Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. ágúst 2011 15 Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurf- um við fyrst að skilgreina hug- takið hvalveiðiþjóð. Við lítum hik- laust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingar- réttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðar innar og hugtaka- notkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Bask- ar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hol- lendingum. Svo komu Frakk- ar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörð- um. Þetta voru því erlendar stór- þjóðir sem stunduðu hér stór- felldar hval veiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undan- tekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andar- nefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal lands- manna með hvalveiðar útlend- inga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgara- fundir allt frá Siglufirði til Eski- fjarðar þar sem krafist var tak- markana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megin- áhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hval- stöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuð stöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Ham- borg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórn- völd einhliða að setja á algert hvalveiði bann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heima stjórnin vilj- að sýna hvað í henni bjó. Í fimm- tán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verk- smiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norð- menn í tómt í leit sinni að Íslands- sléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hæg- fara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðs árunum en það var ekki fyrr en 1948 með stofnun Hvals hf. að atvinnu veiðar undir stjórn Íslendinga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóð- ir heims komist að þeirri niður- stöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkja viðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðar- skyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóða hvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofn- aðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnu- skyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimm- tíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hval veiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt for- dæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessari deyjandi atvinnu- grein. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hval- veiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Erum við hvalveiðiþjóð? Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðar- stjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eig- endum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðar legar upp- hæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuld- laust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að inn- heimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skatt- borgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiri- háttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjarg- ar heimilunum en fáum lífeyris- sjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Eng- inn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auð- vitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fatt- ar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, lög- gæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustu- fulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaun- unum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrir- tæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en … SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Aðgerðir til bjargar gjald- þrota fjármálafyrirtækjum Fjármál Hákon Hrafn Sigurðsson dósent við Háskóla Íslands Hvalveiðar Sigursteinn Másson fulltrúi IFAW á Íslandi Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 w w w .h ir zl an .i s SKRIFSTOFUHÚSGÖGN á miklu betra verði ! Hæðarstillanleg FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDÖGUM Skattfrádráttur vegna nýsköpunar – leynist nýsköpun í þínu félagi? 25. ágúst | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Fjallað verður um reglur er varða skattaívilnanir vegna nýsköpunar og framsetningu á þeim í skattframtölum. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.