Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 80

Fréttablaðið - 06.08.2011, Síða 80
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR44 FÓTBOLTI Dregið var í lokaumferð- ina í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær og fékk skoska liðið Hearts það erfiða verkefni að mæta Tottenham, sem sló ræki- lega í gegn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður Hearts og hlakkar vitanlega til að fá að kljást við þá ensku. „Það voru mörg erfið lið í pott- inum en við fengum líklega það allra erfiðasta. Það verður samt gaman að fá að spreyta sig gegn Tottenham,“ sagði Eggert, sem mun halda upp á 23 ára afmælið sitt þegar liðin mætast í Edinborg hinn 18. ágúst næstkomandi. „Það væri ekki leiðinlegt að fá sigur í afmælisgjöf,“ sagði hann. „Ég bið nú ekki um meira.“ Mikið hefur gengið á hjá Hearts á undanförnum vikum. Eigandi félagsins, Vladimir Romanov, ákvað að reka Jim Jefferies úr starfi knattspyrnustjóra og réði Paulo Sergio frá Portúgal í hans stað. Er það áttundi stjóri liðsins á síðustu sex árum. „Mér líst vel á hann. Við fengum aðeins tvær æfingar með honum fyrir síðasta leik en mér fannst við strax ná að bæta okkar leik,“ sagði Eggert. Eggert hefur leikið sem mið- vörður í síðustu leikjum en seg- ist helst vilja spila á miðjunni. „Þar líður mér best. Ég var settur á miðjuna í leiknum gegn Rang- ers fyrir tveimur vikum en þá meiddist miðvörðurinn okkar og tók ég þá hans stöðu. Ég hef verið þar síðan,“ sagði Eggert. „Það er samt skárra en að vera í hægri bakverðinum,“ bætti hann við í léttum dúr. - esá Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts mæta Tottenham í forkeppni Evrópudeildar UEFA: Vill fá sigur gegn Tottenham í afmælisgjöf Á FULLU Eggert Gunnþór, til hægri, er hér í leik Hearts gegn Rangers í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þrjú Íslendingalið voru í pottinum þegar dregið var í Evr- ópudeild UEFA í gær. AEK frá Aþenu, lið Eiðs Smára Guðjohnsen og Elfars Freys Helgasonar, mætir KR-bönunum í Dinamo Tbilisi frá Georgíu. KR-ingar léku ytra í fyrrakvöld og töpuðu, 2-0, og þar með rimmunni samanlagt 6-1. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar leika gegn Álasundi frá Noregi og eins og fram kemur hér fyrir ofan dróst Hearts, lið Eggerts Gunnþórs Jónssonar, gegn enska liðinu Tottenham. CD Nacional frá Portúgal, sem sló FH úr leik fyrr í sumar, mætir enska B-deildarliðinu Birm- ingham, sem komst í Evrópu- keppnina með því að vinna enska deildabikarinn á síðustu leik- tíð. Tvö önnur ensk lið voru í pottinum. Ful- h a m mæt i r D n ipr o frá Ú k ra í nu og Stoke þarf að vinna sviss- nesk a l ið ið Thun til að komast áfram. Meðal annarra viðureigna má nefna að þýska liðið Hannover mætir Sevilla frá Spáni. 48 lið komast í riðlakeppnina; 38 úr forkeppninni og þau tíu lið sem tapa sínum viðureignum í lokaum- ferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. - esá Dregið í forkeppni Evrópudeildar UEFA í gær: Eiður Smári og Elfar Freyr á slóðir KR-inga EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN FÓTBOLTI Grannarnir í Manchester City og United mætast á morgun í Samfélagsskildinum í knatt- spyrnu. Leikurinn er árleg við- ureign Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna og fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Tæpir fjórir mánuðir eru síðan liðin mættust á sama stað í und- anúrslitaleik enska bikarins. City hafði sigur í baráttuleik og fór alla leið í keppninni. Titillinn var sá fyrsti hjá félaginu í 35 ár og loks fékk City-liðið uppreisn æru. Þrátt fyrir að taka skuli leiki á undirbúningstímabilinu með fyrirvara hafa bæði lið litið afar vel út. United fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem hvert MLS-liðið varð fyrir barðinu á því á fætur öðru. Liðið kórónaði ferð- ina með 2-1 sigri á Barcelona og mætir fullt sjálfstrausts til leiks á morgun. „Þetta verður enginn venjuleg- ur leikur um Samfélagsskjöld- inn fyrir Manchester United. Við þurfum að taka á háværu nágrönnum okkar. Þetta verður áhugaverður leikur,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, á blaðamannafundi í gær. Antonio Valencia er enn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í Suður-Ameríkubik- arnum og verður ekki með. Dar- ren Fletcher verður einnig fjarri góðu gamni ásamt Rafael, Micha- el Carrick og Javier Hernan- dez. Reiknað er með að sá síðast- nefndi verið klár í slaginn í lok mánaðarins. Manchester City vann sömu- leiðis alla leiki sína á undirbún- ingstímabilinu. Sá síðasti var 3-0 sigur á sterku liði Inter frá Míl- anó. Dýrasti knattspyrnumað- ur City, Sergio Aguero, verður á bekknum en landi hans, Carlos Tevez, verður ekki með. Miklar vangaveltur hafa verið með fram- tíð Tevez hjá félaginu. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, sagðist eiga von á honum á æfingu á mánudaginn. „Carlos er atvinnumaður. Ef hann nær ekki að semja við annað félag á næstu tíu dögum eða tveimur vikum hugsa ég að hann spili fyrir okkur. Af fullum krafti líkt og á síðasta tímabili. Líkt og alltaf,“ sagði Mancini um stöðu Tevez hjá City. Manchester City spilar í Meist- aradeild Evrópu á þessari leik- tíð. Mancini leggur þó áherslu að áherslan sé fyrst og fremst á að standa sig í deildinni. Liðið geti gert betri hluti en í fyrra en United standi liðinu þó enn framar. „Manchester United er líklegast enda með mjög sterkt lið. Félagið hefur keypt nokkra leikmenn. Ég tel okkur standa því nærri en United hefur fimm metra forskot á okkur,“ sagði Mancini. Leikurinn á Wembley hefst klukk- an 13 á morgun. kolbeinntd@365.is BARÁTTAN UM BORGINA Manchester-félögin City og United mætast á Wembley á morgun í Samfélags- skildinum. Þrátt fyrir gott málefni má reikna með hörkubaráttu á vellinum. TVEIR FLOTTIR Yaya Toure fór auðveldlega framhjá Nemanja Vidic í undanúrslita- leiknum á Wembley í fyrra og skoraði sigurmarkið. NORDICPHOTOS/AFP 1. deild karla Víkingur Ólafsvík - ÍA 0-1 0-1 Gary Martin (8. ) ÍR - Fjölnir 0-1 0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (30. ) Þróttur R. - HK 3-1 1-0 Halldór Hilmisson (25.), 2-0 Sveinbjörn Jónasson (27.), 3-0 Halldór hilmisson (28.), 3-1 Ívar Örn Jónsson (63.) ÚRSLIT STAÐAN Í 1. DEILD KARLA ÍA 15 14 1 0 42-6 43 Selfoss 15 10 1 4 31-14 31 Haukar 14 7 3 4 20-15 24 Fjölnir 15 6 5 4 24-25 23 Þróttur R. 15 7 2 6 20-27 23 BÍ/Bolungarvík 14 6 3 5 18-23 21 Víkingur Ó. 15 5 4 5 18-18 19 ÍR 15 4 3 7 18-26 15 Grótta 14 3 5 6 9-18 14 KA 14 4 2 8 15-25 14 Leiknir R. 15 3 4 8 20-21 13 HK 15 0 5 9 14-31 5 FÓTBOLTI Íslensku landsliðin í knatt- spyrnu skipuð drengjum yngri en 17 ára leika um verðlaun á Opna Norðurlandamótinu á morgun. Ísland teflir fram tveimur liðum á mótinu sem léku hvort í sínum riðl- inum. Ísland I lagði kollega sína frá Englandi 2-1 í úrslitaleiknum um efsta sætið í A-riðli á Dalvík í gær. Þórður Jón Jóhannesson úr Hauk- um og Stefán Þór Pálsson úr ÍR skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslands II beið hins vegar lægri hlut 0-2 gegn Dönum á Húsavík. Danir tryggðu sér efsta sætið í B- riðli á kostnað íslensku strákanna sem höfnuðu í öðru sæti riðils- ins. Þeir leika um þriðja sætið á morgun. Leikir íslensku liðanna á morgun fara fram á Þórsvelli á Akureyri. Klukkan 11 mætir Ísland II lands- liði Noregs í leiknum um brons- verðlaunin. Leikurinn um gullið fer fram á sama stað klukkan 13 þar sem Ísland I mætir Danmörku. - ktd Frábær árangur hjá U17 ára: Bæði lið leika um verðlaun FRJÁLSAR Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni varð í sjöunda sæti á Demantamótinu í London í gærkvöldi. Ásdís kastaði lengst 57,77 metra í sínu fjórða kasti. Sigurvegari varð Christina Obergföll frá Þýskalandi með kast upp á 66,74 metra. Ásdís sagðist í samtali við Fréttablaðið sjá bæði jákvæða og neikvæða hluti við keppnina. „Ég er mjög ánægð með að kastserían mín var jöfn og löng. Ég á lengra kast inni en það kom ekki núna sem er aðeins svekkj- andi,“ sagði Ásdís en gömul meiðsli tóku sig upp í fæti hennar í keppninni í gær í gær. „Það kom smá smellur snemma í keppninni en ég kláraði þetta samt,“ sagði Ásdís sem ætlar ekki að taka neina áhættu á Bik- armótinu í frjálsum íþróttum um næstu helgi. Hún segist líklega munu kasta einu sinni og ná í stig fyrir félag sitt en ekki reyna á sig enda heimsmeistaramótið í frjáls- um á dagskrá í lok mánaðarins. Átta af fremstu spjótkasts- konum heims tóku þátt í mótinu. Íslandsmet Ásdísar er 61,37 metr- ar sem hefði dugað í fjórða sæti. Ásdís náði í vikunni lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í London þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Laugardalnum. - ktd Demantamótið í London: Ásdís í 7. sæti METNAÐARFULL Ásdís keppir á sínum öðrum Ólympíuleikum í London að ári. FÓTBOLTI Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, verður frá út tíma- bilið vegna meiðsla. Óskar stað- festi þetta í samtali við Frétta- blaðið í gær. Óskar Örn, sem leikið hefur frá- bærlega með KR í sumar, meidd- ist í viðureign KR gegn Dinamo Tbilisi ytra á fimmtudagskvöld. Óttast var að meiðslin væru alvar- leg og í gær kom í ljós að bein er brotið í rist Óskars. - ktd Slæm tíðindi fyrir KR-inga: Óskar Örn frá út tímabilið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.