Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 23. ágúst 2011 195. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 Hnetur innihalda mikið af góðum fitusýrum sem taldar eru draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Hæfilegt magn af hnetum daglega dregur úr slæma kólesterólinu og bætir það góða. Þær hjálpa einnig til við útvíkkun æðanna og geta þannig komið í veg fyrir æðakölkun. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18.Lokað á laugardögum í sumar.Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.misty.is Vertu vinur Þ E S S I S TÆ K K A R Þ I G U M N Ú M E R teg 42026 - vel fylltur og flottur, fæst í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Reynir Guðmundsson tekur þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti í badminton. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stefnir á sigur K R-ingurinn Reynir Guð-mundsson tekur þátt í heimsmeistaramóti öld-unga í badminton sem hófst í Vancouver í Kanada í gær. Reynir keppir í einliðaleik í flokki fimmtíu ára og eldri og stefnir ótrauður á sigur. Reynir hefur æft bad ifrá bl stæðing að velli í úrslitunum. „Það er keppt í 50+ á Íslandsmóti en það er í sjálfu sér engin keppni fyrir mig,“ segir Reynir, sem hefur hald-ið sér vel við og æfir fimm til sex sinnum í viku. Hann er búsettur á Selfossi en leggur á sig nær daglegar ferðir til R ungaflokkum en Broddi hefur ekki spilað einliðaleik undanfarin ár. „Árangur hans á heimsmeistara-mótinu fyrir tveimur árum varð mér þó hvatning. Fyrst hann gatþetta ákvað ég að lá Kominn á íslenska kúrinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar bara að borða íslenskt og vonast til að léttast. allt 2 Flytur á mölina Mugison sest á skólabekk í Reykjavík. fólk 34 Nýr smellur frá hö ókarinnar Barnið í ferðatöskunni ms.is Nýtt HVÍTA H Ú S IÐ /S ÍA Gráða & feta ostateningar í olíu FERÐAMÁL Reiknað er með að farþegar Iceland- air árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir að reikna megi með því að erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgi um 20 prósent frá árinu 2010 og þeim sem um Leifs- stöð fara um 22 prósent. Það gæti skilað um 600 þúsund erlendum ferðamönnum til landsins á árinu 2011. „Við spáðum 15 til 20 prósenta aukn- ingu fyrir árið í vor og byggðum það á bókunar- stöðunni. Við sáum hvaða áhrif eldgosið í fyrra hafði og sáum því fram á auknar bókanir. Þeir voru ekki margir sem trúðu þessu en nú stefnir í að þetta náist.“ Birkir segir að bókunarstaða frá og með haustinu sé mun betri en í fyrra. Spáð sé hátt í 30 prósenta aukningu fyrir september, október og nóvember. „Í fyrra lentum við í eldgosi og þá var mikið afbókað. Þá var farið í átakið Inspired by Ice- land, sem tókst vel. Fjöldi ferðamanna hélst nokkuð í horfinu.“ Birkir segir eldgosið hafa haft veruleg áhrif til skamms tíma en til langs tíma hafi það haft góð áhrif til kynningar á Íslandi. Þá sé fjölgunin niðurstaða markaðsherferðar félags- ins, sem hafi haldið átakinu áfram. „Þetta eru fyrst og fremst sölu- og markaðsmál sem eru að virka. Það þarf að sækja farþegana. Það eru margir sem halda að þeir bíði í röðum á erlend- um skrifstofum, en svo er ekki.“ Ekki er enn ljóst hve miklum tekjum fjölgun- in skilar, en búist er við töluverðri tekju- aukningu í ferðaþjónustu á árinu. Birkir segir eina ástæðu fjölgunarinnar vera aukið fram- boð á ferðum hjá félaginu og því fylgi aukinn kostnaður. Fyrirhugað er nýtt markaðsátak á vegum iðnaðarráðuneytisins og hagsmunaaðila. Þar verður Ísland kynnt sem vetraráfangastaður. Birkir segir gríðarlega mikil tækifæri fólgin í því og um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Við vonum bara að allir séu í stakk búnir til að taka við þessum aukna fjölda.“ - kóp Ferðamenn aldrei verið fleiri Ferðamönnum hefur fjölgað mikið hjá Icelandair það sem af er ári. Reiknað er með 600 þúsund ferðamönnum á árinu. Átakið Inspired by Iceland sagt hafa skilað góðum árangri. Fimmtungi fleiri ferðamenn en í fyrra. Bókanir hjá Iceland Express fyrir september og október næstkomandi eru 30 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, er ánægður með þessa þróun. „Þetta eru mjög fínar fréttir,“ segir Heimir Már. „Þær sýna að okkar markaðsstarf er að skila árangri.“ 30% fjölgun hjá Express STJÓRNMÁL Guðmundur Steingríms- son alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. Einar Skúlason, varaþingmaður flokksins og oddviti í síðustu borgarstjórnar- kosningum, hætti í flokknum í gær og fleiri hyggja á úrsögn. Titringur hefur verið innan flokksins frá því flokksþing sam- þykkti í apríl að hagsmunum Íslands yrði best borgið utan Evrópu sambandsins. „Það er náttúrlega leiðinlegt að missa mann úr þingflokknum. Ég skil alveg rök hans, sem eru þau að hann vilji hafa vettvang til að vinna að sínum stefnumálum,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Í stjórnmálaflokki eru menn aldrei alveg sammála um alla hluti. Spurn- ingin er bara hvenær menn telja að að of miklu leyti og í of mörg- um málum séu þeir ósammála og telji sig fremur eiga heima í öðrum flokki.“ Guðmundur segir „íhaldsarm“ hafa undirtökin í Framsóknar- flokknum. Sjálfur hyggi hann á stofnun nýs flokks. Sigmundur segir langt síðan að heyrast hafi farið af því að menn væru að velta fyrir sér að stofna flokk um Evrópu mál. „Ég skal ekki segja hver er hljóm- grunnur fyrir slíkan flokk.“ - gar, kóp / sjá síðu 8 Klofningur í Framsóknarflokknum vegna afstöðu til Evrópumála: Guðmundur segir sig úr Framsókn Njótum þess íslenska Matvæla- og næringar- fræðingafélag Íslands stendur á þrítugu. tímamót 18 LÍBÍA, AP „Hin raunverulega sigur stund verður þegar Gaddafí næst,“ sagði Mustafa Abdel Jalil, leiðtogi bráða- birgðastjórnar uppreisnar- liðsins í Líbíu í gær. Uppreisnarmenn höfðu náð næstum allri höfuðborginni á sitt vald í gær eftir aðeins þriggja daga bardaga. Enn var þó barist við stuðningsmenn Gaddafís en sjálfur var hann hvergi sjáanlegur og óvíst um afdrif hans. Barack Obama Bandaríkja- forseti og leiðtogar annarra vestrænna ríkja fögnuðu sigr- um uppreisnarmanna og hétu þeim stuðningi. Þeir hvöttu Gaddafí til að gefa sig fram og viðurkenna ósigur sinn. Uppreisnarmenn höfðu hand- tekið þrjá syni Gaddafís og náð ríkissjónvarpinu á sitt vald en bjuggu sig undir frekari átök við hörðustu stuðningsmenn Gaddafís. - gb Óvíst um afdrif Gaddafís: Uppreisnarliði fagnað í Trípolí VALDATÍÐ GADDAFÍS LOKIÐ Uppreisnarmenn féllust í faðma í Trípolí í gær þegar þeir höfðu náð borginni að mestu á sitt vald. Íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarliðinu en óttuðust frekari átök. NORDICPHOTOS/AFP SKÝJAÐ Á LANDINU Í dag verður væta með köflum S- og V-til og víða 5-10 m/s en hvassara S-lands. Hiti á bilinu 7 til 14 stig. VEÐUR 4 9 13 11 10 12 KR tapaði stigum KR-ingar gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Stjörnunni í gær. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.