Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 30
4 fjölskyldan bara komin á 2007 hjólhýsi eins og hinir.“ Eiginmaður Thelmu vinnur mikið en kemur á Flúðir í öllum fríum. Hún fór hins vegar í sum- arfrí 11. júlí og hefur verið í hjól- hýsinu síðan. Með henni er sonur þeirra Ingibjörn Margeir sem verður ellefu ára á morgun. „Ingi- björn er í ánni,“ segir Thelma spurð hvað börnin geri sér til skemmtunar. „Krakkarnir vaða og synda í ánni og eru mikið í mold- arnámunni; samt bara skítugu strákarnir,“ segir hún og kallar þá moldarstrákana. Sterk tengsl hafa myndast milli fólksins á hjólhýsasvæðinu. Eitt- hvað er um fjölskyldufólk á henn- ar reki en einnig mikið um ömmur og afa með barnabörnin. „Þú ert rosalega mikið að ganga milli hjól- hýsanna, setjast inn og drekka kaffi á náttfötunum,“ segir hún en ástæða þess að hún tekur hjólhýsi fram yfir sumarhús eru nágrann- arnir: „Hér er meira samfélag. Í sumarbústað er maður bara einn í húsinu sínu.“ Fjölskyldan hefur ferðast mikið saman á fólksbílnum um nágrennið í sumar og stefnir á að fara saman í berjamó. Að vetrarlagi fara hjón- in á rjúpnaveiðar og ætla að vera í hjólhýsinu þann tíma. „Hjólhýsið er því fjölskylduhjólhýsi í sumar en hjónahjólhýsi í vetur.“ Bæði börnin á golfnámskeiði „Við höfum farið í sund og keyrt niður að Sólheimum. Mér finnst líka bændamarkaðurinn heillandi og nálægðin við bóndann, að geta náð í kjötið og grænmetið til hans,“ segir Jóhanna Björk Sigurbjörns- dóttir aðspurð um kosti Flúða en þetta er annað sumarið sem fjöl- skyldan dvelur þar í hjólhýsi. „Þetta er svo mikil nálægð við börnin og þvílík afslöppun frá öllu,“ segir hún og hefur verið þar allt sumarfríið sitt, frá 15. júlí. Maðurinn hennar, Guðni Hörðdal Jónasson, þarf að sinna fyrirtæk- inu sínu í Keflavík, þar sem þau búa. Hann nýtir samt hvert tæki- færi til þess að vera með fjölskyld- unni. Börnin þeirra tvö eru Sigrún Helga níu ára og Svavar Hörðdal þriggja ára. Fyrir á eiginmaður hennar tvo drengi og er annar þeirra, sem er sextán ára, nýfar- inn eftir vikudvöl. „Hér er maður alltaf að kynnast nýju fólki enda eru um 100 til 120 stæði,“ segir Jóhanna sem kannað- ist við einhverja á svæðinu áður. „Grindvíkingarnir eru með svona tuttugu til þrjátíu stæði og Kefl- víkingar með fimmtán til tuttugu á svæðinu. Við Suðurnesjamenn- irnir erum því með svona helming stæðanna. Það var algjör tilviljun, ég vissi ekkert um það.“ Bæði börnin hafa verið á golf- námskeiði á Flúðum og stefnir fjölskyldan á að geta farið saman í golf í framtíðinni. Mikið er af börn- um á Sigrúnar aldri og leika þau sér saman en hafa einnig kynnst krökkum á Flúðum. „Árbakkinn er eins og strönd í góðu veðri,“ segir FRAMHALD AF FORSÍÐU Allir á hjólum „Börn sem dvelja lengi á svæðinu eru öll komin á hjól. Þannig geta þa en krakkarnir á hjólunum eru Sigrún Helga, 9 ára, og Svavar Hörðdal, 3 ára. Sterk tengsl Fólk á svæðinu hefur kynnst hvert öðru vel og það gengur á milli hjólhý Moldarstrákarnir „Krakkarnir vaða og synda í ánni og eru mikið í moldarnámunni; samt bara skítugu strákarnir,” segir Thelma. Hér er hún ásamt Ingibirni syni sínum. S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir Vita Mix svunta og kanna fylgja með á meðan birgðir endast Blandarinn sem allir eru að tala um!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.