Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 78

Fréttablaðið - 06.08.2011, Page 78
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR42 sport@frettabladid.is STEFÁN GÍSLASON hefur leikið sinn síðasta leik fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Viking en samningur hans við félagið er útrunninn. Tilkynnt var á heimasíðu félasgins að hann yrði ekki endurnýjaður þar sem Stefán væri með tilboð frá öðru liði. Hann hefur helst verið orðaður við Aberdeen í Skotlandi. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir versl- unarmannahelgina. TRYGGVI GUÐMUNDSSON LEIKMAÐUR ÍBV FÓTBOLTI Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi- deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyja- maðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því. „Það er þeirra starf að segja sínar skoðanir en mér finnst þeir stundum of fljótir til,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið. „Sumir keppast um að vera fyrstir til að láta svona lagað frá sér til að geta sagt eftir á að þeir hafi sagt það fyrst. En svo þegja þeir þunnu hljóði ef það rætist ekki.“ Of snemmt að afskrifa FH ÍBV er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem hefur leikið einum leik minna. Valur og FH fylgja síðan í humátt á eftir og segir Tryggvi til dæmis allt of snemmt að afskrifa hans gömlu félaga í FH. „Ég veit alveg hvað er í gangi þar. FH-ingar eru bara þremur stigum á eftir okkur og mér sýn- ist að þeir séu að snúa taflinu við,“ benti Tryggvi á. „Óneitanlega eru KR-ingar búnir að vera mjög flottir. Þeir eru taplausir í deild og bikar og eru með mjög öflugan og heilsteyptan hóp. Þeir eru án efa sigurstranglegastir.“ En KR á erfiða leiki eftir. Til dæmis tvo leiki gegn ÍBV og síðan Þór, FH, Keflavík og Val – allt á útivelli. „Þessir tveir leikir okkar gegn KR-ingum verða mikilvægir. Það vitum við og þeir líka. En það er enn langt í þá og fullsnemmt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Það er bara næsti leikur sem gildir,“ sagði Tryggvi, en ÍBV mætir einmitt Val í sannkölluðum toppslag á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun. „Það væri mjög gott fyrir okkur að ná sigri þar og ná að spyrna okkur aðeins frá þeim. Þetta er ekki aðeins barátta um titilinn, heldur líka Evrópusæti.“ Eitt það versta á löngum ferli Fyrir helgi tapaði ÍBV fyrir Þór í undanúrslitum Valitor-bikarsins, 2-0 á Akureyri. „Sigurinn gegn Fylki var mjög kærkominn eftir það tap. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli, sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir verslunarmannahelgina,“ sagði Tryggvi, en Eyjamenn notuðu tímann vel meðan á Þjóðhátíð stóð og æfðu stíft fyrir leikinn gegn Fylki. „Þetta var góður sigur. Menn virðast halda að þetta hafi verið eitthvað auðvelt en það var það alls ekki. Það er erfitt að pressa hátt á andstæðinginn í 90 mínútur.“ Fór ekki til Eyja til að deyja Tryggvi nálgast óðum met Inga Björn Albertssonar, sem skor- aði 126 mörk í efstu deild á sínum tíma. Tryggvi hefur nú skorað 122 mörk og nálgast metið óðfluga. Hann hefur átt glæsileg- an feril sem hefur haldið áfram að blómstra eftir að hann fór frá FH til ÍBV eftir Íslandsmótið haustið 2009. Þá hafði FH tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum og ÍBV haldið sæti sínu í efstu deild með naumindum eftir tveggja ára veru í 1. deildinni þar á undan. Tryggvi segist ekki hafa óttast að hann væri þar með að taka skref niður á við. „Stundum heyrði ég því fleygt að ég hefði „farið til Eyja til að deyja“,“ sagði hann og brosti. „Það óttaðist ég ekki. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég væri að stefna niður á við ef ég héldi áfram í FH. Ég var ekki lengur lykilmaður í liðinu og eyddi of miklum tíma á bekknum,“ sagði Tryggvi og lof- aði Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, mikið. „Heimir er ótrúlega spennandi þjálfari og allt það sem hann ætl- aði sér að gera með ÍBV heillaði mig mikið. Svo var það rómantík- in að ljúka hringnum með því að spila aftur með uppeldisfélaginu á síðustu árum ferilsins. Því reyndist þetta auðveld ákvörðun á endanum.“ eirikur@frettabladid.is Við vildum senda skýr skilaboð Tryggvi Guðmundsson er leikmaður 13. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann segir að með sigrinum á Fylki í vikunni hafi Eyjamenn viljað láta önnur lið vita að þeir hefðu ekki sagt sitt síðasta. Í ESSINU SÍNU Tryggvi þrumar að marki andstæðingsins í leik með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lið 13. umferðarinnar Markvörður: Srdjan Rajkovic, Þór Varnarmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Janez Vrenko, Þór Freyr Bjarnason, FH Miðvallarleikmenn: Guðjón Pétur Lýðsson, Val Jesper Jensen, Stjörnunni Gunnar Már Guðmundsson, Þór Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Sóknarmenn: Ólafur Páll Snorrason, FH Atli Guðnason, FH Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttu- landsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orð- inn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarann Nýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabil- ið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönn- um líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um á ra mót i n veg n a deilna við eigendur félagsi ns . M a rco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálf- ari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekkn- um fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ - esá Gylfi Þór Sigurðsson missir af landsleik Ungverjalands og Íslands vegna meiðsla: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið GYLFI ÞÓR Er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. FÓTBOLTI Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evr- ópu í gær, þar sem spilað er um fimm laus sæti í riðlakeppninni. Enska liðið Arsenal fékk erfitt verkefni en það mætir Udinese frá Ítalíu. Tvö Íslendingalið voru með í pottinum og bæði frá Danmörku. FC Kaupmannahöfn, lið þeirra Sölva Geirs Ottesen og Ragnars Sigurðssonar, mætir Plzen frá Tékklandi. Rúrik Gíslason og félagar í OB þurfa að vinna spænska liðið Villarreal til að komast í riðlakeppnina. Bayern München slapp nokkuð auðveldlega en liðið mætir FC Zürich frá Sviss. - esá Dregið í Meistaradeildinni: Erfitt verkefni hjá Arsenal HVAÐ MEÐ FYRIRLIÐANN? Cesc Fabre- gas gæti verið á leið til Barcelona og óljóst er hvort hann spilar með Arsenal gegn Udinese. NORDICPHOTOS/GETTY Leikirnir í forkeppninni: Wisla Krakow (Póllandi) - APOEL (Kýpur) Maccabi Haifa (Ísrael) - Genk (Belgíu) Dinamo Z. (Króatíu) - Malmö (Svíþjóð) FCK (Danmörku) - Plzen (Tékklandi) BATE (Hv.-Rússl.) - Sturm Graz (Austurríki) OB (Danmörku) - Villarreal (Spáni) Twente (Hollandi) - Benfica (Portúgal) Arsenal (Englandi) - Udinese (Ítalíu) Bayern (Þýskalandi) - Zürich (Sviss) Lyon (Frakklandi) - Rubin Kazan (Rússlandi) FÓTBOLTI Keppni í neðri deildum Englands hefst í dag en ekki er útlit fyrir annað en að blaða- menn dagblaða þar í landi sem og útsendarar frétta- og myndaveita fái ekki aðgang að leikjunum. Fulltrúar fjölmiðla deila nú við forráðamenn deildanna um hvernig umfjöllun skuli háttað. Vilja samtök fjölmiðlanna meina að kröfur fulltrúa knattspyrnu- deildanna séu algerlega óraun- hæfar og vilja ekki gangast við þeim. Til boða stendur að framlengja það samkomulag sem hefur verið í gildi frá 2003 en eru fjöl- miðlamenn tregir til þess. Að öllu óbreyttu fá ljósmyndarar og blaðamenn því ekki aðgang að leikjum helgarinnar. - esá Enska knattspyrnan: Blaðamenn fá ekki aðgang Í BEINNI Enskir blaðamenn munu þurfa að horfa á leiki helgarinnar í sjónvarpinu til að geta fjallað um þá. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.