Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 6

Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 6
30. september 2011 FÖSTUDAGUR6 ATVINNUMÁL „Fyrirtækið stendur ekki undir skuldum. Við höfum unnið í því að endurfjármagna þær, skilja eignir sem ekki til- heyra kjarnastarfsemi frá rekstri og hagræða. Uppsagnir eru liður í þessu ferl i ,“ segir Stei nn L ogi Björnsson, for- stjóri Skipta. Skipti sagði í gær upp 45 starfsmönnum á ýmsum svið- um. Fyrirtækið er móðurfélag Símans, Mílu og dótturfyrirtæk- is í Danmörku. Stefnt er að því að selja erlendan rekstur og mun fyrirtækið einbeita sér að kjarna- starfsemi innanlands. Rekstur Mílu verður fluttur frá Stórhöfða í húsakynni Símans og Skipta við Suðurlandsbraut. Húsnæðið verð- ur annað hvort leigt til annars aðila eða því skilað til leigusala. Arðsemisáætlun Skipta til næstu þriggja ára verður lögð fyrir lánardrottna fljótlega. Steinn Logi vonast til að hagræðingin auðveldi endurfjármögnun skulda. Þetta eru ekki fyrstu fjölda- uppsagnir hjá Skiptum. Í októ- ber í fyrra var 29 starfsmönnum sagt upp. Hjá Skiptum og dóttur- félögum vinna í dag 905 manns. Steinn Logi segir að þrátt fyrir þetta sé fyrirtækið ekki orðið of stórt. Hins vegar séu sömu verk- in unnin á nokkrum stöðum og því hafi verið ákveðið að grípa til þessara ráðstafana. Fjörutíu manns var sagt upp hjá verktakafyrirtækinu ÍAV á sama tíma. Starfsfólkið var á ýmsum ýmsum sviðum, jafnt iðnaðar- menn, verkamenn og starfsfólk á skrifstofu. Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, segir uppsagnirnar nú endur- spegla ástandið á verktakamark- aði og útilokar ekki að fleiri starfsmönnum verði sagt upp. „Ef ekkert gerist í fjárfestingu í landinu er augljóst hvert stefnir. Við sjáum ekki mörg verkefni í kortunum,“ segir hann og rifjar upp að þegar best lét árið 2008 voru starfsmenn ÍAV 650 talsins. Með uppsögnunum nú eru aðeins um tvö hundruð eftir á launaskrá. Viðbúið var að starfsfólki ÍAV yrði sagt upp eftir að vinnu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu lyki. Önnur verkefni á vegum ÍAV eru jafnframt á síðustu metrun- um. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar hefur fimm hundr- að manns verið sagt upp í hóp- uppsögnum fram í ágústlok. Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, vildi ekki tjá sig um þær í gær. jonab@frettabladid.is 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 % 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 sept ‘08 sept ‘09 sept ‘10 ág. ‘11 ■ Fjöldi í hópuppsögnum ■ Atvinnuleysi9,1% 7,2% 7,1% 6,7% 2950 87 21 123 1,3% Atvinnuleysi og hópuppsagnir 2008-2011 Ókeypis heyrnarmæling Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu og leyfðu okkur að leiðbeina þér við val á heyrnartækjum með allt að fjögurra ára ábyrgð. Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ef ekkert gerist í fjárfestingu í landinu er augljóst hvert stefnir. Við sjáum ekki mörg verkefni í kortunum. KARL ÞRÁINSSON FORSTJÓRI ÍAV Nærri níutíu manns sagt upp á einu bretti Skipti, móðurfélag Símans, hefur sagt upp 45 starfsmönnum. Íslenskir aðal- verktakar sögðu upp 40. Fimm hundruð manns hefur verið sagt upp í hópupp- sögnum það sem af er ári. Ástandið í hnotskurn, segja forstjórar fyrirtækjanna. STEINN LOGI BJÖRNSSON Telur þú skynsamlegt að fresta framkvæmdum við Sundabraut um nokkur ár? Já 46,8% Nei 53,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú ánægð/ur með lestrar- kennslu grunnskólabarna? Segðu þína skoðun á Vísir.is EFNAHAGSMÁL Bændasamtök Íslands gera alvarlegar athuga- semdir við málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðu- sambands Íslands, um matvæla- verð og verðbólgu. Haraldur Benediktsson, formaður sam- takanna, sagði í samtali við Ríkis útvarpið í gær að mál- flutningur Gylfa væri „kjaft- æði“. Gylfi sagði verðhækkanir á íslenskum matvælum helstu orsök hækkandi verðbólgu í samtali við Ríkisútvarpið í fyrradag. Verðbólga mældist 5,7 prósent í september og hafði þá hækkað um 0,7 prósentustig milli mánaða. Í yfirlýsingu frá Bænda- samtökunum segir að verð inn- lendra búvara, án grænmetis, hafi hækkað um 22,5 prósent frá september 2008 sem sé nánast sama prósenta og almennt verð- lag. Þá hafi verð innfluttra mat- vara hækkað talsvert meira á tímabilinu. Þá segir enn fremur í yfir- lýsingunni að bændur hafi frá bankahruni lagt sitt af mörkum til að halda niðri vöruverði. Samningar hins opinbera við bændur hafi verið endurskoðaðir og það verið dregið í lengstu lög að hækka verð þrátt fyrir miklar hækkanir á verði aðfanga. ASÍ brást við yfirlýsingu Bændasamtakanna síðar í gær. Í pistli á vefsíðu sambandsins sagði Gylfi hóflegar launahækk- anir verkafólks ekki réttlæta 10 prósenta hækkun á landbúnaðar- afurðum upp á síðkastið, eins prósents hækkun hefði nægt. Þá sagði Gylfi full yrðingar Haraldar eiga fátt skylt við veru- leikann. - mþl Bændasamtökin og Alþýðusamband Íslands takast á um verðlagshækkanir á íslenskum matvælum: Haraldur kallar málflutning Gylfa „kjaftæði“ HARALDUR BENEDIKTSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON VIÐSKIPTI Framtakssjóður Íslands (FÍ) hefur keypt um 39 prósent hlutafjár í þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka. Þar af er 10 prósenta hlutur sem fyrrver- andi skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍ. Áður hafði FÍ keypt 15,8 pró- senta hlut í N1 af Íslandsbanka og Skilanefnd Glitnis. Að því gefnu að kaupréttir verði nýttir mun FÍ fara með tæplega 45 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll ekki seinna en á miðju ári 2013. - sv FÍ kaupir af Arion banka: FÍ kaupir 39% hlutafjár í N1 INDLAND, AP Dómstóll á Indlandi hefur dæmt sautján lögreglu- menn og skógareftirlitsmenn seka um hópnauðgun í þorpinu Vachathi í héraðinu Tamil Nadu fyrir nítján árum. Fórnarlömb þeirra voru dalíta- konur, en dalítar eru lægsta stétt- in í hinu forna erfðastéttakerfi á Indlandi. Dómstóllinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að um hundrað aðrir lögreglumenn hafi misþyrmt tugum manna af dalítastétt í sama þorpi. Allt gerð- ist þetta í tveggja daga áhlaupi lögreglunnar á þorpið. Mennirnir eiga allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér, en nokkrir þeirra eru reyndar látnir. - gb Gamalt hópnauðgunarmál: Lögreglumenn dæmdir sekir SAMKEPPNI Bókaútgáfunni Forlag- inu skal borga 25 milljóna króna sekt fyrir brot á banni við birt- ingu smásöluverðs bóka og banni við því að mismuna bóksölum með afsláttarkjörum. Forlagið varð til 2008 með sam- runa JPV útgáfu ehf. og Vega- móta ehf. Þegar Samkeppniseft- irlitið skoðaði samrunann setti Forlagið fram skilyrði til að ryðja burt samkeppnishindrunum. Sam- keppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í júlí síðastliðnum að Forlagið hefði brotið gegn þessum skilyrðum, segir í tilkynningu frá eftirlitinu. Áfrýjunarnefnd sam- keppnismála hefur staðfest brot Forlagsins. - gar Braut samkeppnisskilyrði: Forlagið greiði 25 milljónir SAMFÉLAGSMÁL Rauði kross Íslands afhendir 20 milljón króna framlag fatasöfnunarverkefnis til neyðaraðstoðar í Sómalíu á föstudag. Fjármagnið er fengið fyrir sölu á fatnaði sem fólk gefur Rauða krossinum. Framlag Rauða kross Íslands nemur nú alls um 56 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Sómalíu því áður höfðu safnast 36 milljónir. Stærstu samstarfs- aðilar Rauða krossins eru Sorpa hf. og Eimskip/Landflutningar. - sv Hjálparstarf í Sómalíu styrkt: 20 milljónir úr fatakaupum NEYÐIN ER MIKIL Sameinuðu þjóðirnar telja að um 750.000 manns í Sómalíu geti dáið á næstu vikum fái þeir ekki hjálp. NORDICPHOTOS/AFP Árni hættur í skilanefndinni Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, hefur ákveðið að segja sig úr nefndinni frá og með 1. október næstkomandi. Hann mun þó meðal annars sitja áfram í stjórn Íslands- banka og aðstoða við söluferli á eignarhlut í bankanum. VIÐSKIPTI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.