Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 22
22 30. september 2011 FÖSTUDAGUR
FJÖRUG, ÖGRANDI
OG FYNDIN
Ein vinsælasta ástarsaga
allra tíma er loksins
fáanleg aftur í þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur
www.forlagid.is
KILJA
Eitt af megin verkefnum Jafn-réttisráðs er að jafna stöðu
kynjanna á vinnumarkaði og sam-
þætta atvinnu- og fjölskyldulíf.
Allt frá 1992 hefur ráðið staðið að
því að veita árlega sérstaka viður-
kenningu fyrirtækjum, stofnun-
um, sveitarfélögum, félagasam-
tökum eða einstaklingum sem lagt
hafa sitt af mörkum til að jafna
stöðu kynjanna.
En nú hefur Jafnréttisráð brugð-
ið á það ráð að afhenda viðurkenn-
inguna aðeins annað hvert ár.
Ráðið samþykkti að þetta nýja
fyrirkomulag á fundi sínum 7.
sept. sl. En hver er ástæðan? Getur
það verið mat núverandi ráðherra
jafnréttismála að staða jafnréttis
sé með þeim hætti að það teljist
þarflaust að afhenda viðurkenn-
inguna árlega? Er ekki lengur
þörf á hvatningu og góðum fyrir-
myndum? Því þá ekki að afnema
með öllu þessa viðurkenningu? Ef
ráðsmenn upplifa lítinn áhuga er
það lítill metnaður að detta ekk-
ert annað í hug en að leggja niður
þessa góðu hefð sem hefur fest sig
í sessi. Það hefði frekar átt að gefa
í og leggja meira upp úr því að
kynna störf ráðsins og hugmynda-
fræðina að baki viðurkenningunni.
Í fyrra var ég við afhendingu
viðurkenningarinnar en þá sagði
formaður Jafnréttisráðs, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, eitthvað í
þá veruna að afhendingin væri
þungamiðjan í starfi ráðsins og eitt
af mikilvægustu störfum þess. Ég
tek heilshugar undir það mat henn-
ar að jafnréttisviðurkenning er
jákvæð áminning út í samfélagið
en hefði mátt fá meiri umfjöllun
í fjölmiðlum. En að ákveða nú að
breyta áratuga langri hefð finnst
mér verulega rangt. Ætlar Jafn-
réttisráð í framhaldi af nýjum
verklagsreglum að draga saman
seglin í starfi sínu ef þungamiðj-
an er ekki lengur til staðar nema
annað hvert ár? Ég hefði viljað sjá
ráðherra, formann ráðsins og aðra
í ráðinu nýta stöðu sína til þess
að kynna mikilvægi þess að efla
jafnrétti kynjanna á öllum sviðum,
vekja almenning til vitundar um
stöðu jafnréttismál og þá ábyrgð
sem hvert og eitt okkar hefur
þegar kemur að því að standa vörð
um lögboðið jafnrétti kynjanna.
Nú þegar þjóðfélagið er að vinna
sig út úr efnahagshruni sem snert-
ir öll svið samfélagsins þarf enn
betur að vera á varðbergi og vekja
athygli á því sem vel er gert. Jafn-
réttisviðurkenningin á að gefa gott
tækifæri til umræðu um jafnrétt-
ismál en á síðustu misserum hefur
að mínu mati lítið farið fyrir jafn-
réttisumræðu, ef undan er skilin
sú athygli sem herferð VR hefur
fengið. Finnst núverandi stjórn-
völdum, sem telja sig sérstaka
talsmenn jafnréttis, að hér sé allt
í himnalagi í jafnréttis málum?
Nægir þeim að sjá alþjóðlega
samanburðarmælingu sem sýnir
að Ísland standi vel þegar horft er
til stakra mælanlegra þátta sem
snúa aðallega að stjórnkerfinu?
Mér finnst því miður störf Jafn-
réttisráðs hulin almenningi enda
litlar sem engar upplýsingar um
störf þess á heimasíðunni jafn-
retti.is. Það er því raunar í anda
daufrar jafnréttisumræðu dagsins
í dag að taka nú upp þann sið að
afhenda viðurkenninguna aðeins
annað hvert ár – en það er uppgjöf
að mínu mati. Ég hefði frekar vilj-
að sjá ráðið bretta upp ermar, ná
eyrum landsmanna og alls ekki
gefa eftir og hopa.
Er uppgjöf í störfum
Jafnréttisráðs?
Nú standa yfir viðræður Íslands við Evrópusam-
bandið. Í þeim viðræðum er afar
mikilvægt hagstæðir samningar
náist um sjávarútvegsmál. Ísland
hefur mikla sérstöðu meðal ESB
ríkja í sjávarútvegsmálum og það
væri ósanngjarnt og óeðlilegt að
öðrum aðildarríkjum yrði veitt
hlutdeild í veiðum innan okkar
fiskveiðilögsögu. Miðin við Ísland
eiga að vera skilyrðislaus þjóðar-
eign og rétturinn til nýtingar á að
vera íslensku þjóðarinnar.
Saga okkar er mótuð af baráttu
fyrir réttindum til umráða yfir
hafinu í kringum landið. Þorska-
stríðin voru átakamál fyrir fólkið
í landinu, þar börðust sjómenn og
útgerðarmenn hatrammri baráttu
og þorskastríðin voru hitamál í
íslenskri pólitík. Það er siðferði-
leg og efnahagsleg skylda okkar
að gefa þann rétt ekki til annarra
þjóða.
Það er mikilvægt að Evrópu-
málin séu rædd án upphrópana
og ásakana – það á ekki síst við
um sjávarútvegsmálin. Sjávar-
útvegurinn er mikið hagsmuna-
mál Íslendinga og á honum mun
afkoma okkar byggjast á komandi
árum. Mikilvægt er að um þau
mál náist sem breiðust samstaða.
Það er ekki fordæmalaust
innan ESB að aðildarríki haldi
varanlega yfirráðum yfir fisk-
veiðilögsögu sinni. Árið 2004
hélt Malta sínum yfirráðum í
aðildarsamningi. Þó slíkir samn-
ingar séu varanlegir er rétt sem
bent hefur verið á að allt getur
tekið breytingum í tímans rás.
Stefna ESB er alltaf að breyt-
ast og samninganefndin verður
að tryggja að ekki verði hægt að
þvinga okkur til breytinga sem
yrðu íslenskum sjávarútvegi
óhagstæðar.
Mín skoðun er sú að Íslending-
ar geti ekki undir neinum kring-
umstæðum gefið eftir yfirráða-
rétt í íslenskri landhelgi. Ég tel
að farsælt sé að reyna að ná þver-
pólitískri samstöðu um að þving-
að afsal þessara réttinda kallaði
á úrsögn Íslands úr bandalaginu.
Í því samhengi má geta þess að
árið 2009 var staðfest í Lissabon-
sáttmálanum leið til útgöngu úr
ESB. Það tel ég vera mikilvægt
fyrir sjálfræði aðildarríkjanna.
Aðild að ESB er hagsmunamál
fyrir Íslendinga, fullur aðgang-
ur að Evrópumarkaði og nýr
gjaldmiðill eru nauðsynlegir til
að styrkja rekstrar- og skatta-
umhverfi íslenskra fyrirtækja.
Útgerðarmenn reka fyrirtæki
og því er ESB líka hagsmunamál
fyrir þá. Hitt er þó ljóst að ef ein-
ungis er horft til áhrifa útvegs-
manna á stjórnun fiskveiða mun
hagur þeirra ekki batna við aðild.
Fiskveiðistjórnun mun fjarlægjast
hagsmunaaðila og hún mun verða
reglubundnari. Það er mín skoð-
un að þar felist ekki hagsmunir
íslensku þjóðarinnar, þar felast
hagsmunir LÍÚ.
Ísland, ESB og LÍÚ
Að vera eða vera ekki
Góður kunningi minn lagði fyrir mig eftirfarandi
spurningu, Hvort er óþjóðlegra
að Nupo fái aðgang að Gríms-
stöðum á Fjöllum eða að erlend-
ir vogunarsjóðir fái í hendur
aðfararheimild að íslenskum
fjölskyldum ? Fáránleg spurn-
ing og byrjaði að brosa út í
annað, en eftir að hann hafði
útskýrt fyrir mér stöðu margra
íslenskra fjölskyldna, eftir að
umsaminn afsláttur af lánum til
nýju bankanna skilaði sér ekki
til lántakanda, og tveir bankar
komnir í eigu útlendinga, skildi
ég alvöru fáránleikans. Hann
bætti við: Margir íslenskir lán-
takendur hafa fengið aðstoð,
þessir ekki. Og úr því að þjóð-
legheit er tískuorðið, væri
það ekki óþjóðlegt að leyfa
erlendum eigendum bankanna
að féfletta íslenskan almenning
– hver ætti Grímsstaði skipti
engu. Af rælni sagði ég löglærð-
um kunningja mínum frá þessu.
Hann svaraði: „Nupo er ríkis-
borgari í kommúnistaríkinu
Kína, þar sem leynd ríkir yfir
öllu og enginn getur orðið ríkur,
nema með leyfi flokksins. Þar
bera einstaklingar ábyrgð gagn-
vart ríkinu ekki dómstólum.
Nupo-Grímsstaðir er hættulegt
mál og óþjóðlegt að veita því
jáyrði. Þessir lántakendur
sem tóku lán langt umfram
getu sína, geta sjálfum sér um
kennt.“
Vanburðugt almannavald
Deilt er um það milli fyrr-
nefndra lántakenda og stjórn-
valda hvort þeir hafi fengið
leiðréttingu – deilt er um hvort
heimila eigi sölu á Gríms-
stöðum. Fá mál eru óumdeild
hérlendis. Þetta líkist Chile í
lok valdatíma Allendes, nema
hvað hér er enginn her. Eins
og þar geisar hér valdastríð á
öllum vígstöðvum, það gerist
á sama tíma og landið er í
lamasessi. Fólk, en þó einkum
stjórnmála menn, virðist hafa
misst sjónar á aðal- og auka-
atriðum í stöðugum barningi
þessarar þjóðar fyrir sjálfstæði
og velferð. Fyrrnefnd spurn-
ing lýsir vel þeim vanda sem
íslenskt samfélag er í. Annars
vegar nær þjóðin ekki utan um
afleiðingar hrunsins, nær ekki
að jafna byrðunum, nær ekki að
draga menn til ábyrgðar sem í
óstöðvandi græðgi blóðmjólkuðu
bæði bankana og stöndug fyrir-
tæki og skildu skuldirnar eftir
hjá almenningi. Hún horfir
upp á gömlu valdastéttirnar
og útrásar einstaklinga hreiðra
um sig í rólegheitum óáreitta.
Þeir vita sem er að kerfið nær
aðeins utan um formlegu hlið
málsins, ekki þá efnislegu. Því
miður bendir margt til þess
að almannavaldið hér sé of
veikburða til að geta ráðið við
vanda af þessari stærðargráðu.
Um langan tíma höfum við
verið upptekin af því að styrkja
rétt einstaklingsins á kostnað
almannavaldsins og sitjum
uppi með veikburða ríkisvald.
Spegil mynd þess er september-
þingið, samkoma með endemum.
Fámennið leiðir svo til þess að
getulitlir þurfa að fást við og
gera út um afar flóknar við-
skiptaflækjur og komast aldrei
til botns. Við ráðum ekki við
ógagnsæjar flækjur nútíma
þjóðfélags, til þess skortir okkur
bæði hæfni og reynslu.
Alvöruleysið allt um kring
Á hinn bóginn hefur grafið um
sig óöryggi gagnvart flestu
útlendu. Það heitir að vera þjóð-
legur og telst til dyggða. Rök
víkja fyrir froðu þjóðrembunn-
ar. Tökum með okkur íslenskan
mat til að hafa á ferðalögum
erlendis svo að við veikjumst
ekki! Vilja útlendingar okkur
annað en að ásælast eigur
okkar, land og sjálfstæði?
Eigum við að opna húsið og
bjóða þá velkomna eða loka
dyrunum og vísa þeim frá.
Beygur af útlendingum hefur
löngum loðað við eyjarskeggja,
sem snúa smæðarkennd sinni
og vanmætti í stærilæti og
þótta. Að vera eða vera ekki,
það er vandinn, segir í frægu
leikriti. Sem þjóð þurfum við að
spyrja okkur sömu spurningar.
Að vera er að opna dyrnar,
deila með öðrum, bera ábyrgð,
vera alvöru þjóð. Að vera
ekki er að loka dyrunum, vera
út af fyrir sig, vísa ábyrgð-
inni á aðra, vera Idol-þjóð þar
sem allir leika í Útsvari. Við
höfum um skeið tekið þann
kost að vera ekki. Alvöru-
leysi íslenskra stjórnmála er
stærsta meinsemd þjóðarinnar.
Sjálf stjórnskipanin er ónýt.
Forsetinn vinnur opinskátt
gegn stefnu ríkisstjórnarinnar
og rekur óáreittur sína prívat
utanríkisstefnu. Ríkisstjórn og
Alþingi berast á banaspjótum,
mál fást ekki afgreidd þrátt
fyrir meirihluta. Í málþófinu
sýnir þingræðið sínar ömurleg-
ustu hliðar. Innan ríkisstjórnar
berjast ráðherrar og hindra
framgang stefnumála sinnar
eigin ríkisstjórnar. Sama ríkis-
stjórn er bæði með og á móti
meginmálum. Alþingi er orðið
svo veikt, að forsætisráðherra
getur ekki einu sinni rofið
þing, því líklegt er að forsetinn
myndi neita að skrifa undir. Sú
pólitíska endurnýjun sem von-
ast var til eftir hrunið hefur
ekki orðið. Þvert á móti. Veik-
leikarnir aldrei verið meiri.
Það pólitíska flokkakerfi, sem
við bjuggum við alla síðustu
öld, sem sniðið var að hluta að
sérhagsmunagæslu, er úr sér
gengið. En hvað tekur við?
Samfélagsmál
Þröstur
Ólafsson
hagfræðingur
Alþingi er orðið svo veikt, að forsætis-
ráðherra getur ekki einu sinni rofið
þing, því líklegt er að forsetinn myndi
neita að skrifa undir. Sú pólitíska endurnýjun sem
vonast var til eftir hrunið hefur ekki orðið.
Jafnrétti
Fanný
Gunnarsdóttir
fv. formaður
Jafnréttisráðs
ESB-aðild
Inga Sigrún
Atladóttir
bæjarfulltrúi í Vogum
Það er mikilvægt
að Evrópumálin
séu rædd án upphrópana
og ásakana – það á ekki
síst við um sjávarútvegs-
málin.