Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 2
30. september 2011 FÖSTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL „Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stol- ið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiði- félags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiði- félags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg for- ljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófa- sett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjald- keri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekk- leysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélag- ið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðju- dag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurn- ar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveiflu- háls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðar- vatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffun- um og mjólkurglösum úr skáp- unum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum Einu flöskugrænu og öðru koníaksbrúnu leðursófasetti var stolið úr húsum Stangveiðifélags Hafnarfjarðar í sumar og fyrrasumar. Þjófar eiga greiðan aðgang því lenska er að hafa veiðihús ólæst. Ekkert fæst því út úr tryggingum. VIÐ DJÚPAVATN Einhvers staðar situr nú einhver í íburðarmiklu en illa fengnu ítölsku sófasetti sem þar til um síðustu helgi var helsta stofustássið í húsi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Djúpavatn á Reykjanesi. MYND/HALLDÓR GUNNARSSON Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið. VILBORG REYNISDÓTTIR GJALDKERI SVH Brynjar, er þetta ekki bara ein- hver framtíðarmúsík? „Nei, þetta er tækjaóður.“ Plötursnúðurinn Brynjar Már, sem jafn- framt er þekktur sem tónlistarmaður og útvarpsmaður, ætlar að láta draum sinn rætast á skemmtistaðnum Oliver í kvöld og frumsýna Emulator, splunkunýja dj-græju sem virðist sem klippt út úr framtíðarmynd. VÍSINDI Vísindamenn hafa í fyrsta skipti náð myndskeiði sem sýnir hvernig fiskar geta notað verk- færi. Þar má sjá smávaxinn gul- deplóttan fisk af ættkvíslinni choerodon sem lætur ostruskel ítrekað falla á stein til að komast í innihaldið. „Myndskeiðið er mjög áhuga- vert. Fiskurinn grefur upp ostru- skelina og syndir með hana í tals- verðan tíma þar til hann finnur hentugan stein til að brjóta skel- ina,“ segir Giacomo Bernardi, prófessor við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum. Myndskeiðið var tekið við eyj- una Palau í Kyrrahafinu. Vitað er að aðrar dýrategundir nota steina með svipuðum hætti. - bj Merkileg hegðun mynduð: Litlir fiskar nota verkfæri LÖGREGLUMÁL Fangi sem hefur setið inni í nokkur ár er grunað- ur um að hafa nauðgað samfanga sínum á Litla-Hrauni. Maður- inn hlaut á sínum tíma fjórtán ára fangelsisdóm. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Maðurinn er grunaður um að hafa byrlað samfanga sínum ólyfjan og nauðgað honum. Maður inn hefur tvívegis verið sakaður um að hafa nauðgað samföngum sínum. Fimm mánuðum eftir að grunur inn vaknaði var maður- inn fluttur í fangelsið á Akureyri. Málið er í rannsókn. - sv Talinn hafa byrlað ólyfjan: Fangi grunaður um nauðgun ÞÝSKALAND Þýska þingið sam- þykkti í gærmorgun hlutdeild Þýskalands í stækkun neyðar- sjóðs Evrópusambandsins, sem á að styrkja stöðugleika evrunn- ar með því að koma nauðstöddum evruríkjum til hjálpar. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta flestra þingmanna stjórnarflokk- anna og stjórnarandstöðunnar, að undan skildum Vinstriflokknum. Stjórnin hafði hins vegar fyrir- fram lýst því yfir að henni væri varla sætt áfram nema atkvæði stjórnarþingmanna einna myndu duga til meirihlutaafgreiðslu frumvarpsins. Alls greiddu 315 þingmenn stjórnarflokkanna tveggja frumvarpinu atkvæði sitt, en á þinginu sitja 620 þingmenn þannig að stjórnin rétt stóðst þetta próf. Stöðugleikasjóðurinn verður stækkaður úr 440 milljörðum evra í 780 milljarða, sem eykur lánagetu sjóðsins til nauðstaddra ríkja úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Stærstur hluti framlaga evruríkjanna til sjóðsins kemur frá Þýskalandi og verður hlutur Þjóðverja nú aukinn úr 123 millj- örðum í 211 milljarða. Jafnframt þessu samþykkti þýska þingið, að sjóðurinn mætti ekki taka á sig neinar nýjar skuld- bindingar án fyrir fram sam- þykkis frá þýska þinginu. Þar með hefur þýska þingið úthlutað sjálfu sér neitunarvaldi um frek- ari björgunaraðgerðir til handa Grikklandi, sem nú þegar eru í bígerð. Ellefu evruríkjanna sautján hafa þá samþykkt stækkun sjóðs- ins, en öll verða þau að gefa sam- þykki sitt áður en stækkunin kemur til framkvæmda. - gb Yfirgnæfandi þingmeirihluti í Þýskalandi samþykkti stækkun neyðarsjóðs ESB: Þjóðverjar ætla að vera með ANDAR LÉTTAR Angela Merkel Þýska- landskanslari í hópi félaga sinna á þýska þinginu. NORDICPHOTOS/AFP KJARAMÁL Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðu- göngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfs- son, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bit- lausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármála- ráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðu- neyta og samninganefnd ríkisins í fjármála- ráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglu manna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervis flótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj Á fjórða hundrað lögreglumanna fóru í samstöðugöngu að fjármálaráðuneytinu til að sýna óánægju sína: Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt SAMSTAÐA Lögreglumenn lögðu áherslu á kröfur sínar um leiðréttingu á launakjörum með kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Taka ætti kvótafrum- varp sjávarútvegsráðherra til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju að mati formanns og varaformanns sjávarútvegsnefndar, að því er fram kom í fréttum RÚV. Þeir eru þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður nefndarinnar, og varafor- maðurinn Ólína Þorvarðar dóttir leggja til talsverðar breytingar á frumvarpinu í greinargerð sem þær sendu sjávarútvegsráðherra í gær. Frumvarpið hefur verið afar umdeilt, og hafa flestir sem veittu umsögn um það viljað gera umtalsverðar breytingar á því. - bj Tveir stjórnarþingmenn ósáttir: Vilja skrifa nýtt kvótafrumvarp FASTEIGNIR Útlit er fyrir skort á litlum og ódýrum íbúðum eftir tvö ár, að mati Davíðs Stefánssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. Í erindi sem hann hélt í gær sagði hann að í venjulegu árferði vanti um 1.400 íbúðir á ári. Síðast- liðin tvö ár hafi nýbyggingar verið svo gott sem engar og aðeins byggðar 186 íbúðir á ári. „Það er lítill hvati til að byggja,“ sagði Davíð og lagði áherslu á að byggingakostnaður hefði rokið upp úr öllu valdi á sama tíma og veru- lega hefði dregið úr framlegð bygg- ingaverktaka. Davíð taldi líkur á að þegar kostnaður lækkaði myndu nýbyggingar taka kipp. - jab Um 186 íbúðir byggðar á ári: Útlit fyrir skort STAÐAN Davíð Stefánsson segir að búast megi við lítils háttar hækkun á fasteignaverði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IPhone 5 væntanlegur Talið er að Apple muni kynna næstu týpu IPhone símans vinsæla á þriðjudaginn næstkomandi. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að miklar breytingar séu í vændum. TÆKNI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.