Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 21
Eftir að hafa reykt nær sleitulaust í sautján ár tókst Ásthildi Björtu Hannesdóttur að segja skilið við
sígarettuna með helgardvöl á Heilsu-
hóteli Íslands. Hún segir reykleysisnám-
skeið þar hafa breytt lífi sínu en hún var
orðin dagreykingamanneskja aðeins tólf
ára gömul.
„Ég var aðeins að flýta mér í lífinu, byrj-
aði að fikta þegar ég var ellefu ára og var
orðin virkilega háð sígarettunni fjórtán
ára gömul. Ég hélt þó auðvitað að ég gæti
hætt þegar ég vildi en svo var ekki. Mér
tókst jú að hætta þegar ég gekk með dótt-
ur mína og fannst það lítið mál, vitandi
af öðru lífi innra með mér, en var fljót að
byrja aftur,“ segir Ásthildur.
Í dag eru liðnir þrír og hálfur mánuð-
ur frá því að Ásthildur sótti námskeiðið
og hefur hún verið reyklaus síðan. Líðan
hennar er allt önnur sem og útlitið en hún
segir tennurnar vera hvítari, augnhvítuna
bjartari, húðina betri og hárið glansandi.
Þá er pyngjan þyngri, en Ásthildur hefur
leyft sér að kaupa sér eitthvað eitt fallegt í
hverjum mánuði fyrir hluta þess penings
sem hún hefði annars eytt í sígarettur.
„Það sem kom mér á óvart núna var að
ég hef ekkert þurft að nota nikótínplástra
né -tyggjó en Valgeir Skagfjörð, sem var
aðalfyrirlesari á námskeiðinu, sagði strax
í upphafi að við myndum ekki nota nein
slík hjálpartæki. Hann kenndi okkur
að skapa nýja hugsun til sígarettunnar;
meðal annars út frá því að sígarettan leys-
ir engin vandamál eins og maður var
vanur að hugsa,“ segir Ásthildur, en Val-
geir var með fyrirlestra tvisvar til þrisv-
ar á dag. Ásthildur lætur vel af dvölinni og
segir allt hafa hjálpast þar að; hollt matar-
æði sem flýtti fyrir hreinsun, notaleg her-
bergi og rólegheit, göngutúrar sem og
dagskráin í heild. „Þetta hentaði mér mjög
vel, að borða hollt, hreyfa sig og síðast en
ekki síst að vera kaffilaus en ég drakk te
allan tímann. Það var samt alveg í boði
fyrir þá sem vildu kaffi að fá það þótt ég
hafi ákveðið að taka það líka út.“
Ásthildur segist stundum gleyma að
hún hafi reykt. „Þetta er allt annað líf fyrir
mig. Ég var orðin þannig að ég átti erfitt
með að sofna á kvöldin, var þungt um
andardrátt og hóstaköstin voru slæm. Ég
var farin að finna að mig langaði ekki að
enda með súrefniskút um fertugt.“
Ásthildur á núna mun auðveldara
með andardrátt, svitnar minna, finn-
ur bragð af matnum sem og lykt. „Fólk
talar stundum um rétta tímann til að
hætta en það er ekkert til sem heitir rétti
tíminn, það kenndi Valgeir okkur. Maður
nær endalaust að plata sig og lætur líf sitt
stjórnast af sígarettunum. Allur dagurinn
snýst um að geta reykt. Það er mikill léttir
að vera laus við allt þetta.”
Hætti að reykja á einni
helgi á Heilsuhótelinu
Ásthildur Björt Hannesdóttir hafði reykt frá því hún var tólf ára gömul þegar hún skráði sig á reykleysisnámskeið hjá Heilsuhóteli Íslands.
„Fólk talar stundum um rétta tímann til að hætta að reykja en það er ekki til neitt sem heitir rétti tíminn, við náum endalaust að plata okkur,“ segir Ásthildur Björt
Hannesdóttir.
Þeir reykingamenn sem reykja
einn pakka á dag eru að eyða
um 350.000 krónum á ári í
sígarettur.
Ein leið til þess að komast hjá
þessum kostnaði og læra um
leið að meta nýja hluti í lífinu, er
að mæta á námskeið í reykleysi
hjá Heilsuhóteli Íslands.
Árangurinn er ótrúlegur þar
sem fólk lærir að hætta reyking-
um fyrir lífstíð. Ávinningurinn
er jákvæðni, aukið sjálfstraust
og heilbrigði.
Hversu mikið
kostar að reykja?
Það kostar um 350.000 krónur á ári að reykja pakka á dag.
Þú getur hætt –
lausn frá áþján!
Sex góðar ástæður til að hætta
reykingum:
- betra líf
- aukið frelsi
- aukin sjálfsvirðing
- aukin fjárráð
- betri heilsa
- jákvæðari sjálfsmynd
Munum að heilsufarslegur ávinn-
ingur verður ekki met-
inn til fjár.
Kynning – auglýsing
eða í síma 512-8040