Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 2
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
FÓLK Þeir Íslendingar sem tekið
hafa íslamstrú einangrast ekki í
samfélaginu. Þvert á móti styrkjast
fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðar-
tilfinningin eykst og þeir sannfær-
ast um að þeir hafi ýmislegt fram
að færa til samfélagsins. Þetta
segir Fathi Jouadi, þáttagerðar-
maður frá Al Jazeera-sjónvarps-
stöðinni, en hann var hér á landi
fyrr í þessum mánuði við vinnslu
á heimildarmynd um trúarlíf mús-
lima á hjara veraldar. Nú er hann
staddur á Nýja-Sjálandi og verður
reynslan þaðan borin saman við þá
sem hann hefur héðan.
Rætt var við Íslendinga sem
tekið hafa íslamstrú og aðstand-
endur þeirra. „Það kom fram hjá
aðstandendum að þeir töldu að
þessi umskipti hefðu verið til góða,
ábyrgðartilfinningin hefði aukist
og þau hefðu orðið til þess að við-
komandi tæki lífið í sínar hend-
ur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki
orðið til þess að breikka bilið milli
þeirra og hinna í fjölskyldunni sem
eru kristinnar trúar, þvert á móti.
Við tókum einnig eftir því að þessi
umskipti höfðu ekki orðið til þess
að þeim þætti síður til Íslands og
íslenskrar menningar koma. Þvert
á móti eru þeir stoltir af sínum bak-
grunni og því að vera Íslendingar.“
Jouadi segist ekki hafa orðið var
við fordóma gagnvart íslam hér á
landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar
urðum við varir við alls konar
misskilning varðandi íslam þegar
við vorum að ræða þessi mál við
Íslendinga. En þegar búið var að
uppræta hann var fólk venjulega
sammála um að það bæri ekki svo
mjög á milli þessara trúarbragða.
Þetta er nú af sömu rótinni komið.“
Hann segir að enn sé ekki ákveð-
ið hvenær myndin verði sýnd en
hann telur nokkuð víst að hún
verði til sýnis á öllum stöðvum Al
Jazeera, sem ná til eins milljarðs
áhorfenda. „Við ferðuðumst um og
sáum nokkuð af þessari náttúru-
fegurð landsins sem mér þótti
mikið um. Þessa fegurð fá sjón-
varpsáhorfendur að líta.“
Hann segist ekki aðeins hafa
hrifist af náttúru landsins. „Ég
veit ekki hvort það er vegna þess
að Íslendingar eru svo fjarri öllum
átakasvæðum en mér fannst þeir
hafa sérlega húmaníska heims-
mynd. Satt að segja tel ég að þeir
gætu lagt sitt af mörkum til heims-
málanna með þessa heilbrigðu
heimssýn að leiðarljósi.“
jse@frettabladid.is
Íslam hefur hjálpað
íslenskum þegnum
Þáttagerðarmaður frá Al Jazeera segir að Íslendingar sem tekið hafi íslamstrú
einangrist ekki, þvert á móti styrkist bönd og þeir verði ábyrgari og virkari
þegnar. Hann hrífst af heimssýn Íslendinga og segir aðra geta lært af þeim.
VIÐ TÖKUR Í REYKJAVÍK Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-
Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Jakob, verður maður ekki
timbraður af Birki?
„Nei, en hins vegar verða menn
býsna greinargóðir.”
Jakob Svanur Bjarnason mjólkurfræð-
ingur er einn af þeim sem þróað hafa
snafsinn Birki sem kynntur verður í dag.
DÓMSMÁL Lánasjóður íslenskra
námsmanna hefur stefnt Viðari
Má Matthíassyni hæstaréttardóm-
ara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem
hann gekkst í fyrir tæpum þremur
áratugum.
„Lánasjóðurinn er að krefjast
ógildingar á úrskurði málskots-
nefndar, sem úrskurðaði að ábyrgð
sem ég hafði gengist í á námsláni
árið 1982 væri úr gildi fallin. Það
eru nú öll ósköpin,“ segir Viðar,
sem kveður málið ekki mikið að
vöxtum en hann skilji þó að það
veki athygli, enda sárasjaldan sem
hæstaréttardómarar eru dregnir
fyrir dóm.
Samkvæmt
heimildum
Fréttablaðsins
snýst dei lan
um tuttugu ára
hámarksupp-
greiðslutíma
af láninu, eins
og áskilið var
í öllum samn-
ingum um svo-
nefnd V-náms-
lán LÍN, sem voru þau fyrstu sem
veitt voru. Þá greiddi lánþegi af
láninu í tuttugu ár en að því loknu
féllu eftirstöðvarnar niður.
Í þessu tilviki hafði lánþeginn
fengið undanþágur frá greiðslum
vegna aðstæðna, og var auk þess
með ólíkar tegundir af lánum
sem hann greiddi af samtímis
og allt þetta flækti málið tölu-
vert. Ágreiningur er nú um hvort
ábyrgð Viðars hafi fallið úr gildi
þegar tuttugu ára hámarks-
uppgreiðslutíminn var liðinn.
Málið er talið geta verið for-
dæmisgefandi að einhverju leyti.
Það verður tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á mánudaginn
kemur. - sh
Lánasjóður íslenskra námsmanna vill geta gengið að Viðari Má Matthíassyni:
LÍN stefnir hæstaréttardómara
VIÐAR MÁR
MATTHÍASSON
SJÁVARÚTVEGUR Forsvarsmenn
HS Orku og alþjóðlega fiskeldis-
fyrirtækisins Stolt Sea Farm
gengu í gær frá samstarfssamn-
ingi. Hann felur í sér að Stolt Sea
Farm fái að nýta land og heitt
vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð
á Reykjanesi. Áformin miðast við
að framkvæmdir við eldisstöðina
hefjist í lok árs.
„Þetta eru mjög fá megavött
sem um ræðir, þetta er engin stór-
iðja í þeim skilningi,“ segir Ásgeir
Margeirsson, stjórnarformaður
HS Orku. „Þetta er hins vegar
mjög góð viðbót og eykur fjöl-
breytnina við nýtingu jarðhitans.
Þetta nýtir til dæmis afgangsorku
frá orkuverinu sem annars yrði
ekki notuð.“
Þetta verður eldisstöð fyrir
senegalflúru en Pablo Garcia, for-
stjóri Stolt Sea Farm, segir fyrir-
tækið vera það fremsta í heiminum
í slíku eldi. Auk þess að ræða við
forsvarsmenn HS Orku, sat hann
einnig fund með Árna Sigfússyni,
bæjarstjóra Reykjanesbæjar, í
gær. García hefur sagt við Frétta-
blaðið að eldisstöðin, sem byggð
verður á um sjö hektara svæði,
muni skapa atvinnu fyrir um
fimmtíu manns og búast megi við
að um sjötíu og fimm önnur störf
skapist samhliða þeim. Áætlaður
kostnaður við framkvæmdirnar
verður ekki minni en 2,5 milljarð-
ar. Enn er þó ekki kálið sopið því
Umhverfisstofnun hefur enn ekki
veitt fyrirtækinu starfsleyfi.
- jse
Fiskeldisfyrirtæki hefur tryggt sér orku og land fyrir 2,5 milljarða eldisstöð:
HS Orka semur við Stolt Sea Farm
REYKJANESVIRKJUN Stjórnarformaður HS Orku segir að með samningum sé búið að
bæta við þá flóru sem vaxi í jarðvarmanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKIPULAGSMÁL Leyfi sem bæjar-
stjórn Garðabæjar gaf fyrir því að
reist yrði viðbygging við íbúðar-
hús í Þrastanesi hefur verið ógilt.
Gerðar voru tvær aðskildar við-
byggingar við húsið, önnur þeirra
tæplega átta fermetra sólskáli út
frá herbergi og hin níu fermetra
stigahús. Eigandi næsta húss
kærði útgáfu byggingar leyfanna.
Fulltrúar úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarmála
fóru á staðinn og uppgötvuðu að
sólskálinn skyggði að hluta til á
útsýni kærandans til Snæfells-
ness. Það sé þvert á það sem sagt
hafi verið í kynningu málsins
hjá bæjaryfirvöldum og ákvörð-
un um útgáfu leyfisins fyrir sól-
skálanum því ekki byggð á réttum
forsendum. - gar
Byggingarleyfi sólskála ógilt:
Missti útsýnið
til Snæfellsness
JAPAN, AP Íbúar á stóru svæði
í kringum kjarnorkuverið í
Fukushima, sem eyðilagðist
í hamförunum í Japan fyrr
á árinu, geta margir hverjir
líklega ekki snúið aftur heim
næstu árin.
Þetta segir Yukio Edano, ráð-
herra í ríkisstjórn Japans, og
bætir því við að stjórninni þyki
þetta afar leitt.
Öll íbúðabyggð í allt að 20
kílómetra fjarlægð frá verinu
var rýmd, þegar geislavirkni
tók að berast þaðan í kjölfar
hamfaranna. Auk þess voru
byggð í allt að 30 kílómetra fjar-
lægð settar strangar skorður.
Samkvæmt nýrri skýrslu
virðist sem geislavirkni verði
þar yfir heilsumörkum um
langa hríð. - gb
Langvinn geislamengun:
Íbúarnir fá ekki
að snúa heim
KJARNORKUVERIÐ Ekki þykir óhætt að
búa í nágrenni Fukushima.
NORDICPHOTOS/AFP
ÍSRAEL, AP Hamas-samtökin á
Gasasvæðinu sögðust seint á
sunnudag hafa fallist á vopna-
hlé við Ísrael. Þau sögðust jafn-
framt ætla að sjá til þess að
smærri hópar á Gasasvæðinu
virtu vopnahléið.
Þrátt fyrir það var tólf
sprengjuflaugum skotið frá
Gasa yfir landamærin til Ísra-
els eftir að þessi yfirlýsing var
gefin.
Ísraelskir ráðamenn segjast
engan áhuga hafa á átökum við
herskáa hópa á Gasa, en segja
jafnframt að það sé alfarið
undir þeim komið hvort bregð-
ast þurfi við árásum frá þeim.
Talið er að Palestínumenn
frá Gasasvæðinu hafa staðið
að nokkrum árásum á Ísrael
síðustu daga. Ísraelski herinn
hefur svarað með loftárásum.
- gb
Hamas lofar vopnahléi:
Árásir þrátt
fyrir vopnahlé
LANDBÚNAÐUR Jón Bjarnason, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
segist sjálfur hafa tekið ákvörðun
um að breyta útreikningi tollkvóta
úr magntolli í verðtoll. Tillaga um
slíkt hafi ekki komið fram frá ráð-
gjafanefnd stjórnarráðsins um
tollamál.
Þessu lýsir Jón yfir í gær, í sér-
stakri yfirlýsingu um tollamál.
„Ákvörðun um þessa breytingu
var tekin af undirrituðum í ljósi
þeirra aðstæðna sem hér sköpuð-
ust við bankahrun haustið 2008,“
segir í yfirlýsingunni. „Hún tekur
mið af gjaldeyrishöftum sem í
gildi eru, ástandi í atvinnumálum
og fæðuöryggi landsmanna.“ - gb
Yfirlýsing frá Jóni Bjarnasyni:
Tók ákvörðun
alveg sjálfur
BANDARÍKIN, AP Saksóknari í New
York fór í gær fram á það fyrir
dómi að málið gegn Dominique
Strauss-Kahn, fyrrverandi yfir-
manns Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, yrði fellt niður. Strauss-Kahn
var sakaður um að hafa reynt að
nauðga hótelþernu í vor. Trúverð-
ugleiki þernunnar var dreginn í
efa og nú hefur saksóknari metið
það svo að ekki sé lengur grund-
völlur fyrir málinu. Lögmaður
þernunnar segir saksóknara þar
með hafa neitað þernunni um að ná
fram rétti sínum. - gb
Strauss-Kahn laus allra mála:
Saksóknari vill
málið fellt niður
Tuttugu sluppu úr eldi
Tuttugu manns sluppu ómeiddir
þegar eldur braust út á heimili Sir
Richard Branson á Necker-eyju í
Karíba hafi í dag. Mikill hitabeltis-
stormur gengur nú yfir Karíbahaf og
er talið að eldingu hafi lostið niður í
húsið og kveikt eldinn. Branson, sem
er forstjóri Virgin Group, var staddur í
nálægu húsi þegar eldurinn braust út.
Hann slapp því ómeiddur.
KARÍBAHAF
NÝR SKÓLI Skóli var settur í Sæmundar-
skóla í Grafarholti í gær. Að lokinni
skólasetningu var foreldrum og
nemendum boðið að skoða nýtt hús-
næði skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MENNTAMÁL Skólasetning fór fram
í 37 grunnskólum borgarinnar í
gær, tveimur sérskólum og fimm
einkaskólum. Um 1.400 börn eru
að setjast í fyrsta sinn á skólabekk,
en alls verða nemendur grunnskól-
anna í Reykjavík um 14 þúsund.
Nýr sérskóli, Klettaskóli var
settur við hátíðlega athöfn. Í
skólanum eru 94 nemendur með
sérþarfir og þroskahömlun. Tíu
nýnemar koma í skólann þetta
haustið og níu nemendur úr öðrum
grunnskólum borgarinnar.
Klettaskóli varð til við sam-
einingu Safamýrarskóla og
Öskjuhlíðar skóla.
Skólasetning í Reykjavík:
1.400 nemendur
í fyrsta bekk
SPURNING DAGSINS