Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2011, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 30.09.2011, Qupperneq 39
OUTLET FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Kynningarblað buxur skór jakkar kjólar fylgihlutir jakkaföt Við erum stolt af því að bjóða upp á fallegar og vandað-ar vörur á afslætti sem er að lágmarki 30% en getur farið upp í 80%,“ segir Hlíf Sævars- dóttir verslunarstjóri og röltir með blaðamanni um bjarta og vel skipulagða verslunina. „Við reyn- um að hlusta eftir rödd viðskipta- vina okkar og leitum að þeim vörum sem þeir óska eftir, en allt- af á lægra verði en hinn almenni markaður býður upp á.“ En hvaða vörumerki býður Korpu-outlet upp á? „Við bjóð- um upp á fjölmörg vörumerki frá verslunum Zöru, Debenhams, Útilífs og Hagkaupa en einnig erum við með Levi ś, Champion, Nike, Didriksons, Arena, Puma, Oroblu og Sanpellegrino svo eitt- hvað sé nefnt. Í þessum merkj- um erum við með úrval af barna- fötum, herrafötum og dömuföt- um, þannig að fjölskyldan getur dressað sig upp fyrir lítinn pen- ing,“ segir Hlíf og brosir. Innkaupaferðir til hátískuborga En Hlíf fer líka reglulega í inn- kaupaferðir til helstu stórborga hátískunnar og kaupir inn fyrir Korpu-outlet. „Við höfum farið til London á kaupsýningar og núna síðast fórum við til Parísar. Þar keyptum við mjög skemmti- leg barnaföt og herraföt sem fara karlmönnum sérstaklega vel, enda í nýjustu tísku. Þá eru fylgi- hlutir alltaf vinsælir á haustin, enda þurfum við þá oft á húfum, hönskum, sokkum og skóm að halda og við birgðum Korpu- outlet svo sannarlega upp af því. Einnig bjóðum við upp á úrval af mjög fallegum og sígildum skart- gripum sem fara vel með haust- tískunni. Þetta er sá hluti outlets- ins sem er eins og í almennum verslunum, en samt alltaf á lægra verði en sambærilegar vörur á þeim markaði. Hvaða verður í tísku núna í vetur og hvaða litir? „Svartur er vitaskuld alltaf vinsæll á veturna en sá litur sem verður hvað heit- astur er karrígulur. Undanfarin ár höfum við séð mikið af dýra- mynstrum eins og hlébarða- mynstur og það mun halda áfram nema hvað snákamynstrið mun koma sterkt inn. Þá eru leggings að fjara út en víðari buxur að koma í staðinn. Þá verða harem- buxur inni, fylltir hælar, stuttir, þröngir leðurjakkar og hring- treflar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hlíf og auðvitað fæst þetta allt í Korpuoutlet. Útsölur og tilboð Það er ekki nóg með að Korpu- outlet bjóði mikinn afslátt held- ur er það reglulega með útsölur, sérstök tilboð, götumarkaði og „tax free“ daga. „Við erum alltaf á tánum fyrir viðskiptavini okkar. Við viljum að þeir fái sem mest fyrir sem minnst. Við auglýsum gjarnan þessa daga en erum einn- ig með Facebook-síðu þar sem við hvetjum fólk til þess að skrá sig til þess, einmitt, að fylgjast með þessum sérstöku afsláttum og tilboðum. Þar setjum við einn- ig fleiri upplýsingar inn eins og þegar við erum að fá nýjar send- ingar og taka á móti nýjum vörum en við tökum upp vörur á hverj- um degi.“ Korpu-outlet er stærsta outlet landsins Korpu-outlet við Korputorg er stærsti markaður landsins með fjölbreytt vöruúrval fyrir alla fjölskylduna. Það býður upp á vörur sem koma úr verslunum, vörur sem þar eru í umboðssölu og svo glænýjar vörur frá London og París. Hlíf fer líka reglulega í innkaupaferðir til helstu stórborga hátískunnar og kaupir inn fyrir Korpuoutlet. „Við höfum farið til London á kaupsýningar og núna síðast fórum við til Parísar.” MYND/ANTON ÓTRÚLEGT VERÐ Á LEVI´S GALLABUXUM Korpu-outlet flytur sjálft inn Levi´s gallabuxur frá Bandaríkj- unum og getur því boðið þær á 9.995 kr. og 11.995 kr. en þetta er með lægsta verði sem þekkist á Íslandi. Buxurnar hafa verið einstaklega vinsælar hjá karl- mönnum, enda fást öll nýjustu og flottustu sniðin. Þá hefur Champion-sportfatnaðurinn, sem hæfir karlmönnum en ekki síður konum og börnum, verið rifinn út en sem betur fer er von á stórri sendingu í næstu viku. GERSEMAR Í SKÓM Skóúrvalið er mikið í verslun Korpu-outlet og langir rekkar af skóm, bæði á börn, herra og konur. Konurnar hafa einstaklega gaman af því að skoða úrvalið og sérstaklega vinsælir eru hælaskór og stígvél. Nú nýlega kom stór sending frá París sem í leynist mörg gersemin. Það er aldrei að vita nema nýir jólaskór finnist þar. R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Mikið úrval af barnafatnaði! Dömu, herra- og íþróttafatnaður fyrir alla fjölskylduna Peysa kr. 2.595 Pollagalli kr. 4.995 Hettupeysa kr. 2.595 Úlpa kr. 5.995 Gallabuxur kr. 3.595 n Úlpa kr. 6.595 Buxur kr. 3.595 Náttföt kr. 2.595 Joggingbuxur kr. 2.595
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.