Fréttablaðið - 26.07.2011, Page 46
26. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR38
SUNDLAUGIN MÍN
Ég stunda ekki mikið sund núna
en ég æfði alltaf í Sundhöll
Reykjavíkur svo ég verð að segja
að hún sé í uppáhaldi. Kannski
mest af því hún er í göngufæri.
Níels Thibaud Girerd, skemmtikraftur og
þáttastjórnandi.
„Ég lít á þetta sem svona „pro-
fessional“ áhugamennsku,“ segir
Erlingur Grétar Einarsson, en
hann hefur stofnað kvikmynda-
vefsíðuna Filmophilia.com þar
sem hann ætlar að fjalla um og
gagnrýna kvikmyndir.
Erlingur Grétar hefur verið rit-
stjóri Mynda mánaðarins í á hálft
fjórða ár, en ákvað nýverið að
flytja af landi brott og hættir því
sem ritstjóri blaðsins. „Ég er að
flytja til Taílands að kenna ensku
í hálft ár og svo sjáum við hvert
framtíðin leiðir okkur eftir það,“
segir Erlingur, sem útskrifaðist
með BA-gráðu í ensku og kvik-
myndafræði frá Háskóla Íslands
í vor. Erlingur ætlar að skrifa á
síðuna samhliða kennslunni í Taí-
landi. „Ég er með rosalega kvik-
myndadellu og gat ekki alveg hætt
þessu. Ég ákvað að stofna kvik-
myndasíðu í bloggformi og verð
með fullt af pennum að skrifa.“
Spurður hvort síðan hans verði
ekki bara eins og allar hinar kvik-
myndasíðurnar, segir Erlingur að
svo verði ekki. „Það eru til ógeðs-
lega margar svona síður. Margar
eru góðar en margar eru það
ekki. Mér hefur oft fundist kvik-
myndafréttasíður ekki vera með
nógu vandað málfar og frágang.
Ég legg mikla áherslu á að allt sé
vel skrifað og að það séu engar
villur,“ segir Erlingur. Eiginkona
Erlings, Kolbrún Björt, er mennt-
aður leikstjóri og ætlar hún að
skrifa kvikmyndagagnrýni, ásamt
fleiri pennum sem menntaðir eru í
bókmenntafræði og öðru því líku.
„Þetta verður ekki bara einhver
álitsgjöf út í bæ, heldur reynum
við að líta vel á myndirnar og hafa
þetta svolítið fagmannlega gert,
án þess þó það verði leiðinlegt,“
segir Erlingur.
Hann segist einnig ætla að
fjalla mikið um íslenskar kvik-
myndir. „Það er rosalega lítið
skrifað um íslenska kvikmynda-
heiminn á ensku, svo við ætlum
að fara aðeins inn á það.“ - ka
Stýrir kvikmyndasíðu frá Taílandi
ÆTLAR AÐ VANDA TIL VERKA Erlingur
Grétar segir margar kvikmyndasíður ekki
vanda málfar og frágang. Hann hefur
stofnað kvikmyndasíðuna Filmophilia.
com og ætlar að sjá til þess að síðan
verði villulaus og vönduð. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Bandaríska hljómsveitin Bon Iver flutti eigin útgáfu
af lagi Bjarkar Guðmundsdóttur, Who Is It, á tón-
leikum í borginni Milwaukee fyrir skömmu.
Lagið er að finna á plötunni Medúllu sem Björk
gaf út árið 2004. Platan er nær eingöngu tekin
upp án hljóðfæra og eru raddir því í aðalhlut-
verki. Í útgáfu Bon Iver eru þó notuð hljóðfæri.
Stutt er síðan hljómsveitin söng lagið Come
Talk to Me eftir Peter Gabriel á tónleikum.
Það verður B-hliðarlag á næstu smáskífu
sveitarinnar, Holocone.
Bon Iver er á tónleikaferð um Banda-
ríkin um þessar mundir. Í október legg-
ur hún af stað í tónleikaferð um Evrópu
þar sem Justin Vernon og félagar spila
í borgum á borð við London, París, Ósló
og Kaupmannahöfn. Tilefnið er útgáfa
annarrar plötu sveitarinnar sem kom út
fyrr í sumar við mjög góðar undirtektir.
BON IVER Justin Veron og félagar í Bon
Iver fluttu Bjarkarlag á tónleikum sínum.
Bon Iver söng lag eftir Björk
„Það var frekar gaman að vinna
með röddina hennar í stúdíóinu,“
segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson
sem, ásamt liðsmönnum sínum í
upptökuteyminu StopWaitGo, hefur
eytt síðustu dögum í að endurút-
setja lag fyrir bresku söngkonuna
Leonu Lewis.
Allt byrjaði þetta á því að
StopWaitGo, sem auk Pálma
er skipað bróður hans,
Ásgeirs Orra, og Sæþóri,
hélt út til Los Angeles í
vor og nældi sér í umboðs-
mann. „Við fórum út til
að hitta umboðsmanninn
Darryl E. Farmer. Hann
þekkti okkur frá því að við gerðum
lög með stelpunum í The Charlies
en hann er líka með þær á sínum
snærum,“ segir Pálmi en strákarnir
skrifuðu að lokum undir fyrir viku,
eftir mikla pappírsvinnu.
Í kjölfarið þurftu þeir að fresta
öllum íslenskum verkefnum og
fengu sitt fyrsta verkefni í
hendurnar, lag fyrir nýj-
ustu plötu bresku stjörn-
unnar Leonu Lewis.
„Þetta er svona týpísk
ballaða eins og Lewis er
þekkt fyrir og við send-
um henni tvær útgáfur
af laginu. Gerð -
um þetta í henn-
ar stíl en settum
okkar stimpil
á það,“ segir
Pálmi, sem
fyrir nokkr-
u m d ö g u m
fékk staðfest-
ingu á því að
Lewis vissi
að lagið henn-
ar væri komið
t i l Í s l a nd s .
„Frænka mín er
búsett í New York og maður hennar
er ljósmyndari en sama dag og við
fengum lagið í hendurnar var hann
að taka myndir af Lewis fyrir plötu-
umslagið. Þegar hann nefndi þetta
við hana sagðist Lewis vita að lagið
sitt væri á Íslandi,“ segir Pálmi og
viðurkennir að það sé frekar gott.
„Ég hélt að lagið væri sent út um
allan heim og hún hefði ekki hug-
mynd um hvar það væri statt. Vona
að hún muni það þegar hún velur
hvaða útgáfa fer á plötuna.“
Það er óneitanlega frábært fyrir
strákana að vera komnir með
umboðsmann í Mekka skemmtana-
iðnaðarins í Bandaríkjunum og von-
ast þeir til að flytja þangað í fram-
tíðinni.
„Okkur líður mjög vel hérna í
stúdíóinu okkar uppi á Höfða og
erum með báðar fætur á jörðinni,“
segir Pálmi en engir háar peninga-
upphæðir eru í spilunum enn sem
komið er. Þeir fengu þó smáræði
fyrir sinn snúð við undirskrift.
„Við erum himinlifandi með
samninginn og það má segja að við
séum allavega komnir skrefinu nær
draumnum okkar.“
alfrun@frettabladid.is
PÁLMI RAGNAR ÁSGEIRSSON: VIÐ ERUM HIMINLIFANDI
ENDURÚTSETTU LAG
FYRIR LEONU LEWIS
VISSI HVAR LAGIÐ VAR
NIÐUR KOMIÐ Breska
söngkonan Leona
Lewis vann bresku
X-Factor keppnina árið
2006 og komst í kjölfarið
á samning hjá plötufyrir-
tæki Simons Cowell, Syco.
Hún hefur unnið þrenn
Grammy verðlaun og selt
yfir 9 milljónir platna út um
allan heim.
NORDICPHOTO/GETTY
SKREFI NÆR DRAUMNUM Þeir Pálmi Ragnar, Sæþór og Ásgeir Orri í upptökutríóinu StopWaitGo eru komnir með umboðsmann í
Bandaríkjunum og útsettu á dögunum lag fyrir bresku söngkonuna Leonu Lewis. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Eins og fram kemur í Fréttablaðinu
í dag er tökum á kvikmyndinni
Prómeþeus eftir Ridley Scott lokið
á Íslandi. Verkefnið var gríðarlega
viðamikið og þurfti meðal annars
að skerða aðgengi almennings að
Dettifossi. Stórstjarnan Charlize
Theron leikur í Prómeþeusi og
mætti því til landsins
ásamt töku- og
fylgdarliði. Sam-
kvæmt heimildum
Fréttablaðsins var
hún ekki dugleg við
að blanda geði við
fólk og hélt
sig löngum
stundum inni í
hjólhýsi sínu á
tökustað.
Bók Óttars M. Norðfjörð, Sólkross,
kom út í Þýskalandi, Austurríki
og Sviss í gær undir nafninu Das
Sonennkreuz. Stutt er síðan bókin
kom út á Spáni, þá undir nafninu
La Cruz Solar. Sólkross er spennu-
saga með sögulegu
ívafi og kom út á
Íslandi árið 2008.
Nýjasta bók Óttars,
Áttblaðarósin, kom
út fyrir síðustu jól.
- afb, fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
HÁRIÐ
10.000 manns hafa séð Hárið.
Tryggðu þér miða!
SILFUR TUNGLIÐ
„Algjör snilld“
Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is
Mið. 27. júlí kl. 19
Fim. 28. júlí kl. 19
Fim. 04. ágúst kl. 19
Höfum b
ætt við
fleiri au
kasýnin
gum!
ÖRFÁ SÆ
TI
LAUS SÆ
TI
LAUS SÆ
TI