Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 38
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR34LÖGIN VIÐ VINNUNA
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn
Elías Guðmundsson eða Mugison,
er fluttur á mölina og hyggst setj-
ast á skólabekk í haust. Hann ætlar
jafnframt að stjórna rokkhátíð-
inni Aldrei fór ég suður með harðri
hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr
rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson
líka hérna fyrir sunnan og við tveir
getum bara sent skeyti vestur og
látið aðra um að púla fyrir okkur.“
Mugison ætlar að fara í meistara-
námið Sköpun, miðlun og frum-
kvöðlastarf í Listaháskólanum en
það er kennt í samstarfi við fimm
aðra tónlistarháskóla í Evrópu.
„Upphaflega pælingin var að fara á
listamannalaun og fara í hálfgerða
einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég
bjó til. Þannig að ég sótti um en
fékk ekki. Og þá var það bara plan
B, ég gerði næstum copy/paste á
listamannalauna-umsóknina og
komst inn í skólann. Sem er náttúr-
lega áfellisdómur yfir íslenska
skólakerfinu,“ segir Mugison og
skellir upp úr. Hann ætlar að reyna
að komast í gegnum námið án þess
að fara á námslán, vill fjármagna
námið eftir öðrum leiðum. „En ef
næsta plata gengur illa þá mun
ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en
hún kemur út 1. október og verða
útgáfutónleikar af því tilefni í Frí-
kirkjunni.
Mugison er ekki búinn að finna
íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa
fengið inni hjá góðum vini sínum á
Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur
þangað til. „Ég veit ekki hvar við
verðum, skólinn er í mið bænum
og mig langar mest af öllu að losa
mig við bílinn. Það eina sem maður
gerir hérna í Reykjavík er að sitja
í bíl og skutla fólki hingað og þang-
að. Þannig að ætli ég endi ekki sem
miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar
ekki búinn að selja húsið fyrir
vestan en hefur leigt það út í allan
vetur.
Flutningurinn á mölina mæltist
misvel fyrir og Örn viðurkennir
að pabbi sinn hafi haft uppi hávær
mótmæli. „Tengdamamma bjó við
hliðina á okkur og var svona amma
„deluxe“ fyrir börnin og hún var
heldur ekkert sátt. Mamma mín
býr reyndar í bænum og ætlar að
taka við þeim titli fyrir börnin
þegar pabbinn fer að vera leiðin-
legur.“ freyrgigja@frettabladid.is
ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON: PABBI MÓTMÆLTI ÞESSU HARKALEGA
Mugison flytur á mölina
KOMINN SUÐUR Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt
ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði
sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Ég var að telja þetta saman fyrir nokkr-
um dögum og þau eru orðin slétt hundrað.
Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn
í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð
í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn
Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn
sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest
verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið
hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um
allan heim.
Verðlaunasaga Rúnars hófst með stutt-
myndinni Síðasti bærinn í dalnum sem var
meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Rúnar er nú að fylgja eftir fyrstu kvik-
mynd sinni í fullri lengd, sem er Eldfjall,
en hún var frumsýnd í Cannes fyrr á þessu
ári. Hann verður meðal keppenda í hinum
virta Discovery-flokki á Toronto-hátíðinni
sem hefst 8. september og lýkur tíu dögum
seinna. „Það er mjög gott að komast þarna
inn því Toronto er risamarkaður sem Holly-
wood nýtir sér til að koma sínum myndum á
framfæri,“ segir leikstjórann.
Rúnar hyggst sjálfur vera viðstaddur sýn-
ingarnar í Toronto en hann hefur ekki tölu á
því hversu margar kvikmyndahátíðir hann
hefur sótt á sínum þó stutta kvikmyndaferli.
„Ég þyrfti að fá mér fílófax því það er
mjög mikið fram undan,“ segir Rúnar en
Eldfjalli hefur einnig verið á boðið á kvik-
myndahátíðina í Chicago sem er sömuleiðis
hátt skrifuð í Norður-Ameríku. „Þetta er
kannski svipað og að fara í tónleikaferða-
lag nema hvað ég slepp við að keyra um í
ódýru rúgbrauði, sveittur með fimm öðrum
strákum.“ - fgg
Rúnar kominn með hundrað verðlaun
VERÐLAUNAKARL Rúnar Rúnarsson hefur hlotið
hundrað verðlaun fyrir stuttmyndir sínar og kvikmyndir.
Hann er á leið til Toronto þar sem kvikmynd hans, Eld-
fjall, verður sýnd í Discovery-flokki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið
af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson.
Hann fór í mikla pílagrímsför til New York
ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem
helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The
Big Lebowski voru samankomnir á stórri
aðdáendahátíð. Fyrst fóru um 400 manns í keilu
klæddir eins og persónur myndarinnar og daginn
eftir var myndin sýnd í stóru leikhúsi fyrir framan
eitt þúsund manns. Þar sátu leikararnir fyrir svör-
um, þar á meðal Jeff Bridges sem lék hinn húðlata
The Dude. „Jeff Bridges var ótrúlega jarðbundinn
og var ekki með neina stæla eða neitt. Hann fékk
allan salinn í jógahugleiðslu og mætti með hárið og
skeggið eins og Dúdinn,“ segir Svavar Helgi.
Hann og Ólafur hittu einn aukaleikara úr The
Big Lebowski sem fór með lítið hlutverk sem Liam,
keilufélagi Jesus. „Við fengum hann til að segja vel
valin orð í myndavélina og hann krotaði á eitthvert
drasl fyrir okkur.“ Afraksturinn verður sýndur á
næstu Big Lebowski-hátíð sem þeir félagar halda
hér á landi í mars á næsta ári.
Fleiri Íslendingar voru staddir á keilukvöldinu
í New York, þar á meðal ljósmyndarinn Hörður
Sveinsson og vinir hans. „Ég var að heimsækja
vini mína sem búa þarna úti og það var skemmtileg
tilviljun að vera þarna á sama tíma. Þetta var mjög
fyndið,“ segir Hörður, sem að sjálfsögðu smellti
nokkrum myndum af uppákomunni. - fb
Skemmtu sér á Lebowski-hátíð
MEÐ LIAM Svavar Helgi og Ólafur ásamt Liam sem fór með
lítið hlutverk í The Big Lebowski.
„Það er allt með hljómsveitinni
Prefab Sprout sem hefur verið
gefið út. Paddy McAloon verður
einn af mínum uppáhalds-
söngvurum þangað til ég dey.“
Kristjana Stefánsdóttir söngkona.
Breki Logason, fréttamaður
á Stöð 2, gekk að eiga sína
heittelskuðu Védísi Sigurðar-
dóttur á Menningarnótt. Breki
og Védís voru ekkert að
flækja veitingarnar í
brúðkaupinu því þau
buðu veislugestum
upp á Búllu-borgara
og franskar. Mikið
stuð var í veislunni
þar sem góðvinur
Breka af fréttastofu
Stöðvar 2, Andri
Ólafsson, hélt um
stjórnartaumana.
Hann frumsýndi
meðal annars ansi
skondið myndband
sem mæltist vel fyrir. Það var síðan
bítlasveitin Sixties sem hélt uppi
stuðinu langt fram eftir nóttu.
Leikhópurinn Vesturport átti tíu
ára afmæli í gær og
gerði af því tilefni
sér glaðan dag
á veitinga- og
skemmtistaðnum
Kex Hostel. Mikið
vatn hefur runnið til
sjávar á þessum
tíu árum
sem leik-
hópur-
inn
hefur
verið
starf-
andi
en
sýn-
ingar hans hafa farið sigurför
um heiminn, verið settar
upp í helstu leikhúsum
heims og hlotið margvísleg
verðlaun. Þá muna margir
eftir því þegar einn
meðlimur hópsins,
Gísli Örn Garðars-
son, landaði hlut-
verki í Hollywood-
stórmyndinni Prince
of Persia.
Fjölmargir reimuðu
á sig hlaupaskóna
á laugardaginn í
Reykjavíkurmara-
þoninu. Met var
slegið í þátttöku
og alls voru 12.482 skráðir í öllum
sex vegalengdunum. Formaður VR,
Stefán Einar Stefánsson, gerði
sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon
eða 42,2 km. Eftir
hlaupið sást hann svo á
gangi um miðborgina
vafinn inn í álteppi
til að halda á sér
hita enda mikil-
vægt eftir að hafa
hlaupið í rúma fjóra
klukkutíma.
- fgg, áp
FRÉTTIR AF FÓLKI
www.sindri .is
/ sími 5 75 0000
LOADING IÐNAÐARHURÐIR
LOADING HURÐIR
Loading hurðir eru klæðskerasniðnar með tilliti til
stærðar og mismunandi aðstæðna. Mikið framboð lita ásamt
öryggisþáttum sem tryggir öruggt aðgengi að hurð.
Hurðin veitir góða einangrun ásamt því að vera traust
gagnvart veðurofsa.
GOTT
VERÐ