Fréttablaðið - 06.08.2011, Blaðsíða 8
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR8
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Stranda-
byggð skilaði þriggja ára fjár-
hagsáætlun bréflega á réttum
tíma, hins vegar láðist að senda
áætlunina á tölvutæku formi,“
segir Ingibjörg Valgeirsdóttir,
sveitarstjóri Strandabyggðar, í
samtali við Bæjarins besta.
Strandabyggð er meðal þeirra
sex sveitarfélaga sem fengu
áminningu fyrir að hafa ekki
skilað inn þriggja ára fjárhags-
áætlun til ráðuneytisins. Sveit-
arfélögunum var hótað dag-
sektum og stöðvun greiðslna úr
jöfnunar sjóði ef áætlanir yrðu
ekki birtar.
Ingibjörg telur að Stranda-
byggð hefði aldrei átt að lenda á
listanum. Að hennar sögn er búið
að hafa samband við ráðuneytið
og leiðrétta málið, að því er fram
kemur á vef Bæjarins besta. - kh
Ársreikningur Strandabyggðar:
Gleymdu að
skila rafrænt
Borgartúni 26 · Ármúla 13a
sími 540 3200 · www.mp.is
Við leggjum áherslu á persónulega
þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki og skjóta
afgreiðslu mála í síma- og þjónustuveri.
Þannig á banki að vera og þess vegna
eru meira en 90% viðskiptavina ánægð
með þjónustuna hjá okkur.
Við tökum vel á móti þér!
Debetkort
Launareikningar
Sparnaðarreikningar
Kreditkort
Netbanki
Erlend viðskipti
Útlán
Það er auðvelt að skipta
um banka. En það er
mikilvægt að vanda valið!
Bárður Helgason, viðskiptastjóri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
WALL STREET Erfið vika er að baki á mörkuðum heims. Hughreystandi atvinnuleysis-
tölur frá Bandaríkjunum hresstu fjárfesta þó nokkuð við í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL, AP Hlutabréfaverð
hækkaði nokkuð við opnun í helstu
kauphöllum í gær eftir miklar
lækkanir síðustu daga. Ástæðan
er talin vera tölur sem birtar voru
í gær um fjölda atvinnulausra í
Bandaríkjunum, en þær voru betri
en markaðir höfðu búist við.
Talnanna hafði verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu, en mánað-
arlegar atvinnuleysistölur í Banda-
ríkjunum hafa haft töluverð áhrif
á markaði síðustu misseri. Þrátt
fyrir jákvæð tíðindi eru þó enn
miklar áhyggjur af hinum hæga
efnahagsbata vestanhafs.
Skuldakreppan í nokkrum
evruríkjanna er sem fyrr helsta
áhyggjuefni fjárfesta í Evrópa
en þó birti einnig til á evrópskum
mörkuðum í gær í kjölfar tíðind-
anna frá Bandaríkjunum. Voru
hlutabréfavísitölur í Frakklandi
og Spáni meðal þeirra sem stóðu
sig best, en áhyggjur fjárfesta af
skuldastöðu ríkjanna hafa aukist
merkjanlega síðustu daga.
Þá lækkaði í gær ávöxtunar-
krafa á ríkisskuldabréf evruríkj-
anna, sem hefur nálgast sögulegar
hæðir í vikunni. Ávöxtunarkrafa
ítalskra og spænskra bréfa er þó
enn yfir sex prósentum, sem er
talið ósjálfbært til lengri tíma.
Seinagangur leiðtoga evruríkj-
anna við að stækka og auka vald-
heimildir björgunarsjóðs sem ríki
evrusvæðisins hafa komið á fót
hafa skilið þau eftir í lausu lofti
og eru ófær um að koma ríkjunum
í neyð til hjálpar. Þá eru vandræði
stjórnmálamanna í Bandaríkjun-
um við að semja um hækkun á
skuldaþaki bandaríska ríkisins
talin hafa dregið úr trausti á getu
ráðamanna til að leysa úr vanda-
málum hagkerfisins.
Þrátt fyrir ánægjuleg tíðindi í
gær er búist við áframhaldandi
svartsýni á mörkuðum út sumar-
ið. Sérfræðingar segja fjárfesta
verða vara um sig áfram þangað
til skýr merki um öflugri efna-
hagsbata komi fram. Þá er beðið
frekari viðbragða frá leiðtogum
evruríkjanna um hvernig hægt
verði að stöðva skuldakreppuna.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, og Nicolas Sarkozy, for-
seti Frakklands, gerðu bæði hlé
á sumarfríum sínum í gær til að
ræða ástandið á mörkuðum. Á
meðan fagnaði Barack Obama
Bandaríkjaforseti 50 ára afmæli
sínu en hefur þó varla getað ein-
beitt sér fyllilega að hátíðahöldum
vegna ástandsins.
magnusl@frettabladid.is
Svartsýni á
hlutabréfa-
mörkuðum
Hlutabréfamarkaðir heims réttu sig örlítið við í gær
eftir hrinu mikilla lækkana. Hægur efnahagsbati í
Bandaríkjunum og skuldakreppa í nokkrum evru-
ríkjanna mun þó eflaust valda áhyggjum.
NOREGUR, AP Sautján ára breskur drengur lét
lífið í árás hvítabjarnar á eyjunni Svalbarða
í gær. Björninn særði fjóra samferðamenn
drengsins áður en öðrum úr hópnum tókst að
fella dýrið.
Drengurinn var í hópi um áttatíu breskra
ferðamanna sem höfðu slegið upp tjöldum við
Von Postbreen-jökulinn. Hópurinn var í skóla-
ferð og voru flestir í hópnum á aldrinum 16 til
23 ára.
Tveir þeirra sem slösuðust voru fararstjór-
ar en hinir voru úr hópi nemenda. Þeir voru
sendir með sjúkraflugi til Noregs, en sam-
kvæmt upplýsingum frá læknum á Svalbarða
voru áverkar allra alvarlegir.
„Þegar hafísinn kemur og fer eins og hann
gerir þessa dagana er alls ekki ólíklegt að
rekast á hvítabirni,“ segir Lars Erikis, vara-
ríkisstjóri á Svalbarða, í samtali við BBC.
„Hvítabirnir eru gríðarlega hættulegir
og eiga það til að ráðast á fólk án nokkurs
fyrirvara.“
Um 3.000 hvítabirnir eru á Svalbarða á
þessum árstíma, en íbúar á eyjunni eru um
2.400. Hvítabirnirnir eru friðaðir en heimilt
er að skjóta þá í nauðvörn. - bj
Hópur breskra ferðamanna í lífshættu á bjarnarslóðum í óbyggðum á Svalbarða:
Hvítabjörn drap einn og særði fjóra
FLUTTIR Engir vegir liggja að tjaldbúðum ferðamann-
anna og var þyrla send eftir hinum slösuðu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÞJÓÐKIRKJAN Kosið verður milli
Sigrúnar Óskarsdóttur, prests í
Árbæjarkirkju, og Kristjáns Vals
Ingólfssonar, sóknarprests á Þing-
völlum, í síðari umferð í vígslubisk-
upskjöri í Skálholti. Kosningu til
embættisins lauk fimmtudaginn 28.
júlí og atkvæði voru talin í gær. Á
kjörskrá eru 149 menn og var kjör-
sókn 98 prósent. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Þjóðkirkjunni.
Sigrún fékk 39 atkvæði og
Kristján Valur 37. Séra Agnes
M. Sigurðardóttir fékk einnig 37
atkvæði en reglur gera ráð fyrir að
fái einstaklingar jafn mörg atkvæði
ráði hlutkesti því hvor fari í seinni
umferð. Séra Jón Dalbú Hróbjarts-
son tók einnig þátt í kosningunni og
endaði hann með 33 atkvæði.
Önnur umferð kosningarinnar
fer fram strax að afloknum kæru-
fresti, 12. ágúst næstkomandi.
Skilafrestur atkvæða rennur út 26.
ágúst. Gert er ráð fyrir að talning
atkvæða úr annarri umferð fari
fram laugardaginn 3. september
2011. - sv
Hlutkesti réð því hver fór áfram í kosningum:
Vígslubiskup kosinn
í þessum mánuði
KRISTJÁN VALUR
INGÓLFSSON
SIGRÚN
ÓSKARSDÓTTIR
1 Hve mikill þorskur var borðaður
á Íslandi á síðasta ári?
2 Hve margar nauðganir hefur
verið tilkynnt um á Þjóðhátíð í ár?
3 Hvaða fyrirtæki ákvað nýlega
að verða einn bakhjarla Hofs á
Akureyri?
SVÖR:
1. 576 tonn 2. 6 3. VÍS
VEISTU SVARIÐ?