Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 6
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
Stökktu til Tyrklands
Einstakt tækifæri
27. ágúst - 10 nátta ferð
Frá aðeins kr.
79.900 með morgunmat
Frá kr. 89.900 m/hálfu fæði - kr. 99.900 m/„öllu inniföldu“
Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætunum til
Tyrklands 27. ágúst í 10 nætur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3
dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum
kjörum. Fjölbreytt önnur sértilboð í boði.
Kr. 79.900 - 10 nátta ferð
Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 10 nætur. Aukalega m.v. hálft fæði
kr. 10.000 fyrir fullorðna og kr. 5.000 fyrir börn. Aukalega m.v. „allt innifalið“
kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn.
Ath. - verð getur hækkað án fyrirvara.
Dæmi um það sem
tekið er fyrir í náminu:
Lita- og línufræði
Tónalgreining
Vaxtarbygging
Heitt og kalt rými
Stórt og lítið rými
Uppröðun hluta
Stílistun á:
Baðherbergi
Svefnherbergi
Barnaherbergi
Eldhúsi
Garðhýsi
Stofu
Og margt fleira.
The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í
innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og
línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni
sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og
litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig
einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og
stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá
fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl.
Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum
ýmis atriði sem koma þeim til góða.
Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í
Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
Stílisti
Helga Sigurbjarnadóttir
Innanhúsarkitekt
Þorsteinn Haraldsson
Byggingafræðingur
INNANHÚSSTÍLISTANÁM
TRÚMÁL Fagráð innanríkisráðu-
neytisins um meðferð kynferðis-
brota innan trúfélaga hefur sent
öllum skráðum trúfélögum í land-
inu bréf þar sem óskað er eftir
upplýsingum um þær reglur eða
verkferla sem stuðst er við innan
félaganna ef kynferðisbrot eru til-
kynnt. Formaður fagráðsins segir
að lagabreytinga sé von á næstu
misserum.
„Það vilja allir sjá heildstæða
lagabreytingu hjá trúfélögunum,
þannig að þau fái stoð í lögum um
að búa til fagráð,“ útskýrir Guð-
rún Ögmundsdóttir, formaður
fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla
eftir sumarleyfi búin og haustið
verður sá tími þar sem afurðirn-
ar munu skila sér í þingmálum og
lagabreytingum.“
Alls eru 36 trúfélög skráð á
Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan,
er með starfandi fagráð og því fékk
hún ekki bréf frá ráðuneytinu.
Frestur til svara rann út á föstu-
dag og samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytinu hafa sex trúfélög svar-
að. Í bréfi ráðuneytisins er óskað
eftir upplýsingum um hvernig farið
er með tilkynningar um kynferðis-
brot innan trúfélagsins og einnig
hvort, og þá hver, farvegur tilkynn-
inganna sé. Jafnframt hvort far-
vegurinn sé markaður með reglum,
hvort tiltekinni einingu hafi verið
falið hlutverk í þessu samhengi og
hvort aðilum máls séu veitt skil-
greind stuðningsúrræði ef upp
koma ásakanir um kynferðisbrot.
Fagráð innanríkisráðuneytisins
hefur enn ekki tekið saman heildar-
fjölda mála sem því hafa borist,
þar sem það er svo nýlega tekið til
starfa. Guðrún segir að hlutir séu
nú að fara í faglegra og betra ferli
eftir að fleiri mál komi upp. Hún
bendir þar einnig á óskir íþrótta-
og æskulýðsfélaga um stofnun
fagráðs.
„Það er ríkur vilji til að hafa
þessi mál uppi á borðinu. Það er
ekki hægt að hafa þetta í rass-
vasabókhaldinu áfram,“ segir hún.
„Og það þarf að gefa þessari vinnu
lagastoð, það er ekki nóg að þetta
sé í reglugerðum og góðum vilja.
Þetta þarf að vera skýrt í lögum og
þannig kemur vilji löggjafans einn-
ig fram.“
Næstu skref fagráðsins eru að
taka saman svör trúfélaganna og
koma þeim í farveg. Samtök á borð
við Drekaslóð, Stígamót og Blátt
áfram verða einnig kölluð á fund til
fagráðsins til ráðgjafar og hugsan-
legrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Einungis sex trúfélög
af 35 hafa svarað bréfi
Öll skráð trúfélög landsins áttu að svara fyrirspurn ráðuneytis varðandi reglur
um meðferð kynferðisbrota fyrir helgi, en einungis sex hafa svarað. Formaður
fagráðs innanríkisráðuneytis segir að lagabreytingar muni verða á næstunni.
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt
að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
ANDLÁT Elsti Íslendingurinn, Torf-
hildur Torfadóttir, lést á Ísafirði í
gær. Torfhildur varð 107 ára gömul
24. maí síðastliðinn.
Hún var fædd í Asparvík í
Kaldrananes hreppi í Stranda sýslu
24. maí árið 1904, yngst ellefu
systkina, og ólst upp í Selárdal í
Steingrímsfirði. Þetta kemur fram
á vef Bæjarins besta.
Torfhildur var í vinnumennsku
í Reykhólasveit í Austur-Barða-
strandarsýslu eftir fermingu. Hún
flutti síðan til Ísafjarðar og giftist
Einari Jóelssyni sjómanni. Einar
lést árið 1981. Þau eignuðust fimm
börn og eru þrjú á lífi, Torfi 61 árs,
Sigurbjörn 69 ára og Kristín 78 ára.
Langlífi virðist vera í ætt Torf-
hildar, því bróðir hennar, Ásgeir,
varð hundrað ára, Eymundur,
annar bróðir, 96 ára og Guðbjörg
systir hennar 91 árs. Ekki er vitað
um neina íbúa Vestfjarða sem náð
hafa hærri aldri en Torfhildur,
samkvæmt vefsíðunni Langlífi.net.
Torfhildur dvaldist á öldrunar deild
Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði á
síðustu árum.
Guðríður Guðbrandsdóttir,
sem varð 105 ára í maí, er nú elsti
Íslendingurinn. - sv
Torfhildur Torfadóttir lést í gær, 107 ára að aldri:
Elsti Íslendingurinn lést í gær
TORFHILDUR Í KVENNAHLAUPI 102 ÁRA
Torfhildur tók þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ
árið 2006 þegar hún var 102 ára að
aldri. Hún var elsti keppandinn á lands-
vísu.
Trúfélögin sem hafa
svarað ráðuneytinu
Trúfélag Fjöldi
Fríkirkjan í Hafnarfirði 5.653
Fríkirkjan í Reykjavík 8.728
Íslenska Kristskirkjan 294
Krossinn 559
Óháði söfnuðurinn 3.053
Vegurinn 658
Það er ríkur vilji til að
hafa þessi mál uppi á
borðinu. Það er ekki hægt að
hafa þetta í rassvasabókhald-
inu áfram.
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
FORMAÐUR FAGRÁÐS UM MEÐFERÐ
KYNFERÐISBROTA
TÆKNI Íslendingar eru sú þjóð
sem notar internetið næstmest í
heimi. Einungis Mónakóbúar eru
með hærra hlutfall, eða 97,6 pró-
sent, á móti 97 prósentum Íslend-
inga. Þetta eru niðurstöður alþjóð-
legrar samanburðarrannsóknar
fréttastofunnar CNN.
Nærri 2,1 milljarður manna,
um 30 prósent af heildarfjölda
mannkyns, notar internetið.
CNN vitnar í upplýsingar frá vef-
síðunni www.internetworldstats.
com.
Fjöldi þeirra sem nota inter-
netið hefur fimmfaldast síðan árið
2000. Flestir notendur eru í Kína
og Bandaríkjunum, en einung-
is rúm 36 prósent heildarfjölda
Kínverja nota netið og 78 prósent
Bandaríkjamanna.
Fram kemur í frétt CNN að
Norðurlandaríkin séu almennt
nokkuð vel tengd. Noregur er í
þriðja sæti á eftir Íslandi, með
94,4 prósenta hlutfall.
Þau lönd þar sem nettengingar
eru hvað óalgengastar eru fátæk
Afríkuríki, þar á meðal Líbería,
Eþíópía og Sómalía.
- sv
Íslendingar nota netið næstmest á eftir íbúum Mónakó:
97 prósent landsmanna nota netið
ÍSLENDINGAR OG INTERNETIÐ Íslend-
ingar hafa oft og tíðum náð inn á hina
ýmsu heimslista og er listi yfir internet-
notkun einn af þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Norðurlönd ofarlega
Land Hlutfall notenda
Mónakó 97,7%
ÍSLAND 97,0%
Noregur 94,4%
Falklandseyjar 92,4%
Svíþjóð 92,4%
Grænland 90,2%
St. Lúsía 88,5%
Holland 88,3%
Danmörk 85,9%
Finnland 85,5%
Heimild: Internet World Stats
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt.
LÖGREGLUMÁL Fjögurra bíla
árekstur varð á gatnamótum
Miklubrautar og Lönguhlíðar
síðdegis í gær.
Einn var fluttur á slysadeild
til aðhlynningar. Áverkarnir
reyndust ekki alvarlegir.
Töluverðar tafir urðu á
umferð í kjölfar árekstrarins.
Þá varð einnig þriggja bíla
árekstur á Dalvegi í Kópavogi í
gær. Þrír voru fluttir á slysa-
deild til frekari skoðunar en
ekki var um alvarlega áverka að
ræða.
Fjögurra bíla árekstur:
Á slysadeild
eftir árekstur
Á Landspítalinn að vera undan-
þeginn niðurskurði á næstu
fjárlögum?
Já 85,9%
Nei 14,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að taka tillit til stofna laxfiska
við gerð vatnfallsvirkjana?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN