Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 35

Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 35
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2011 3 Capacent Ráðningar Capacent Ráðningar Borgartúni 27 Sími 540 1000 Microsoft Ísland óskar eftir að ráða sölu- og markaðsdrifinn einstakling til starfa til þess að sjá um samskipti við lykilviðskiptavini. Um mjög spennandi og krefjandi starf er að ræða sem gefur viðkomandi tækifæri til mótunar og starfsframa hjá Microsoft Corporation. Starfið felur í sér að vera í tryggu og stöðugu sambandi við stærstu viðskiptavini Microsoft hér á landi. Jafnframt felst í starfinu greining á sölu- og markaðstækifærum auk áætlanagerðar. Umsjón með starfinu hafa Ragnheidur Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Sigríður Pétursdóttir (sigridur.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Menntunarlegar og faglegar kröfur: • Háskólamenntun skilyrði, meistarapróf eða MBA nám að auki mjög æskilegt • 5 -10 ára reynsla í svipuðu eða sambærilegu starfi • Reynsla af stjórnendaráðgjöf er mikill kostur eða reynsla af sölu til þeirra sem taka viðskiptalegar ákvarðanir innan fyrirtækja • Reynsla af hagnýtingu upplýsingatækni • Reynsla af skipulagningu verkefna • Glöggskyggni, framtakssemi og frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini • Yfirborðsþekking á vörum og lausnum Microsoft • Góð færni í ensku skilyrði, góð færni í dönsku æskileg • Mikil hæfni til að koma frá sér upplýsingum í töluðu og rituðu máli Lykileiginleikar starfsmannsins eru: • Að geta helgað sig samskiptum við viðskiptavini af einlægum áhuga og stutt þá í það finna lausnir sem eykur hag þeirra • Skipulagshæfileikar, skarpskyggni og einbeitni við verkefni og markmið • Metnaður og áhugi, áræðni og frumkvæði • Sjálfstæði, mikil ábyrgðartilfinning og hæfni í mannlegum samskiptum • Mannblendinn, umburðarlyndi og hæfileiki til að þrífast í síbreytilegu umhverfi Microsoft er staðsett í Borgartúni 25, þar starfa í dag 15 starfsmenn. Starfsaðstaða er mjög góð. VIÐSKIPTASTJÓRI STÆRRI FYRIRTÆKJA (CORPORATE ACCOUNT MANAGER) Ef þú: - Hefur mikinn metnað og dug - Vilt uppskera í samræmi við árangur - Ert með góða samskiptahæfileika - Átt auðvelt með að koma fram - Átt gott með að leiða margþætt og margslungin verkefni - Átt auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum og fólki - Átt auðvelt með samskipti við fólk - Átt auðvelt að koma auga á nýjar leiðir til lausnar verkefna Þá býðst þér: - Spennandi starf með mikla ábyrgð - Laun í samræmi við hæfileika, getu og reynslu - Góðir möguleikar á þróun í starfi innan Microsoft Capacent Ráðningar Capacent Ráðningar Borgartúni 27 Sími 540 1000 Fjármálaeftirlitið óskar eftir sérfræðingum á Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið. Leitað er að öflugum einstaklingum með góða greiningar- og samskiptahæfni í eftirlit með lífeyrissjóðum. Lífeyris- og verðbréfasjóðasvið Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða annars vegar og rekstrarfélögum verðbréfasjóða hins vegar. Lífeyrissjóðir landsins eru fjölmennastir eftirlitsaðila og mjög afgerandi í íslensku fjármálaumhverfi. Í boði eru fjölbreytt verkefni og áhugaverð störf í afar krefjandi umhverfi. Umsjón með störfunum hafa Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfssvið: • Fjárhagslegt eftirlit með lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar • Vettvangsathuganir og skýrslugerð því tengdu • Tengiliður við eftirlitsaðila og umsjón með hæfismati þeirra • Þátttaka í þróun og vinnu við rafræn skýrsluskil og úrvinnslukerfi • Aðkoma að rannsóknum vegna lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar • Þátttaka í innra starfi Fjármálaeftirlitsins • Önnur tilfallandi verkefni Starfssvið: • Eftirlit með lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignasparnaðar • Eftirlit með starfsháttum, starfsheimildum, fjárfestingum og skuldbindingum • Veita umsagnir vegna lífeyrismála til fjármálaráðuneytisins • Þátttaka í rannsóknarvinnu • Þátttaka í vettvangsathugunum • Þátttaka í innra starfi Fjármálaeftirlitsins • Önnur tilfallandi verkefni Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun með sérstaka stjórn. Hlutverk FME er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og í samræmi við eðlilega viðskiptahætti. Eftirlitsskyldir aðilar stofnunarinnar eru m.a. viðskiptabankarnir, sparisjóðir, lána- og verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlar, lífeyrissjóðir, rekstrar- og vátryggingafélög, kauphallir o.fl . Nánari upplýsingar um stofnunina má nálgast á www.fme.is SÉRFRÆÐINGUR OG LÖGFRÆÐINGUR Í LÍFEYRISSJÓÐAMÁLUM SÉRFRÆÐINGUR LÖGFRÆÐINGUR Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðeigandi menntun, t.d. viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði • Viðeigandi starfsreynsla, t.d. af fjármálamarkaði • Reynsla af lífeyrissjóðamálum æskileg • Góð greiningarhæfni nauðsynleg • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð nauðsynleg Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistara eða embættispróf í lögfræði • Viðeigandi reynsla, t.d. af fjármálamarkaði • Reynsla af lífeyrissjóðamálum æskileg • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð nauðsynleg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.