Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 42

Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGoutlet FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20114 CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 MÁN.–FÖS. 10–18, LAU. 11–14 CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390 MÁN.–MIÐ. 10–18, FIM. 10–21 FÖS. 10–19, LAU. 10–18, SUN. 12-18 CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 AFGREIÐSLUTÍMI KRINGLUNNAR ÍS L E N S K A S IA .I S C IN 5 65 96 0 9. 20 11 Megnið af okkar vörum er auðvitað Cintamani-vörur,“ segir Dagný Guðmundsdóttir framkvæmda- stjóri um outlet-verslun Cintamani við Austurhraun 3 í Garðabæ. „Við erum aldrei með út sölur heldur fara vörur úr síðustu línu alltaf beint yfir í þessa verslun. „Við erum líka með ýmis önnur merki, til dæmis Asics-hlaupaskóna, sem eru þeir vinsælustu á landinu og eru til í öllum stærðum og gerð- um, allt frá barnastærðum til karlmanna- stærða, og sem hlaupaskór, handboltaskór eða fótboltaskór. Við erum líka með Casall- íþróttafötin í miklu úrvali og öllum stærð- um, ekki bara stærstu og minnstu stærðirn- ar eins og algengt er á útsölum. Í lok næstu viku fáum við öll sýnishornin úr Cintamani sumar- og vetrar línunni, fjölbreytt úrval í öllum stærðum.“ Cintamani-vörurnar eru íslensk hönn- un, en Dagný segir að öll fötin séu prófuð af útivistar fólki við íslenskar aðstæður áður en þau séu sett í framleiðslu. „Við fáum hann Harald jöklafara til að prófa jökla fötin okkar fyrir erfiðustu aðstæður, hlaupafólk til að prófa milligerðirnar og bara venjulegt fólk sem gengur á Esjuna og fer á Ægisíðuna að viðra hundinn sinn til að prófa léttustu lín- una. Við erum í raun með alla flóruna af fötum og allt frá toppi til táar.“ Dagný segir verslunina ganga mjög vel og kúnnahópurinn sé alltaf að stækka. „Við erum með fastan kúnnahóp en hann er að stækka auk þess sem útlendingar koma mjög mikið til okkar, enda eru þeir duglegri en við Íslendingar við að leita uppi outlet- verslanir. Margir þeirra eru fastir kúnnar í gegnum heimasíðuna okkar og þegar þeir koma til Íslands koma þeir hingað til að gera góð kaup.“ Og kaupin geta svo sannarlega verið góð því allar vörur í outlet-versluninni eru á 30-80 prósenta afslætti. Auk outlet- verslunarinnar er verslun Cintamani í sama húsi í Austur hrauninu og einnig eru búðir í Kringlunni og Bankastræti. „Svo erum við auðvitað með netverslun líka,“ segir Dagný „og outlet-vörurnar eru líka fáanlegar þar. Þannig að allan ársins hring geturðu fengið vörurnar okkar úr síðustu línu á verulegum afslætti, annað hvort með því að koma til okkar í Austurhraunið eða versla í gegnum heimasíðuna www.cintamani.is.“ Útivistarfatnaður í sérflokki Cintamani-útivistarfatnaðurinn hefur heldur betur slegið í gegn og ekki skemmir fyrir að allan ársins hring er hægt að kaupa vörurnar á 30-80 prósenta afslætti í outlet-verslun fyrirtækisins eða í gegnum heimasíðuna www.cintamani.is. „Við erum með fastan kúnnahóp en hann er að stækka auk þess sem útlendingar koma mjög mikið til okkar, enda eru þeir duglegri en við Íslendingar við að leita uppi outlet,” segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.