Fréttablaðið - 06.08.2011, Side 86

Fréttablaðið - 06.08.2011, Side 86
6. ágúst 2011 LAUGARDAGUR50 PERSÓNAN „Þetta er öðlingur. Rosalega fínn gæi og jarðbundinn. Þetta var eins og að hitta frænda sinn á svipuðum aldri,“ segir útvarpsmaðurinn Sig- urður Hlöðversson, eða Siggi Hlö. John Bon Jovi, söngvari rokk- sveitarinnar heimsfrægu Bon Jovi, bauð Sigga og eiginkonu hans á tónleika sína á Ólympíuleikvang- inum í Barcelona í síðustu viku. Ástæðan var sú að kona Sigga, Þorbjörg Sigurðardóttir sem starf- ar hjá Nordic Visitor, skipulagði frí Bon Jovi hér á landi fyrr í sumar. Hjónakornin voru uppi við svið- ið á tónleikunum, fengu óheftan aðgang baksviðs og voru hreinlega eins og kóngar í ríki sínu. „Þegar mig langaði í bjór á miðjum tón- leikum fór ég bara í búningsher- bergið hans og sótti mér. Þetta var ótrúlegasta lífsreynsla af þessu tagi sem ég hef lent í. Allir verðirnir færðu sig bara þegar ég kom labbandi. Það vissu allir að við værum „special guests of Mr. John“. Þetta var bara eins maður sér í bíómyndum,“ segir Siggi, enn í skýjunum yfir öllu saman. Hann kom sjálfur færandi hendi baksviðs og gaf Bon Jovi og fjöl- skyldu hans fatnað frá 66° Norð- ur sem söngvarinn var gríðarlega ánægður með. Siggi hitti Bon Jovi einnig þegar hann var staddur hér á landi og fór því vel á með þeim í Barce- lona „Hann var svo uppnuminn yfir ferðinni hingað að hann tal- aði ekki um annað,“ segir hann og bætir við að Bon Jovi dauð- langi að koma aftur til Íslands. „Hann sagði mér hvað konan mín væri frábær. Ég þóttist nú vita það enda búinn að eiga hana í 23 ár,“ segir hann og hlær. -fb Bon Jovi bauð Sigga Hlö og eiginkonu á tónleika GÓÐ SÆTI Siggi Hlö smellti að sjálfsögðu mynd af Bon Jovi þar sem hann stóð uppi við sviðið. BJÓR BAKSVIÐS Siggi Hlö fékk sér bjór í búningsher- bergi Bon Jovi. Pétur Sveinsson Aldur: 24 ára. Starf: Ég er nemi. Fjölskylda: Steinunn Pétursdóttir sérkennari, og Sveinn Skúlason leiðsögumaður. Búseta: Reykjavík í sumar en er með lögheimili í Danmörku. Stjörnumerki: Fiskur. Pétur kynnir klappstýruíþróttina fyrir Íslendingum. Tónlistarmennirnir Sigurður Guð- mundsson, Sigríður Thorlacius, Benedikt Hermann Hermannsson og Sindri Már Sigfússon voru á meðal gesta á útgáfutónleikum Snorra Helgasonar á Faktorý á fimmtudagskvöld. Einnig mátti sjá þar tónleikahaldarana Steinþór Helga Arnsteinsson og Kára Sturluson, auk Bergs Ebba Benedikts- sonar og Atla Bollasonar, fyrrum félaga Snorra úr Sprengjuhöllinni. Dóri DNA, félagi Bergs Ebba í grínhópn- um Mið-Íslandi, lét einnig sjá sig. Á tónleikunum vakti athygli þegar Snorri tileinkaði bassaleikara sínum og hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guð- mundi Óskari Guðmundssyni, lag af fyrstu plötu sinni í tilefni þess að Guðmundur ætlar að ganga í það heilaga á næstunni. Listakonan og ljósmynd- arinn María Kjartans hlaut fyrstu verðlaun á myndlistar- verðlauna hátíðinni „Signature Art Awards“ sem fór fram í London á fimmtu- dagskvöld fyrir ljós- mynd sína „A Sense of Solitude“ sem hún tók á Dalvík í febrúar á þessu ári. Sýningin er árlegur viðburður lista- gallerísins DegreeArt, sem hefur á snærum sínum mikið af upp- rennandi, hæfileikaríku listafólki. María hefur sýnt ljósmyndir sínar og myndbönd víða um heim að undanförnu. Meðal annars tók hún þátt í Feneyjatvíæringnum sem hluti af 2nd Roma Pavilion-sýn- ingunni og einnig eru verk hennar tilnefnd til Magnum Photographic- verðlaunanna. Björn Stefánsson, trommuleikari í hljómsveitinni Mínus, eignaðist annað barn sitt á dögunum ásamt eiginkonu sinni, Írisi Dögg Einarsdóttur. Strákur var það í þetta skiptið en fyrir eiga hjónin dótturina Sölku, sem er fimm ára. Fjölskyldan er búsett í Danmörku þar sem Björn leggur stund á leiklistar- nám og Íris Dögg er ljós- myndari. - fb, áp FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta verður alveg frábær staður,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson. Eigendur Humarhússins ætla að opna veit- ingastaðinn Forréttabarinn um næstu mán- aðamót. Hann verður staðsettur á Nýlendu- götu 14 þar sem verslunin Liborius var áður til húsa. Undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. „Við verður bara með forrétti, mjög ódýra. Við ætlum ekki að splæsa í dýrt umhverfi eða einhverja „fansý“ þjónustu. En auðvitað verður þarna snyrtilegt og flott líka,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, sem er eigandi Humarhússins ásamt Ottó Magnússyni. „Ég og Ottó erum búnir að vera með þessa for- réttahugmynd svo lengi að við urðum að koma henni frá okkur.“ Aðspurður segir hann að engir forréttastað- ir séu til hér á landi, nema þá helst Tapas-stað- ir. „Þetta verða forréttir alls staðar að. Við ætlum að reyna að einblína á íslenskt hráefni. Við reiknum með tveimur til þremur forrétt- um á mann eða þá fjórum til sex hálfum for- réttum á mann, þannig að þú náir að smakka sem mest,“ segir Guðmundur Þór og nefnir að bæði geit og hvalur verði á boðstólnum. -fb Opna Forréttabar á næstunni NÝR FORRÉTTASTAÐUR Nýi staðurinn verður opnaður við Nýlendugötu um næstu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála,“ segir Gunnar Berg- mann, framkvæmdastjóri Hrefnu- veiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagn- rýnir stefnu Íslendinga í hvalveið- um harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþving- unum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum mynd- um um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtak- anna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvern- ig er að vera með njósnara hennar hátign- ar á hælunum? „Þetta skipt- ir okkur engu máli ,“ segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leik- ari reynir eitthvað að kvabba um hval- veiðar, sem hann hefur mjög tak- markað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýming- arhættu. Það tekur enginn vís- indamað- ur í heimin- um undir að hrefnan sé í útrýmingar- hættu.“ Brosn- an er afar harðorður í bréfi sínu o g fe r fram á að Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur,“ segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir verði neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í for- svari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi,“ segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum.“ En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjöl- miðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara ein- hverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill.“ atlifannar@frettabladid.is GUNNAR BERGMANN: BROSNAN ALLTAF AÐ KVABBA UM HVALVEIÐAR James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna MEÐ LEYFI TIL AÐ DREPA … HVAL Gunnar Bergmann tekur ekkert mark á gagnrýni leikarans Pierce Brosnan, sem vill að Banda- ríkjamenn beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hval- veiða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM F E L L S M Ú L I S K Ú L A G A T A G A R Ð A B Æ R M J Ó D D L E I Ð I N A Ð Í S N U M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.