Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 39

Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 39
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2011 7 Actavis Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is Fjölbreytt störf í boði hjá Actavis á Íslandi Nánari upplýsingar veitir Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 14. ágúst nk. Verkefnastjóri í skráningaferladeild Skráningaferladeild er ein af fjórum deildum skráningarsviðs. Deildin ber ábyrgð á að útvega og viðhalda markaðsleyfum lyfja, aðallega innan Evrópu. Verkefnastjóri tekur þátt í mótun skráningarstefnu og ber ábyrgð á að fylgja henni eftir þar til markaðsleyfi fæst ásamt því að endurnýja markaðsleyfi eins og við á. Verkefnastjóri ber ábyrgð á rekstri umfangsmikilla skráningarferla sem ná yfir allt Evrópusambandið. Um er að ræða krefjandi starf í spennandi og síbreytilegu umhverfi. Starfið felur í sér mikil samskipti við evrópskar lyfjastofnanir, viðskiptavini og við aðrar deildir Actavis. Helstu verkefni: Undirbúningur og innsending skráningarumsókna innan ESB Þátttaka í mótun skráningarstefnu og eftirfylgni Endurnýjun og viðhald markaðsleyfa eins og við á Við leitum að einstaklingi: með háskólapróf á sviði raunvísinda með reynslu af verkefnastjórnun sem er sveigjanlegur og með góða samstarfs- og skipulagshæfileika með mjög góða ensku- og tölvukunnáttu með nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð Kvörðunarstjóri Starfið tilheyrir tæknideild sem er hluti af starfsemi Actavis hf. Tæknideildin sér um viðhald, kvarðanir og eftirlit með tækjabúnaði í verksmiðju og rannsóknarstofu fyrirtækisins, sem staðsett er í Hafnarfirði. Unnið er eftir skriflegum leiðbeiningum og öll viðhaldsvinna er skráð í þjónustuskýrslur/viðhaldsforrit. Starfið felur í sér samskipti við starfsfólk ýmissa deilda Actavis sem og utanaðkomandi þjónustuaðila. Helstu verkefni: Kvarðanir á tækjum á rannsóknarstofu, framleiðslu-, og þróunarsviði Umsjón með kvörðun á kvörðunarbúnaði Útgáfa og viðhald skriflegra leiðbeininga Við leitum að einstaklingi: með háskólamenntun í eðlisfræði, tæknifræði eða sambærilega menntun með reynslu af mælingum og kvörðunum sem er nákvæmur, samviskusamur og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum með góða ensku- og tölvukunnáttu Starfsmaður í töfludeild Í töfludeild fer fram lyfjablöndun sem felur í sér vigtun, blöndun og frumvinnslu hráefna. Einnig sér töfludeild um framleiðslu á töflum og hylkjum. Í starfinu felst samsetning á vélum, skýrslugerð og skjalfesting. Unnið er á þrískiptum vöktum. Ef þú ert... hress og jákvæð/ur stundvís samviskusöm/samur og getur tileinkað þér nákvæm vinnubrögð verklagin/n ...þá bjóðum við snyrtilegan og öruggan vinnustað fjölskylduvænt starfsumhverfi góðan starfsanda gott mötuneyti fræðslu og þjálfun Sérfræðingur í gjaldeyrismiðlun og áhættustýringu Starfið tilheyrir fjárstýringu (Corporate Treasury) sem er hluti af fjármálasviði Actavis Group. Fjárstýring hefur yfirumsjón með lausafjárstýringu samstæðunnar. Einnig hefur deildin umsjón með lánum, gjaldeyris- og vaxtaáhættu, tryggingum og bankasamskiptum. Viðkomandi er í miklum samskiptum við erlendar fjármálastofnanir sem og starfsmenn dótturfélaga Actavis Group hér heima og erlendis. Helstu verkefni: Dagleg umsjón með gjaldeyrismiðlun Greining gjaldeyris- og vaxtaáhættu, hönnun og utanumhald á afleiðusamningum Skýrslugjafir tengdar gengismálum Verkefni tengd lánasamningi Utanumhald á lánum milli tengdra félaga Önnur fjárstýringarverkefni Við leitum að einstaklingi: með háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilega menntun með a.m.k. 5 ára reynslu úr sambærilegu starfi með reynslu af gjaldeyrismörkuðum, áhættugreiningu og afleiðusamningum með reynslu af notkun Reuters, Bloomberg og IT/2 með mikla hæfni í mannlegum samskiptum sem sýnir öguð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð sem er skipulagður og talnaglöggur og með afar góða enskukunnáttu Starfsmaður í bókhald Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu. Starfið tilheyrir deildinni Finance and Administration sem sér um bókhald, innheimtu og almenna skrifstofuþjónustu fyrir Medis. Helstu verkefni: Bókun á innkaupum frá verksmiðjum Actavis Afstemmingar banka, lánadrottna og fjárhagslykla Aðstoð við mánaðarleg uppgjör Ýmis skýrslugerð Við leitum að einstaklingi: með stúdentspróf eða sambærilega menntun með reynslu úr sambærilegu starfi (kostur) með reynslu af bókhaldsvinnu og góð kunnátta í Excel er nauðsynleg sem vinnur skipulega og á skilvirkan og árangursríkan hátt með góða samskiptahæfni og mjög góða enskukunnáttu iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og lækni sem sinna heilsuvernd starfsmanna árlegan styrk til íþróttaiðkunar auk fræðslustyrks öflugt starfsmannafélag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.