærasti söngkonunnar, var þungur á brún eins og bróðir hennar, Alex Winehouse. VINSÆL Amy Winehouse þótti gríðarlega góð söngkona og plata hennar Back to Black sló í gegn. Það voru því margir sorgmæddir aðdáendur sem lögðu blóm fyrir utan heimili hennar. BRÉF, BLÓM OG ÁFENGI Sumir vottuðu söngkonunni virðingu sína með því að skilja eftir áfengi og sígarettur. 18. AFMÆLISDAGUR TAYLOR MOMSEN er í dag. Hún er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Gossip Girl, en reynir nú að koma sér á framfæri sem rokkstjarna. FARÐU Á TOPPINN Í SUMAR VERÐ: 49.990 KR. MEINDL ISLAND PRO GTX Hálfstífir og margrómaðir. Fást bæði fyrir dömur og herra. VERÐ: 19.990 KR. TNF HEDGEHOG III. Vinsælir í léttar göngur. Fást bæði fyrir dömur og herra. MEÐ GORE-TEX: 26.990 KR. HALTU ÞÉR GANGANDI Í SUMAR OG SKOÐAÐU LANDIÐ AF TINDUM FJALLANNA. MIKIÐ ÚRVAL AF SKÓM. TILBOÐ: 33.990 KR. MEINDL KANSAS GTX Sérlega þægilegir og traustir. Gore-Tex vatnsvörn. Fást bæði fyrir dömur og herra. ALMENNT VERÐ: 39.990 KR. TILBOÐ: 18.990 KR. TREZETA MAYA Vel vatnsvarðir og á góðu verði. Fást bæði fyrir dömur og herra. ALMENNT VERÐ: 22.990 KR. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.