Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 16
30. september 2011 FÖSTUDAGUR16
F
lóðin sem heltóku
suðurhluta Pakist-
ans í fyrra voru þau
verstu sem nokkru
sinni hafa sést og ollu
gríðarlegum skaða á
híbýlum og ræktunarlandi. Lóa
segir að ástandið sé öðruvísi núna
í ár og útlitið sé ekki gott.
„Rigningin byrjaði 10. ágúst
og hefur haldið áfram að magn-
ast út september sem kom mjög á
óvart miðað við allar veðurspár.
Í fyrra kom flóðvatnið að norð-
an og gekk suður yfir allt land-
ið. Núna er hins vegar búið að
rigna miklu meira hér sunnan til
í landinu en í fyrra þannig að það
er meira standandi vatn. Ástandið
er sérstaklega erfitt í Sindh-hér-
aði í suðurhlutanum þar sem stór
hluti lands er ennþá undir vatni.
Þannig eru heimili fólks á floti og
fjölmargir komast ekki heim til
sín. Vatnið liggur enn yfir öllu.“
Á sjöttu milljón manna hafa
orðið fyrir barðinu á flóðunum
með einum eða öðrum hætti og
1,8 milljónir hafa hrakist af heim-
ilum sínum. Tæpur helmingur
þeirra hefst nú við í tímabundn-
um búðum sem eru um sex þús-
und talsins.
„Svo varð helmingur þeirra
sem verða fyrir flóðunum núna
líka fyrir áhrifum af flóðunum í
fyrra og var jafnvel rétt að koma
sínu lífi á ról þegar ósköpin riðu
aftur yfir,“ bætir Lóa við.
„Fólkið sem býr hér á svæðinu
er yfirleitt mjög fátækt og áttatíu
prósent þess lifa af landbúnaði.
Þau voru búin að að byggja upp
landið sitt á ný en nú hefur helm-
ingur íbúanna á þessum svæð-
um misst allt sitt tvö ár í röð út
af flóðunum. Í þessu héraði eyði-
lagðist 1 milljón hektara í fyrra
og 650 þúsund hektara í ár. “
Mikill samhugur
Þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi
fólks búi við hörmungaraðstæður
segir Lóa að samhugur sé mikill
meðal borgaranna.
„Pakistanar eru alltaf reiðu-
búnir að opna heimili sín og rétta
nauðstöddum hjálparhönd. Það er
hluti af þeirra menningu og trú.
Það veldur hins vegar líka nokkr-
um vandræðum þar sem fólk er
dreifðara og og erfitt að ná til
allra sem eiga um sárt að binda.“
Starf UNICEF á flóðasvæðun-
um snýst fyrst og fremst um að sjá
til þess að ástandið stigversni ekki
og að farsóttir brjótist ekki út.
„Það fyrsta sem við hugum að
er hreinlæti, heilsa og aðgangur
að vatni. Við förum með tankbíla
um allt svæðið og það eru nú um
110 þúsund manns sem fá dag-
lega 5 lítra af vatni frá UNICEF.
Svo erum við með farandteymi
sem ná nú til 500.000 manna og
veita bólusetningar og almenna
heilbrigðis ráðgjöf og dreifa einn-
ig moskítónetum. Það er afar
mikilvægt að börn sofi undir
moskítónetum til að verja þau
gegn flugum sem bera sjúkdóma.
Svo er það líka auðvitað að koma
börnum aftur í skóla og veita
þeim verndandi umhverfi. Aðal-
áherslan er samt á vatn, heilsu og
hreinlæti til þess einfaldlega að
halda fólki á lífi.“
Langvinn barátta fram undan
Baráttan verður langvinn hjá
UNICEF og öðrum hjálparstofn-
unum á neyðarsvæðunum þar
sem gera má ráð fyrir því að fólk
komist jafnvel ekki til síns heima
fyrr en eftir fimm mánuði.
„Það er alveg viðbúið að stand-
andi vatn verði viðvarandi á
svæðunum næstu þrjá til sex
mánuði. Í fyrra hófust flóðin til
dæmis í júlí og ágúst, og þeir síð-
ustu voru að komast heim í febrú-
ar. Baráttan hjá okkur mun þann-
ig halda áfram næstu sex mánuði.
Á þeim tíma verðum við í því að
safna fjármagni og koma nauð-
stöddu fólki til hjálpar.“
Söfnun gengur erfiðlega
Lóa starfar á sviði fjáröflunar hjá
UNICEF og snýst hennar starf
að miklu leyti um samskipti við
styrktaraðila og að styrkumsókn-
um. Hún kom til Pakistans fyrir
um ári, þá á vegum utanríkis-
ráðuneytisins, en hefur ílengst
og er útlit fyrir að hún verði við
störf í landinu næstu tvö árin eða
svo.
Fjáröflun hefur verið afar erfið
að þessu sinni, að sögn Lóu, og
vantar enn mikið upp á þá upp-
hæð sem stefnt var að því að
safna.
„Ég veit ekki hverju þessi
tregða sætir, en við höfum
aldrei séð svona lítil viðbrögð
við neyðar ástandi. Allar stofn-
anir Sameinuðu þjóðanna og
önnur mannúðarsamtök samein-
uðust um að senda út ákall fyrir
10 dögum. Við í UNICEF báðum
þar um 50 milljónir dala en höfum
bara fengið 1,3 milljónir hingað
til, og þó svo að við vitum af 7,2
milljónum til viðbótar sem eru á
leiðinni erum við bara komin með
um 16 prósent af því sem við þurf-
um. Söfnunin hefur farið mjög
hægt af stað og það virðist erfitt
að koma skilaboðunum áleiðis.“
Börnin í hættu
Langvarandi og síendurtekin
neyð eins og Pakistanar hafa
þurft að upplifa reynir sérstak-
lega á börnin á svæðinu. Skólar
eyðileggjast og börn eru slitin
upp úr sínu umhverfi og missa
þar af leiðandi mikið úr menntun
og þar fram eftir götunum.
„Þetta hefur mjög slæm áhrif
á líf barna, sérstaklega þar sem
margir voru rétt að koma undir
sig fótunum á ný þegar seinni
flóðin riðu yfir,“ segir Lóa en
bætir engu að síður við að þrátt
fyrir allt megi grilla í vonarglætu
í gegnum myrkrið.
„Það er lán í óláni að í neyðar-
ástandinu í fyrra kom í ljós að
með tilkomu fleiri mannúðar-
stofnana og stórauknum aðgerð-
um stjórnvalda efldist mennt-
un og heilbrigðisþjónusta. Nýir
skólar risu og heilbrigðisaðstaða
á svæðunum batnaði sömuleiðis.
Neyðin opnaði því að vissu leyti
fyrir aðgang að fólki sem hefur
aldrei fengið aðstoð áður.“
Gjafmildir Íslendingar
Íslendingar hafa jafnan verið
ósparir á að láta fé af hendi rakna
til góðra málefna um heim allan
og segir Lóa að til dæmis hafi
UNICEF á Íslandi safnað um 10
milljónum króna vegna flóðanna
í fyrra.
„Ef fleiri vilja styðja okkur að
þessu sinni er best að fara inn
á heimasíðuna okkar unicef.is
eða hringja upp á skrifstofu og
fá þar upplýsingar um hvern-
ig megi bera sig að. En svo eru
líka önnur hjálparsamtök eins og
Rauði krossinn og Barnaheill sem
eru að safna fyrir neyðarstarfi í
Pakistan. Ástandið hjá okkur hér
úti er þannig að allt er mjög vel
þegið.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Lóa Magnúsdóttir starfsmaður UNICEF í Pakistan
Þau voru búin að að byggja upp landið sitt á ný en nú
hefur helmingur íbúanna á þessum svæðum misst allt sitt
tvö ár í röð út af flóðunum.
Neyðarástandið
sem gleymdist
Flóð í Pakistan hafa kostað hundruð manna lífið og haft áhrif á milljónir karla,
kvenna og barna. Þetta er annað árið í röð sem Pakistanar lenda í slíkum
hörmungum. Þorgils Jónsson ræddi við Lóu Magnúsdóttur sem vinnur fyrir
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á hrjáðu svæðunum. Hún segir
algjört forgangsatriði að tryggja hreinlæti, aðgang að vatni og heilsugæslu.
FLÝJA FLÓÐIN Milljónir manna eru í hrakningum vegna
flóðanna. Hér sést götumarkaður sem komið hefur verið upp
við Badin-borg þar sem vatn liggur yfir markaðstorgi.
TÍMABUNDIÐ SKJÓL Ungur drengur veður um skólalóðina í
þorpinu Fatehpur í Sindh-héraði. Skólinn er nú neyðarskýli fyrir
þá sem hafa hrakist frá heimilum sínum.
Á FLOTI Fjölskylda í borginni Hyderabad í Sindh-héraði flytur eigur sínar og börn yfir vatnsflauminn sem hefur heltekið stór svæði
í Pakistan og hrakið hundruð þúsunda af heimilum sínum. Þetta er annað árið í röð sem mikil flóð ganga yfir landið. MYNDIR/UNICEF
Í ELDLÍNUNNI Lóa Magnúsdóttir hefur verið við störf í Pakistan í næstum ár og
verður þar sennilega í um tvö ár til viðbótar.
Stjórnvöld í Pakistan voru harð-
lega gagnrýnd fyrir viðbrögð
sín við flóðunum í fyrra. Þá fór
fimmtungur af öllu landsvæði
undir vatn og 18 milljónir manna
hröktust af heimilum sínum í
verstu flóðum sem sögur fara af.
Asif Ali Zardari, forseti landsins,
hélt til funda við leiðtoga Frakk-
lands og Bretlands á meðan
hungur og vosbúð magnaðist
hjá milljónum samlanda hans.
Við það magnaðist enn óstöðug-
leiki í landinu og óeirðir brutust
víða út. Þetta meinta sinnuleysi
stjórnvalda var einn af samverk-
andi þáttum sem urðu til þess að
illa gekk að safna fé til hjálpar-
starfsins.
Í ár hafa líka heyrst gagn-
rýnisraddir, en stjórnvöld glímdu
þegar við óvinsældir vegna
ýmissa mála. Meðal annars
hefur verið upplausn á stjórn-
málasviðinu og efnahagsástandið
er slæmt.
Gagnrýni á við-
brögð stjórnvalda