Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGoutlet FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20112 Outlet skór er lagersala með skó fyrir alla fjölskyld-una og allt frá opnun hefur búðin notið mikilla vinsælda hjá tryggum hópi viðskiptavina sem fengið hafa þar skó við sitt hæfi á ótrúlega góðu verði. „Við opnuð- um Outlet skó árið 2001, líklegast er þetta eitt elsta outlet í bænum,“ segir Árni Rudolf, annar eig- endanna. „Við bjóðum upp á mjög gott úrval á góðu verði. Við erum með skó fyrir alla, mikið af barna- skóm, bæði léttum skóm sem eru vinsælir á vorin og fyrir skólann og eins stígvél og eitthvað af fóðruðum skóm. Þá erum við með herraskó, bæði hversdags og spari, en karl- menn koma mikið til okkar. Þeim finnst þægilegt að fara bara beint í hillurnar, ná sér í skó til að máta og eru yfirleit snöggir að ákveða sig. Þeir eru minna fyrir það að láta stjana við sig og þjónusta,“ segir Árni og hlær. ,,Konurnar hins vegar taka sér betri tíma, enda hafa þær flestar áhuga og gaman af skóm. Við erum með mikið úrval af létt- um kvenskóm, fallega spariskó eins og hælaskó og stígvél.“ Árni segir að á Outletinu fáist mörg þekkt vörumerki eins og Skechers, X18, Spot-on og Every- one. Reglulega berast nýjar vöru á Outletið en Skókaup ehf., sem rekur Outlet skó, er innflutnings og dreif- ingarfyrirtæki sem selur skó um allt land. Oft verður eitthvað eftir af þeim skóm sem eru í dreifing og fara þeir þá í lagersöluna á Out- let skór. Við erum með mjög mikið úrval en í versluninni fást á milli 400-500 vörutegundir. Árni bendir á að í Outlet skóm sé að lágmarki helmingsafsláttur frá búðarverði en hann geti alveg farið upp í 80 % þegar búið er að marg- lækka verðin. „Ódýrustu skórnir sem við erum með eru á bilinu 500- 1000 kr. og við erum með X18 skó á 1900 kr. Annað dæmi sem ég get tekið eru t.d. herraskór sem má fá á aðeins 7.900 kr. Stundum höfum við verið með tilboðsdaga en þeir eru þá auglýstir sérstaklega.“ Verslunin er opin alla virka daga eftir hádegi, frá 13-18 og á laugar- dögum 12-16. „Fólk veit orðið vel af búðinni og það er nokkuð jöfn um- ferð alla daga vikunnar.“ Nær 500 tegundir af skóm Eitt af best geymdu leyndarmálunum úti á Granda er Outlet skór á Fiskislóð 75 sem hefur verið opið í tíu ár. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. X18 skór. Verð 1.900 kr. Stærðir 36-41. Svört stígvél. Verð 3.900 kr..Stærðir 25-34. RED kuldaskór. Verð 8.900 kr. Stærðir 36-41. Árni segir að í Outlet skóm fáist mörg þekkt vörumerki eins og Skechers, X18, Spot-on og Every-one. MYND/VALLI Hálsfestar og fleira skart.Barnaföt eru til í úrvali.Fatnaður og töskur fyrir kvenþjóðina fást á góðu verði. „Þeir eru margir sem vilja ódýra vöru og við bjóðum hana,“ segir Stella Björg Kjartansdóttir í Mark- aði Outlet á Laugavegi 83. Mark- aðurinn hefur verið við lýði frá því í byrjun ágúst í sumar og að sögn Stellu Bjargar gengur hann vel, enda um fjölbreitt vöruval að ræða. „Við erum með Disney-fatn- að sem er vinsæll og á góðu verði, til dæmis eru prinsessu- og Toy Story-úlpur á 4.900. Við erum með bæði hversdagsföt og fínni föt fyrir konur og stelpur, úrval af kjólum á 3.500, ermar á 1.790 og gollur í fimmtán til tuttugu litum á 2.500.“ Talsvert er til af leikföngum á Markaði Outlet á Laugavegi og kemur til með að verða mun meira fyrir jólin að sögn Stellu Bjargar. „Við verðum líka með alls konar gjafakassa með húðkremi og fleira. Það kemur allt í nóvember,“ segir hún. Sem verðdæmi nefnir Stella Björg Playboy-gallabuxur á 5.000, Playboy-boli á 2.500, töskur á 1.000 krónur og eyrnalokka á 300. Hún tekur fram að alls ekki sé um úrelt- ar vörur að ræða, enda berist send- ingar þétt að utan, beint á markað- inn. „Fólk á erindi hingað,“ segir hún. „Það er hægt að gera svo góð kaup.“ Fólk á erindi hingað Markaður Outlet dregur að sér viðskiptavini sem vilja góða vöru á lágu verði, enda er hann í alfaraleið við helstu verslunargötu borgarinnar, nánar tiltekið á Laugavegi 83. „Hér er fjölbreytt vöruúrval,“ segir Stella Björg í Markaðinum Outlet á Laugavegi 83. MYNDIR/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.