Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 26.07.2011, Síða 40
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR32 sport@frettabladid.is FH 3-2 VALUR 1-0 Matthías Vilhjálmsson (14.), 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (31.), 1-2 Christian R. Mouritsen (45.) 2-2 Matthías Vilhjálmsson (57.) 3-2 Atli Guðnason (73.) Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1890 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7-11 (5-10) Varin skot Gunnleifur 8 – Haraldur 2 Horn 4–7 Aukaspyrnur fengnar 14–16 Rangstöður 0–2 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 8 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 (38., Guðmundur Sævarsson 7), Pétur Viðarsson 4, Freyr Bjarnason 6, Björn Daníel Sverrisson 6 - Hákon Atli Hallfreðsson 5, Hólmar Örn Rúnarsson 6, Emil Pálsson 4 (63., Tommy Nielsen 7) - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli Guðnason 6 (82., Hannes Þ. Sigurðsson -), *Matthías Vilhjálmsson 8 Valur 4–3–3 Haraldur Björnsson 7 - Jónas Tór Næs 6, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Halldór Kristinn Halldórsson 5, Pól Jóhannus Justinussen 6 - Haukur Páll Sigurðsson 7, Guðjón Pétur Lýðsson 6, Christian R. Mouritsen 6 (63., Arnar Sveinn Geirsson4 ) - Rúnar Már Sigurjónsson 5 (79., Hörður Sveinsson -), Jón Vilhelm Ákason 3 (74. Ingólfur Sigurðsson -), Matthías Guðmundsson 4 HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR setti tvö Íslandsmet á HM í sundi í Sjanghæ í Kína sem stendur nú yfir. Hrafnhildur setti fyrra Íslandsmetið sitt með því að synda 200 metra fjórsund á 2.18.20 mínútum en hún bætti þar met Erlu Daggar Haraldsdóttur. Hrafnhildur bætti síðan sitt eigið met í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:09,82 mínútum. Hrafnhildur varð í 26. sæti í báðum greinum. Vínlandsleið 6-8 S: 530 9400 www.totem.is VERSLUN Gaddaskór Complete TFX Star Léttir og góðir alhliða gaddaskór. Henta vel fyrir flestar greinar í frjálsum íþróttum. Stærðir: 35-45 Verð: 13.990 kr. Usain Bolt Fljótasti maður heims, hleypur alltaf í PUMA Söluaðilar: Borgarsport Borgarnesi, Sportver Akureyri, Tákn Húsavík, Íslensku Alparnir Egilsstöðum, Fjarðasport Neskaupstað, Sport-X Hornafirði, Axel Ó Vestmannaeyjum. Pepsi-deild karla STAÐAN Í DEILDINNI: KR 11 8 3 0 25-7 27 Valur 12 7 2 3 18-9 23 ÍBV 11 7 1 3 16-9 22 FH 12 5 4 3 26-18 19 Stjarnan 12 5 3 4 22-20 18 Fylkir 12 5 3 4 20-21 18 Keflavík 12 5 2 5 17-17 17 Breiðablik 12 4 3 5 20-24 15 Þór 12 4 2 6 17-23 14 Grindavík 12 3 2 7 15-26 11 Víkingur R. 12 1 4 7 9-21 7 Fram 12 1 3 8 7-17 6 MARKAHÆSTIR: Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 9 Halldór Orri Björnsson, Stjarnan 7 Matthías Vilhjálmsson, FH 7 Kjartan Henry Finnbogason, KR 6 Garðar Jóhannsson, Stjarnan 6 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 6 Albert Brynjar Ingason, Fylki 6 NÆSTU LEIKIR Fylkir-ÍBV Mið. 3. ágúst Kl: 18.00 Valur-Grindavík Mið. 3. ágúst Kl: 19.15 Breiðablik-FH Mið. 3. ágúst Kl: 19.15 Víkingur R.-Stjarnan Mið. 3. ágúst Kl: 19.15 Þór-Fram Mið. 3. ágúst Kl: 19.15 NM í körfubolta Ísland-Danmörk 85-76 (39-32) Stig Íslands: Logi Gunnarsson 24, Jakob Örn Sigurðarson 14, Helgi Már Magnússon 13, Hlynur Bæringsson 9 (9 fráköst), Pavel Ermolinskij 7 (7 fráköst, 4 stoðsendingar, +20 þegar hann var inná), Haukur Helgi Pálsson 7 (4 fráköst, 4 stoðsendingar), Hörður Axel Vilhjálmsson 6, Finnur Atli Magnússon 5. STAÐAN Á NM: Finnland 3 3 0 297-194 6 Svíþjóð 2 2 0 149-126 4 Ísland 3 1 2 223-258 2 Danmörk 2 0 2 143-178 0 Noregur 2 0 2 115-171 0 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson, fyrir- liði KR, meiddist á nára í 4-0 sig- urleiknum gegn Breiðablik og er tæpur fyrir Evrópuleikinn gegn Dinamo Tbilisi á fimmtudaginn. „Leikurinn á fimmtudaginn er aðeins í uppnámi og ég veit ekki með sunnudaginn. Ég ætla að reyna að ná leiknum á fimmtudag- inn og verð í mikilli sjúkraþjálfun þangað til,“ sagði Bjarni. - ktd Bjarni Guðjónsson: Tæpur fyrir Tbilisi-leikinn KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- landsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norður- landamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leik- inn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist. „Þetta var kærkomið. Við ætl- uðumst til þess af sjálfum okkur að vinna þá og þetta var því mjög gott, sérstaklega af því að við vorum búnir að tapa þessum fyrstu tveimur leikjum. Við ætluð- um okkur að vera fyrir ofan Dan- ina,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslenska liðið komst mest fimmtán stig yfir í þriðja leikhluta en Danirnir náðu muninum niður í fimm stig í loka- leikhlutanum. „Þetta var komið í smá hættu. Það kom smá rugl, við fengum á okkur tæknivillu og körfu og víti að auki á sama tíma. Það var smá kaos en við fengum í framhaldinu þrist frá Loga sem stoppaði sprett- inn þeirra,“ sagði Hlynur en Logi Gunnarsson var í stuði í gær og skoraði 11 af 24 stigum sínum í lokaleikhlutanum. „Logi var mjög góður. Við þurft- um virkilega á svona ógn að halda eftir að við misstum Jón Arnór. Það minnkaði því miður aðeins sjálfstraustið í liðinu við að missa Jón, okkar besta mann. Logi og Helgi settu niður þessu mikil- vægu skot í kvöld,“ sagði Hlyn- ur en Helgi Már Magnússon setti niður þrjár þriggja stiga körfur í leiknum. „Við erum að reyna að hugsa fram í tímann og þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur. Við viðurkenn- um það alveg að við þurfum að bæta mikið en fyrsta skrefið er að byrja á einhverju jákvæðu og það var gott að fá einn sigur í kvöld,“ segir Hlynur, sem viðurkennir að tapið á móti Svíum hafi aðeins setið í mönnum ekki síst þar sem liðið missti Jón Arnór Stefánsson í upphafi leiksins. „Það var mjög sárt að tapa Svíaleiknum en Finnarnir voru bara betri. Okkur langaði í annað sætið því það er raunhæft mark- mið að ná Svíunum en Finnarnir eru nokkrum árum á undan okkur. Það er ágætt að ná þriðja sætinu,“ sagði Hlynur. - óój Hlynur Bæringsson eftir níu stiga sigur á Dönum á Norðurlandamótinu í gær: Það var gott að fá einn sigur HLYNUR BÆRINGSSON Var rétt við tvennuna í gær. Hér skorar hann 2 af 9 stigum sínum. MYND/KRISTINN GEIR PÁLSSON FÓTBOLTI FH vann mikilvægan sigur á Val í Pepsi-deild karla í gærkvöld 3-2 þrátt fyrir missa Pétur Viðarsson útaf þegar tæpar 40 mínútur voru eftir leiknum og Valur yfir 2-1. Leikurinn var hinn fjörugasti og reyndu bæði lið að láta boltann ganga með jörðinni og bjóða áhorfendum upp á skemmtilegan sóknarþenkjandi fótbolta. Bæði lið ætluðu sér að sækja til sigurs og var nokkuð jafnræði með liðunum framan af þó FH hafi komist yfir á 14. mínútu. Valur sótti meira er leið á fyrri hálfleik og uppskar tvö mörk fyrir hálfleik en geta þakkað Haraldi Björnssyni fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði tvisvar góða skalla frá Matthíasi Vilhjálmssyni af stuttu færi. Valur hóf seinni hálfleikinn af krafti og var sterkara liðið allt þar til Pétur nældi sér í tvö gul spjöld á átta mínútna kafla. Þá snérist leikurinn því aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Matthías leikinn með sínu öðru marki og þegar rúmar stundarfjórðungur var eftir skoraði minnsti maður vallarins, Atli Guðnason, mark með skalla af markteig eftir horn og tyggði FH stigin þrjú. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum seinir og ætluðum að lulla okkur í gegnum þetta. En það er kredit á allt liðið fyrir frábæra vinnusemi og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður FH sem hafði nóg að gera í leiknum. „Pétur Viðarsson fórnaði sér fyrir okkur. Hann sparkaði okkur inn í leikinn eins og honum einum er lagið. Hann vildi kveikja í okkur og hann gerði það svona og við nýttum okkur það. Við bitum í skjaldarendur og keyrðum þetta heim,“ sagði glaðbeittur Gunnleifur glaðbeittur í leikslok. Kristján Guðmundsson var að vonum ekki eins glaðbeittur að leiknum loknum enda tapaði lið hans mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er í öðru sæti fjórum stigum á eftir KR sem á auk þess leik til góða. „Maður á eftir að sjá hvað gerist í leiknum annað en vinnuframlag en við fáum á okkur annað markið strax eftir rauða spjaldið og það verður sennilega of mikið áfall að við náum okkur ekki út úr því. Við gerum of mörg mis- tök í þessum leik til að réttlæta að við vinnum en við vorum á leiðinni að vinna þennan leik í stöðunni 2-1 og með jafn marga leikmenn í báðum liðum,“ sagði Kristján. - gmi Tíu FH-ingar of margir fyrir Val FH-ingar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér 3-2 sigur á Valsmönnum eftir að þeir misstu mann af velli á 56. mínútu. Atli Guðnason skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu og kom FH upp í fjórða sætið. MAÐURINN Á BAK VIÐ SÍÐUSTU TVÖ MÖRKIN Atli Guðnason lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið í sigri FH á Vals í gær. Bæði mörkin komu eftir að FH varð manni færri. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.